Innlent

Bjóða upp á námskeið í afstungum

MYND/PB

Á heimasíðu mótorhjólaklúbbsins HSL hefur verið sett upp auglýsing um námskeið þar sem nemendum er kennt að stinga lögregluna af. Í auglýsingunni kemur fram að vegna hækkandi hraðasekta og hertra viðurlaga við ofsaakstri hafi klúbburinn ákveðið að grípa til róttækra aðgerða.

„Vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að halda námskeið í því hvernig haga skal akstri undan laganna vörðum," segir í auglýsingunni. Námskeiðið verður haldið um næstu helgi og um er að ræða hópnámskeið þar sem þáttökugjald er þúsund krónur en einnig verður hægt að taka einkatíma hjá reyndum „hryðjuverkamönnum" í umferðinni, að því er segir í auglýsingunni.

Hér má sjá auglýsinguna í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×