Fleiri fréttir Vestfirðingum verði komið til bjargar Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála, segir að Vestfirðingum verði komið til bjargar. Hörð orð gagna á víxl á milli áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum vegna gagnrýni á kvótakerfið. 19.6.2007 12:30 50 milljarða eignir Eignir Samvinnutrygginga, aðallega í verðbréfum, nema ríflega fimmtíu milljörðum króna. Helsta eignin er hlutur í Exista uppá 20 milljarða. 19.6.2007 12:20 Stór hluti launamuns kynjanna innbyggður í hugarfar Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. 19.6.2007 12:18 Kanna hvort Keilisnes standi til boða undir álver Ráðamenn Alcan í Straumsvík hafa fundað með sveitarfélaginu Vogum um hvort Keilisnes standi enn til boða undir álver. Bæjarstjórn hefur í framhaldinu boðað til borgarafundar í Vogum annað kvöld til að heyra sjónarmið íbúanna til málsins. 19.6.2007 12:13 Rannsakar haglabyssuárás sem tilraun til manndráps Lögregla rannsakar mál karlmanns, sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal fyrir tíu dögum, sem tilraun til manndráps. Við slíkum brotum liggur allt að 16 ára fangelsi. Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 3. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 19.6.2007 12:03 Varað við hruni í íshellinum í Kverkfjöllum Viðvörunarskilti hefur verið sett upp við íshellinn í Kverkfjöllum eftir að fregnir bárust af hruni úr honum. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að skemmst sé að minnast þess þegar erlendur ferðamaður lést í íshellinum við Hrafntinnusker fyrir um ári síðan þegar hann varð undir hruni úr hellinum. 19.6.2007 11:09 Búist við samdrætti í landsframleiðslu í ár Búist er við því að landsframleiðslan dragist saman um 0,1 prósent í ár þrátt fyrir stóraukinn útflutning áls í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Stóriðjuframkvæmdir og kvótaúthlutun fyrir næsta ár eru meðal þess sem veldur óvissu í spánni. 19.6.2007 10:46 Hátt í hundrað manns yfir hraðamörkum Lögreglan á Selfossi kærði 93 ökmenn fyrir að aka of hratt í umdæminu, í vikunni sem leið. Einn ökumaður var grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og annar var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. 19.6.2007 10:17 Egill og 365 ná sáttum Egill Helgason og 365 hafa komist að samkomulagi um starfslok Egils hjá félaginu. Eins og kunnugt er stjórnaði Egill umræðuþættinum Silfri Egils á Stöð 2 en ákvað að söðla um og ráða sig til Ríkisútvarpsins. 19.6.2007 10:14 Þvaglekar kvenna Þvagleki er ekki uppáhalds umræðuefni fólks en hann hrjáir marga, sérstaklega konur, og er skilgreindur þannig: Ástand þar sem ósjálfráður og sannanlegur leki á þvagi orsakar bæði félagsleg og hreinlætisleg vandamál fyrir viðkomandi einstakling. 18.6.2007 20:14 Sömdu við einkaaðila vegna biðraða Langar biðraðir við leiktæki í Hljómskálagarðinum urðu til þess að borgin ákvað að semja við einkaaðila um að starfrækja leiktæki í Lækjargötu. 18.6.2007 19:28 Einkatímar hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni Ökuníðingum er boðið uppá námskeið, til að læra að komast undan laganna vörðum, á vefsíðunni HLS.is. Þar kemur fram að tilefnið sé hærri sektir og hert viðurlög við hraðakstri vélhjóla. Boðið er upp á hópnámskeið sem og einkatíma hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni. 18.6.2007 19:16 Ráðið ræður áfram öllu Tuttugu og fjögurra manna framkvæmdaráð, sem endurnýjar sig sjálft, mun í reynd stjórna áfram tugmilljarða eignum Samvinnutrygginga, að mati Péturs Blöndal, formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis. Hann telur einnig að það geti stangast á við stjórnarskrá að tryggingatakar missi eignarrétt sinn í þessum digru sjóðum við andlát. 18.6.2007 19:03 Virkjanagróði gerir Ásahrepp að einu ríkasta sveitarfélagi landsins Þrjár virkjanir á hálendinu gera fámennan sveitahrepp í Rangárvallasýslu að einu ríkasta sveitarfélagi landsins. Skattprósentan þar er sú lægsta á landinu og hreppurinn býður íbúum sínum auk þess upp á margskyns hlunnindi. Við virkjun Urriðafoss verður þessi hreppur enn ríkari. 18.6.2007 18:55 Bílslysum fækkar hlutfallslega í Reykjavík Umferðaróhöppum og umferðarslysum hefur fækkað um 45 prósent í höfuðborginni frá árinu 2000 ef hliðsjón er höfð af fjölgun ökutækja. Tveir hafa látist í umferðinni í ár en á sama tíma í fyrra höfðu 7 látist í umferðarslysum. 18.6.2007 18:39 Dæmdur fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Hjaltested Ófeigsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann þröngvaði konu með ofbeldi til samræðis og annarra kynferðismaka. 18.6.2007 17:47 Dæmdur fyrir tilraun til manndráps Hæstiréttur dæmdi í dag Arnar Val Valsson í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Arnar stakk mann með hnífi í bakið, þann 14. maí 2006 með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulegan áverka. 18.6.2007 16:50 Ungur piltur dæmdur fyrir kynferðisbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag ungan pilt í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þriggja ára frænda sínum. Pilturinn var ákærður fyrir brot gegn þremur ungum frændum sínum. Hann var ósakhæfur í tveimur tilvikanna. 18.6.2007 16:35 Handteknir vegna framleiðslu á fíkniefnum Lögreglan á Hvolsvelli handtók tvo menn vegna framleiðslu á 52 kanabisplöntum í sveitinni í nágrenni Hellu í síðustu viku. Leit var gerð samkvæmt úrskurði og fundust þá þessar plöntur. Annar mannanna hefur viðurkennt framleiðsluna og hefur mönnunum verið sleppt. Akstur undir áhrifum fíkniefna tengist málinu og er það til rannsóknar. 18.6.2007 15:55 Enn engin vitni Enn hafa engar ábendingar borist lögreglu vegna nauðgunartilraunar sem átti sér stað í Traðarkotssundi við Þjóðleikhúsið á laugardagsmorgun þann 9. júní. Engin vitni hafa gefið sig fram. Stúlkan sem ráðist var á komst undan með harðfylgi. 18.6.2007 15:45 Vitavörður verðlaunaður Vitaverðinum Óskari J. Sigurðssyni verða á morgun veitt virt verðlaun sem kallast Hetjur umhverfisins. Það er úthafs- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna sem stendur að verðlaununum sem afhent verða við hátíðlega athöfn í sendiráðsbústað Bandaríkjanna á Laufásvegi. 18.6.2007 15:45 Karl Ágúst Úlfsson er bæjarlistamaður Garðabæjar Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri, leikari og rithöfundur, er bæjarlistamaður Garðabæjar 2007. Gunnar Einarsson bæjarstjóri afhenti Karli Ágústi starfsstyrk listamanna árið 2007 við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júní. 18.6.2007 15:14 Engar ábendingar borist lögreglunni Engar ábendingar hafa borist kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aþjóðlega barnaklámhringsins sem greint var frá á Visi.is í morgun. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur heldur ekki fengið ábendingar. 18.6.2007 14:49 Ferðaþjónustan blómlegust á Íslandi Hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu er langhæst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þetta kom fram á norrænu ársþingi hótel- og veitingamanna, sem haldið var 14-17. júní síðastliðinn á Íslandi. Hlutfallið er 4.5% á Íslandi, 3.1% í Noregi, 2.8% í Svíþjóð og 2,4% í Finnlandi og Danmörku. 18.6.2007 14:32 Bjóða upp á námskeið í afstungum Á heimasíðu mótorhjólaklúbbsins HSL hefur verið sett upp auglýsing um námskeið þar sem nemendum er kennt að stinga lögregluna af. Í auglýsingunni kemur fram að vegna hækkandi hraðasekta og hertra viðurlaga við ofsaakstri hafi klúbburinn ákveðið að grípa til róttækra aðgerða. 18.6.2007 14:31 Hraðakstur er dýrt spaug Sektir vegna hraðaksturs hækkuðu verulega um síðustu mánaðamót. Til dæmis þarf ökumaður sem staðinn er að því að aka á 101 km/klst að greiða þrjátíu þúsund krónur í sekt. Nítján ökumenn voru kærðir vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. 18.6.2007 14:27 Norræni menningarsjóðurinn styrkir útgáfu finnskrar þjóðlagatónlistar Norræni menningasjóðurinn hefur ákveðið að styrkja bókarútgáfu á finnskri þjóðlagatónlist með 85.000 dönskum krónum. 18.6.2007 14:13 Færð á vegum Hítardalsvegur 539 verður lokaður við Melsá í dag og næstu daga vegna ræsagerðar. Fært er um vað á ánni á meðan á framkvæmdum stendur. Þá verður Vatnsfjarðarvegur, vegur númer 633, lokaður við Eyrarfjallsafleggjara í Ísafirði frá kl 14.00 í dag til kl. 20.00 á fimmtudag vegna framkvæmda. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á mörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Annars er góð færð um land allt. 18.6.2007 14:01 Verktakafyrirtæki sakar Eyþór Arnalds um að fara með rangt mál Fyrirtækið SR-Verktakar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Eyþórs Arnalds, bæjarfulltrúa í Árborg í Kastljósi síðastliðið föstudagskvöld. Þeir segja Eyþór hafa farið vísvitandi með rangt mál í þættinum þegar hann sagði verktakann rífa hús á Selfossi í heimildarleysi. 18.6.2007 13:38 Vegabætur draga úr slysum Tveir Íslendingar hafa látist í bílslysum á þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sjö látist í umferðarslysum. Lögregla telur að vegabætur hafi dregið úr slysum. 18.6.2007 13:14 Landhelgisgæslan æfði með lögreglusérsveitum Landhelgisgæslan æfði nýlega með sérsveit Ríkislögreglustjórans og Delta sveit norsku lögreglunnar. Þessi viðamikla æfing var haldin í Hvalfirði. 18.6.2007 13:12 Þjóðhátíðardeginum fagnað í kæfandi hita Íslendingar í Torrevieja á Spáni stormuðu í skrúðgöngu í kæfandi hita í gær og fögnuðu afmæli lýðveldisins. 18.6.2007 13:08 Stuðmenn á útitónleikum við Barnaspítalann á morgun Barnaspítali Hringsins fagnar 50 ára afmæli á morgun með því að bjóða að bjóða börnum í afmælisveislu frá kl. 12 til 15 á lóðinni við Barnaspítala Hringsins. Þar verður boðið upp á Stuðmanna-tónleika og önnur skemmtiatriði, pylsur, drykki og afmælistertu. Yngstu börnunum býðst að koma með veika bangsa og dúkkur til læknis. 18.6.2007 13:08 Ræða um framtíðaruppbyggingu Alcan hér á landi Tveir af æðstu yfirmönnum Alcan eru að koma til landsins til að ræða við ráðamenn um framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins hér á landi. Enn er til skoðunar að reisa nýtt álver fyrirtækisins í Þorlákshöfn. 18.6.2007 12:45 Búið að opna Sæbraut Lögregla er að ljúka störfum á vettvangi og Sæbraut/Reykjanesbraut hefur verið opnuð fyrir almenna umferð. 18.6.2007 12:37 Ræða veiðiráðgjöf Hafró við sjávarútvegsráðherra Forystumenn samtaka sjómanna gengu á fund Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra nú laust fyrir hádegi til þess að ræða veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem felur í sér uggvænlegan niðurskurð. Harðnandi gagnrýni er á kvótakerfið í röðum Sjálfstæðismanna. 18.6.2007 12:26 Vegabréfsáritanir til Íslands gefnar út í Bejing Deild til útgáfu vegabréfsáritana tók til starfa í sendiráði Íslands í Beijing 15. júní sl. Átján manna kínversk sendinefnd fékk fyrstu áritanirnar, en hún er á leið til Íslands vegna viðræðna um fríverslun landanna. Jóhann Jóhannsson veitir deildinni forstöðu í umboði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. 18.6.2007 12:19 Mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki Mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar fullhlaðinn steypubíll valt nærri gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í morgun. Loka þurfti hluta Sæbrautar vegna slyssins. 18.6.2007 12:13 Geir sýnilegastur Á tímabilinu 1. janúar - 24. maí síðastliðinn mældist Geir H. Haarde sýnilegastur í fréttum ljósvakamiðla en Geir hafði áður ekki mælst neitt sérstaklega virkur sem viðmælandi í fréttum. 18.6.2007 11:43 Lamaðist eftir fyllerí Héraðsdómur sýknaði fyrir helgi eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 22 og Reykjavíkurborg vegna slyss sem átti sér stað þegar ungur maður féll niður stiga á skemmtistaðnum 22 með þeim afleiðingum að hann lamaðist. 18.6.2007 11:22 Ölvaður ökumaður með barn í bílnum Ökumaður var stöðvaður fyrir meinta ölvun við akstur á Ísafirði. Sá var stöðvaður um fjögurleytið á föstudeginum og var þá að koma frá því að sækja barn sitt á leikskólann. Þá sluppu kona og tvö börn vel þegar bifreið valt út af veginum til Bíldudals 18.6.2007 11:00 Aukin krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst sífellt og því mikilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Þetta kom fram á alþjóðlegum vinnufundi Matís, sem fram fór á Sauðárkróki. Fjölmörg sóknarfæri eru til staðar í sjálfbærri þróun í sjávarútvegi en nauðsynlegt er að Íslendingar haldi vöku sinni svo þeir eigi þess kost að vera framarlega í umræðu um slík mál í alþjóðlegu tilliti. 18.6.2007 10:06 Sæbraut enn lokuð vegna umferðarslyss Sæbraut er enn lokuð til suðurs frá Kleppsmýrarvegi að Miklubraut vegna umferðarslyss, sem varð þegar steypubíll valt í morgun. Mun lokunin standa til hádegis. Umferð er beint annað. 18.6.2007 10:00 Brennandi bíll í Heiðmörk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í bifreið í Heiðmörk. Engan sakaði. 17.6.2007 20:18 Hátíðarhöld í blíðviðri Víðast hvar um landið viðraði vel til hátíðarhalda en í Reykjavík hafa hátíðarhöldin staðið yfir frá því í morgun og halda áfram fram undir miðnætti. Sautjándi júní heilsaði víðast hvar með blíðskaparveðri. Um það bil 20 þúsund manns lögðu leið sína í miðborg Reykjavíkur í tilefni dagsins. 17.6.2007 19:09 Sjá næstu 50 fréttir
Vestfirðingum verði komið til bjargar Össur Skarphéðinsson, ráðherra byggðamála, segir að Vestfirðingum verði komið til bjargar. Hörð orð gagna á víxl á milli áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum vegna gagnrýni á kvótakerfið. 19.6.2007 12:30
50 milljarða eignir Eignir Samvinnutrygginga, aðallega í verðbréfum, nema ríflega fimmtíu milljörðum króna. Helsta eignin er hlutur í Exista uppá 20 milljarða. 19.6.2007 12:20
Stór hluti launamuns kynjanna innbyggður í hugarfar Konur reikna með að konur sætti sig við lægri laun en karlar og konur bjóða körlum hærri laun en konum. Þetta er meðal þess sem viðamikil rannsókn á launamun kynjanna leiðir í ljós. 19.6.2007 12:18
Kanna hvort Keilisnes standi til boða undir álver Ráðamenn Alcan í Straumsvík hafa fundað með sveitarfélaginu Vogum um hvort Keilisnes standi enn til boða undir álver. Bæjarstjórn hefur í framhaldinu boðað til borgarafundar í Vogum annað kvöld til að heyra sjónarmið íbúanna til málsins. 19.6.2007 12:13
Rannsakar haglabyssuárás sem tilraun til manndráps Lögregla rannsakar mál karlmanns, sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal fyrir tíu dögum, sem tilraun til manndráps. Við slíkum brotum liggur allt að 16 ára fangelsi. Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 3. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 19.6.2007 12:03
Varað við hruni í íshellinum í Kverkfjöllum Viðvörunarskilti hefur verið sett upp við íshellinn í Kverkfjöllum eftir að fregnir bárust af hruni úr honum. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að skemmst sé að minnast þess þegar erlendur ferðamaður lést í íshellinum við Hrafntinnusker fyrir um ári síðan þegar hann varð undir hruni úr hellinum. 19.6.2007 11:09
Búist við samdrætti í landsframleiðslu í ár Búist er við því að landsframleiðslan dragist saman um 0,1 prósent í ár þrátt fyrir stóraukinn útflutning áls í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. Stóriðjuframkvæmdir og kvótaúthlutun fyrir næsta ár eru meðal þess sem veldur óvissu í spánni. 19.6.2007 10:46
Hátt í hundrað manns yfir hraðamörkum Lögreglan á Selfossi kærði 93 ökmenn fyrir að aka of hratt í umdæminu, í vikunni sem leið. Einn ökumaður var grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og annar var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. 19.6.2007 10:17
Egill og 365 ná sáttum Egill Helgason og 365 hafa komist að samkomulagi um starfslok Egils hjá félaginu. Eins og kunnugt er stjórnaði Egill umræðuþættinum Silfri Egils á Stöð 2 en ákvað að söðla um og ráða sig til Ríkisútvarpsins. 19.6.2007 10:14
Þvaglekar kvenna Þvagleki er ekki uppáhalds umræðuefni fólks en hann hrjáir marga, sérstaklega konur, og er skilgreindur þannig: Ástand þar sem ósjálfráður og sannanlegur leki á þvagi orsakar bæði félagsleg og hreinlætisleg vandamál fyrir viðkomandi einstakling. 18.6.2007 20:14
Sömdu við einkaaðila vegna biðraða Langar biðraðir við leiktæki í Hljómskálagarðinum urðu til þess að borgin ákvað að semja við einkaaðila um að starfrækja leiktæki í Lækjargötu. 18.6.2007 19:28
Einkatímar hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni Ökuníðingum er boðið uppá námskeið, til að læra að komast undan laganna vörðum, á vefsíðunni HLS.is. Þar kemur fram að tilefnið sé hærri sektir og hert viðurlög við hraðakstri vélhjóla. Boðið er upp á hópnámskeið sem og einkatíma hjá reyndum hryðjuverkamönnum í umferðinni. 18.6.2007 19:16
Ráðið ræður áfram öllu Tuttugu og fjögurra manna framkvæmdaráð, sem endurnýjar sig sjálft, mun í reynd stjórna áfram tugmilljarða eignum Samvinnutrygginga, að mati Péturs Blöndal, formanns efnahags- og skattanefndar Alþingis. Hann telur einnig að það geti stangast á við stjórnarskrá að tryggingatakar missi eignarrétt sinn í þessum digru sjóðum við andlát. 18.6.2007 19:03
Virkjanagróði gerir Ásahrepp að einu ríkasta sveitarfélagi landsins Þrjár virkjanir á hálendinu gera fámennan sveitahrepp í Rangárvallasýslu að einu ríkasta sveitarfélagi landsins. Skattprósentan þar er sú lægsta á landinu og hreppurinn býður íbúum sínum auk þess upp á margskyns hlunnindi. Við virkjun Urriðafoss verður þessi hreppur enn ríkari. 18.6.2007 18:55
Bílslysum fækkar hlutfallslega í Reykjavík Umferðaróhöppum og umferðarslysum hefur fækkað um 45 prósent í höfuðborginni frá árinu 2000 ef hliðsjón er höfð af fjölgun ökutækja. Tveir hafa látist í umferðinni í ár en á sama tíma í fyrra höfðu 7 látist í umferðarslysum. 18.6.2007 18:39
Dæmdur fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi í dag Stefán Hjaltested Ófeigsson í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann þröngvaði konu með ofbeldi til samræðis og annarra kynferðismaka. 18.6.2007 17:47
Dæmdur fyrir tilraun til manndráps Hæstiréttur dæmdi í dag Arnar Val Valsson í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Arnar stakk mann með hnífi í bakið, þann 14. maí 2006 með þeim afleiðingum að hann hlaut lífshættulegan áverka. 18.6.2007 16:50
Ungur piltur dæmdur fyrir kynferðisbrot Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag ungan pilt í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þriggja ára frænda sínum. Pilturinn var ákærður fyrir brot gegn þremur ungum frændum sínum. Hann var ósakhæfur í tveimur tilvikanna. 18.6.2007 16:35
Handteknir vegna framleiðslu á fíkniefnum Lögreglan á Hvolsvelli handtók tvo menn vegna framleiðslu á 52 kanabisplöntum í sveitinni í nágrenni Hellu í síðustu viku. Leit var gerð samkvæmt úrskurði og fundust þá þessar plöntur. Annar mannanna hefur viðurkennt framleiðsluna og hefur mönnunum verið sleppt. Akstur undir áhrifum fíkniefna tengist málinu og er það til rannsóknar. 18.6.2007 15:55
Enn engin vitni Enn hafa engar ábendingar borist lögreglu vegna nauðgunartilraunar sem átti sér stað í Traðarkotssundi við Þjóðleikhúsið á laugardagsmorgun þann 9. júní. Engin vitni hafa gefið sig fram. Stúlkan sem ráðist var á komst undan með harðfylgi. 18.6.2007 15:45
Vitavörður verðlaunaður Vitaverðinum Óskari J. Sigurðssyni verða á morgun veitt virt verðlaun sem kallast Hetjur umhverfisins. Það er úthafs- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna sem stendur að verðlaununum sem afhent verða við hátíðlega athöfn í sendiráðsbústað Bandaríkjanna á Laufásvegi. 18.6.2007 15:45
Karl Ágúst Úlfsson er bæjarlistamaður Garðabæjar Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri, leikari og rithöfundur, er bæjarlistamaður Garðabæjar 2007. Gunnar Einarsson bæjarstjóri afhenti Karli Ágústi starfsstyrk listamanna árið 2007 við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júní. 18.6.2007 15:14
Engar ábendingar borist lögreglunni Engar ábendingar hafa borist kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aþjóðlega barnaklámhringsins sem greint var frá á Visi.is í morgun. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur heldur ekki fengið ábendingar. 18.6.2007 14:49
Ferðaþjónustan blómlegust á Íslandi Hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu er langhæst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Þetta kom fram á norrænu ársþingi hótel- og veitingamanna, sem haldið var 14-17. júní síðastliðinn á Íslandi. Hlutfallið er 4.5% á Íslandi, 3.1% í Noregi, 2.8% í Svíþjóð og 2,4% í Finnlandi og Danmörku. 18.6.2007 14:32
Bjóða upp á námskeið í afstungum Á heimasíðu mótorhjólaklúbbsins HSL hefur verið sett upp auglýsing um námskeið þar sem nemendum er kennt að stinga lögregluna af. Í auglýsingunni kemur fram að vegna hækkandi hraðasekta og hertra viðurlaga við ofsaakstri hafi klúbburinn ákveðið að grípa til róttækra aðgerða. 18.6.2007 14:31
Hraðakstur er dýrt spaug Sektir vegna hraðaksturs hækkuðu verulega um síðustu mánaðamót. Til dæmis þarf ökumaður sem staðinn er að því að aka á 101 km/klst að greiða þrjátíu þúsund krónur í sekt. Nítján ökumenn voru kærðir vegna hraðaksturs í umdæmi lögreglunnar á Akranesi í síðustu viku. 18.6.2007 14:27
Norræni menningarsjóðurinn styrkir útgáfu finnskrar þjóðlagatónlistar Norræni menningasjóðurinn hefur ákveðið að styrkja bókarútgáfu á finnskri þjóðlagatónlist með 85.000 dönskum krónum. 18.6.2007 14:13
Færð á vegum Hítardalsvegur 539 verður lokaður við Melsá í dag og næstu daga vegna ræsagerðar. Fært er um vað á ánni á meðan á framkvæmdum stendur. Þá verður Vatnsfjarðarvegur, vegur númer 633, lokaður við Eyrarfjallsafleggjara í Ísafirði frá kl 14.00 í dag til kl. 20.00 á fimmtudag vegna framkvæmda. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á mörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Annars er góð færð um land allt. 18.6.2007 14:01
Verktakafyrirtæki sakar Eyþór Arnalds um að fara með rangt mál Fyrirtækið SR-Verktakar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Eyþórs Arnalds, bæjarfulltrúa í Árborg í Kastljósi síðastliðið föstudagskvöld. Þeir segja Eyþór hafa farið vísvitandi með rangt mál í þættinum þegar hann sagði verktakann rífa hús á Selfossi í heimildarleysi. 18.6.2007 13:38
Vegabætur draga úr slysum Tveir Íslendingar hafa látist í bílslysum á þessu ári. Á sama tíma í fyrra höfðu sjö látist í umferðarslysum. Lögregla telur að vegabætur hafi dregið úr slysum. 18.6.2007 13:14
Landhelgisgæslan æfði með lögreglusérsveitum Landhelgisgæslan æfði nýlega með sérsveit Ríkislögreglustjórans og Delta sveit norsku lögreglunnar. Þessi viðamikla æfing var haldin í Hvalfirði. 18.6.2007 13:12
Þjóðhátíðardeginum fagnað í kæfandi hita Íslendingar í Torrevieja á Spáni stormuðu í skrúðgöngu í kæfandi hita í gær og fögnuðu afmæli lýðveldisins. 18.6.2007 13:08
Stuðmenn á útitónleikum við Barnaspítalann á morgun Barnaspítali Hringsins fagnar 50 ára afmæli á morgun með því að bjóða að bjóða börnum í afmælisveislu frá kl. 12 til 15 á lóðinni við Barnaspítala Hringsins. Þar verður boðið upp á Stuðmanna-tónleika og önnur skemmtiatriði, pylsur, drykki og afmælistertu. Yngstu börnunum býðst að koma með veika bangsa og dúkkur til læknis. 18.6.2007 13:08
Ræða um framtíðaruppbyggingu Alcan hér á landi Tveir af æðstu yfirmönnum Alcan eru að koma til landsins til að ræða við ráðamenn um framtíðaruppbyggingu fyrirtækisins hér á landi. Enn er til skoðunar að reisa nýtt álver fyrirtækisins í Þorlákshöfn. 18.6.2007 12:45
Búið að opna Sæbraut Lögregla er að ljúka störfum á vettvangi og Sæbraut/Reykjanesbraut hefur verið opnuð fyrir almenna umferð. 18.6.2007 12:37
Ræða veiðiráðgjöf Hafró við sjávarútvegsráðherra Forystumenn samtaka sjómanna gengu á fund Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra nú laust fyrir hádegi til þess að ræða veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar sem felur í sér uggvænlegan niðurskurð. Harðnandi gagnrýni er á kvótakerfið í röðum Sjálfstæðismanna. 18.6.2007 12:26
Vegabréfsáritanir til Íslands gefnar út í Bejing Deild til útgáfu vegabréfsáritana tók til starfa í sendiráði Íslands í Beijing 15. júní sl. Átján manna kínversk sendinefnd fékk fyrstu áritanirnar, en hún er á leið til Íslands vegna viðræðna um fríverslun landanna. Jóhann Jóhannsson veitir deildinni forstöðu í umboði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. 18.6.2007 12:19
Mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki Mildi þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki þegar fullhlaðinn steypubíll valt nærri gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í morgun. Loka þurfti hluta Sæbrautar vegna slyssins. 18.6.2007 12:13
Geir sýnilegastur Á tímabilinu 1. janúar - 24. maí síðastliðinn mældist Geir H. Haarde sýnilegastur í fréttum ljósvakamiðla en Geir hafði áður ekki mælst neitt sérstaklega virkur sem viðmælandi í fréttum. 18.6.2007 11:43
Lamaðist eftir fyllerí Héraðsdómur sýknaði fyrir helgi eigendur húsnæðisins að Laugarvegi 22 og Reykjavíkurborg vegna slyss sem átti sér stað þegar ungur maður féll niður stiga á skemmtistaðnum 22 með þeim afleiðingum að hann lamaðist. 18.6.2007 11:22
Ölvaður ökumaður með barn í bílnum Ökumaður var stöðvaður fyrir meinta ölvun við akstur á Ísafirði. Sá var stöðvaður um fjögurleytið á föstudeginum og var þá að koma frá því að sækja barn sitt á leikskólann. Þá sluppu kona og tvö börn vel þegar bifreið valt út af veginum til Bíldudals 18.6.2007 11:00
Aukin krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi Krafa um sjálfbærni í sjávarútvegi eykst sífellt og því mikilvægt að íslensk fyrirtæki taki virkan þátt í þróun á því sviði. Þetta kom fram á alþjóðlegum vinnufundi Matís, sem fram fór á Sauðárkróki. Fjölmörg sóknarfæri eru til staðar í sjálfbærri þróun í sjávarútvegi en nauðsynlegt er að Íslendingar haldi vöku sinni svo þeir eigi þess kost að vera framarlega í umræðu um slík mál í alþjóðlegu tilliti. 18.6.2007 10:06
Sæbraut enn lokuð vegna umferðarslyss Sæbraut er enn lokuð til suðurs frá Kleppsmýrarvegi að Miklubraut vegna umferðarslyss, sem varð þegar steypubíll valt í morgun. Mun lokunin standa til hádegis. Umferð er beint annað. 18.6.2007 10:00
Brennandi bíll í Heiðmörk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í bifreið í Heiðmörk. Engan sakaði. 17.6.2007 20:18
Hátíðarhöld í blíðviðri Víðast hvar um landið viðraði vel til hátíðarhalda en í Reykjavík hafa hátíðarhöldin staðið yfir frá því í morgun og halda áfram fram undir miðnætti. Sautjándi júní heilsaði víðast hvar með blíðskaparveðri. Um það bil 20 þúsund manns lögðu leið sína í miðborg Reykjavíkur í tilefni dagsins. 17.6.2007 19:09