Innlent

Stuðmenn á útitónleikum við Barnaspítalann á morgun

Þriðjudaginn 19. júní verður Barnaspítali Hringsins 50 ára. Því hefur Barnaspítalinn ákveðið að bjóða börnum í afmælið sitt. Afmælisveislan stendur frá kl. 12.00-15.00 á sjálfan afmælisdaginn á lóðinni við Barnaspítala Hringsins. Ýmsir gestir koma á afmælishátíð Barnaspítalans. Skoppa og Skrítla koma í heimsókn ásamt Lalla töframanni. Grillmeistarinn býður upp á pylsur og drykki og Hringskonur gefa afmælisköku. Þá verður Hringur bangsi á svæðinu og leiktæki, einnig verður andlitsmálun á staðnum. Stuðmenn sjá um tónlistina og Felix Bergsson verður kynnir. Bangsaspítalinn verður einnig starfræktur á Barnaspítalanum þennan dag. Á Bangsaspítalann, sem rekinn er af læknanemum, geta börn á aldrinum 3-5 ára komið með veika bangsa eða dúkkur til læknis. Barnaspítali Hringsins vonast til að mörg börn á Íslandi geti komið í afmælisboðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×