Innlent

Einar Bárðarson opnar umboðsskrifstofu í London

Einar Bárðarson sinnir ferli Garðars Thórs og Nylon í London.
Einar Bárðarson sinnir ferli Garðars Thórs og Nylon í London.

Einar Bárðarson hefur opnað umboðsskrifstofu í London ásamt öðrum fjárfestum. Umboðsskrifstofan heitir Mother Management. Tónvís, fjárfestingarsjóður FL Group á 50% hlut í Mother Management. Einar Bárðarson og fjölskylda eiga 45% en 5% eru í eigu bresku lögfræðiskrifstofunnar New Media Law. Sami hópur stendur að baki hljómplötufyrirtækisins Believer Music sem gefur út plötur Garðars Thórs Cortes og Nylon í Bretlandi.

Það er stefna hinnar ný stofnuðu umboðsskrifstofu að sinna fáum en sterkum tónlistarmönnum, leikurum og fyrirsætum. Fyrst um sinn mun stofan vinna með Skandinavísku hæfileikafólki með áherslu á evrópskan markað og einbeita sér að ferli Garðars Thórs Cortes sem hefur verið að skjótast með leifturhraða upp stjörnuhimininn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×