Fleiri fréttir Digital Ísland í orlofshúsabyggðum Borgarfjarðar Útsendingar Digital Íslands í helstu orlofshúsabyggðum Borgarfjarðar eru hafnar og því nást nú á svæðinu útsendingar Stöðvar 2, Sýnar, Sýnar Extra 1, Stöðvar 2 bíó, Sirkuss, Ríkissjónvarpsins og Skjás eins. Útsendingarnar koma í stað annara útsendinga á svæðinu. 15.6.2007 16:56 Verktaki kom rútu til aðstoðar Betur fór en á horfðist þegar rúta með 34 innanborðs fór út af veginum rétt austan við Öndverðarnes á Snæfellsnesi á fjórða tímanum í dag. 15.6.2007 16:45 Neytendasamtökin ósátt við innflutningsbann á kjöti og ostum Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á matvælum og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Þau segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. 15.6.2007 16:34 Umferðarráð hvetur til aðgæslu í umferðinni Umferðarráð hefur sent frá sér ályktun vegna sumarferða á þjóðvegum landsins. Í henni segir að Sumarið sé tími skemmtiferða en því miður einnig margra alvarlegra slysa á þjóðvegum landsins. Umferðarráð minnir ökumenn á mikilvægi þess að aka varlega og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni. 15.6.2007 16:31 Fækkar í rjúpnastofninum um fjórðung milli ára Fækkað hefur í rúpnastofninum um að meðaltali 27 prósent frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Ísland. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en rjúpnaveiðar voru heimilaðar bæði árið 2005 og 2006 með takmörkunum eftir tveggja ára veiðibann. 15.6.2007 16:19 Nýr dráttarbátur í Fjarðarbyggð Nýr dráttarbátur verður tekinn í notkun í Fjarðarbyggð þann 17. júní n.k. Athöfn fer fram við Reyðarfjarðarhöfn kl. 11 og verður bátnum gefið nafn og hann blessaður. Athöfnin er fyrsti liðurinn í þjóðhátíðardagskrá Fjarðarbyggðar. 15.6.2007 16:07 Óttast að rúta með á fimmta tug ferðamanna ylti Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um stund nú á fjórða tímanum vegna tilkynningar um rútu með á fimmta tug manna sem vó salt á vegarkanti á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi. 15.6.2007 15:48 Vinstrimenn á Norðurlöndum álykta um Vestur-Sahara Vinstriflokkar á Norðurlöndum sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á ríkisstjórnir Norðurlanda að viðurkenna sjálfstæði Vestur-Sahara. 15.6.2007 15:40 Mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17 prósent fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Frá árinu 2003 hefur erlendum ferðamönnum á þessu tímabili fjölgað um rúmlega 43 prósent. 15.6.2007 15:21 Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum af tillögum Hafró Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir í ályktun frá 14. júní áhyggjum vegna tillagna Hafrannsóknarstofnunar (Hafró) fyrir fiskveiðiárið 2007-2007. Að mati bæjarstjórnarinnar lýsa þessar tillögur þeirri staðreynd að mikið vantar upp á vísindalega þekkingu og rannsóknir á þorskstofninum hér á landi. 15.6.2007 15:10 Margrét María nýr umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí. 15.6.2007 15:04 Finnur og Þórólfur á aðalfund Samvinnutrygginga Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group og fyrrverandi iðnaðarráðherra, og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, voru meðal þeirra sem mættu á aðalfund hjá Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í húsakynnum Mjólkursamsölunnar klukkan tvö. 15.6.2007 14:34 Landvirkjun og Flóamenn ræða áfram saman Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps og Landsvirkjunar hyggjast halda áfram viðræðum um Urriðafossvirkjun en þeir hittust á fundi í morgun til þess að ræða þá ákvörðun sveitarstjórnarinnar að taka virkjunina út úr drögum að aðalskipulagi. 15.6.2007 14:17 Sló samfanga sinn í höfuðið með þungum súpudunki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga á Litla-Hrauni í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá annan fanga með súpudunki. 15.6.2007 13:36 Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og að aka sviptur ökurétti. Ákæra á hendur manninum var stór í sniðum enda um mörg brot að ræða sem maðurinn framdi í fyrrasumar. 15.6.2007 13:18 Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Hitaveita Suðurnesja undirrita samning Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) hefur undirritað samning við Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) um kaup á raforku og heitu vatni. Við sama tækifæri var undirritaður þjónustu- og samstarfssamningur á milli fyrirtækjanna. 15.6.2007 13:14 Útlit fyrir rólegheitaveður á 17. júní Vel horfir með veður á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní sem er á sunnudaginn. Rólegaheitaveður og þurrt er í kortunum. 15.6.2007 13:00 Blikur á lofti í kjaramálum framhaldsskólakennara Stjórn og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara hafa sent frá sér ályktun um kjaraþróun félagsmanna KÍ í framhaldsskólum. Þeir segja blikur vera á lofti í kjaramálum sínum enda hafi launaþróun framhaldsskólakennara ekki fylgt eftir launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa. Samningsaðilar standi því frammi fyrir verulegu átaki. 15.6.2007 12:28 Ekki hægt að neyða þjónustu á fólk Öldruðu hjónunum sem flutt voru á Landspítala eftir að nágrannar höfðu fundið megna ólykt frá íbúð þeirra heilsast vel. Verið er að hreinsa íbúð þeirra svo þau geti snúið aftur til síns heima. Konan var með sár á fæti sem var alsett lirfum. Ekki hægt að neyða fólk til að þiggja þjónustu frá velferðarsviði segir Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri. 15.6.2007 12:15 Reynir á upptöku farartækja í fyrsta sinn Sýslumaðurinn á Selfossi hefur lagt hald á bæði mótorhjólin, sem komu við sögu umferðarslyss á Breiðholtsbraut í vikunni, og ætlar að krefjast þess fyrir dómi að þau verði gerð upptæk til ríkissjóðs. Það yrði fyrsta mál sinnar tegundar eftir að ný lög heimiluðu slíkt. 15.6.2007 12:05 Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram á morgun Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14. í Laugardalshöll. 1056 kandidatar munu taka við skírteinum úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors. 395 útskrifast með meistaragráðu eða diplómanám á meistarastigi og 695 með BS eða BA gráðu. Níu kandidatar útskrifast með fleiri en eina prófgráðu. 15.6.2007 12:01 Milljón á mann hjá Samvinnutryggingum Yfir þrjátíu þúsund fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum eiga í sameiningu yfir 30 miljarða króna í sjóðum félagsins án þess að hafa hugmynd um það. Þeir geta nú brátt innleyst þessa eign. 15.6.2007 12:00 Ofursportbíll í óhappi Ofursportbíllinn Ford GT sem er í eigu Brimborgar varð fyrir umtalsverðu tjóni í gær þegar sölustjóri Brimborgar á Akureyri missti stjórn á bílnum. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar segir að óljóst sé hve mikið tjónið sé en útsöluverð bílsins er 30 milljónir. Ökumanninum var boðin áfallahjálp. 15.6.2007 11:42 Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf í heimahúsi á Selfossi í nóvember í fyrra. 15.6.2007 10:58 Ólafur Þór Gunnarsson mótmælir ásökunum Gunnars Birgissonar Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG í Kópavogi hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar viðtals við Gunnar I. Birgisson bæjarstóra í Kópavogi í Kastljósinu í gær. Þar hélt Gunnar því fram að fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga væri runnin undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna og að bæjarfulltrúar hefðu farið með róg um hann í fjölmiðla. 15.6.2007 10:32 Aldraðir Reykvíkingar fá öryggissíma Hundrað einstaklingar munu fá virk símtæki með þráðlausum neyðarhnappi sett upp heima hjá sér í haust. Um er að ræða tilraunaverkefni. Með öryggissímanum geta notendur náð sambandi við vaktmiðstöð með einu handtaki. 15.6.2007 09:57 Varnamálaráðherrar funda um framtíð Afganistan Varnarmálaráðherrar NATO ríkjanna funda þessa dagana um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Evrópu og framtíð varnarmála í Afganistan. 14.6.2007 23:31 Biskupinn á ferð um Rangárvallarprófastsdæmi Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur vikulanga vísitasíu í Rangarvallaprófastsdæmi föstudaginn 15. júní. Á þeim tíma sækir hann heim Oddaprestakall, Breiðabólsstaðarprestakall og Fellsmúlaprestakall. Vísitasíu í Holtsprestakall var frestað vegna veikinda sóknarprests. 14.6.2007 22:31 Karlmaður hneig niður á fótboltaleik Karlmaður hneig niður á leik Keflavíkur og Fram sem fram fór í Keflavík í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru það sjúkraflutningamenn á frívakt sem veittu fyrstu skyndihjálp og var maðurinn með meðvitund þegar sjúkrabíll og lögregla komu á staðinn. 14.6.2007 22:15 Íslensk erfðagreining nær sátt í dómsmáli Íslensk erfðagreining hefur náð sátt í dómsmáli sem var höfðað gegn bandaríska sjúkrahúsinu Children’s Hospital of Philadelphia (CHOP) og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar sem hófu þar störf. Með dómsáttinni hafa allir aðilar dregið kröfur sínar til baka og fellt málið niður. 14.6.2007 21:21 Dagskrá 17 júní í Reykjavík Þjóðhátíðardagur Íslendinga er næstkomandi sunnudag og verða hátíðarhöld víða um borgina eins og venja stendur til. Reykjavíkurborg hefur nú birt skemmtidagskrá fyrir þjóðhátíðardaginn. 14.6.2007 21:09 Tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán Ungur karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í verslun. Ránið var framið að kvöldi laugardagsins 15. júlí árið 2006 í Krónunni, Bjarkarholti í Mosfellsbæ. Maðurinn huldi andlit sitt, ógnaði afgreiðslustúlkunni með 24 cm löngum fjaðurhníf og skipaði henni að afhenda sér peninga úr sjóðsvél verslunarinnar. 14.6.2007 20:43 Herraklippingum fjölgar Þær eru kallaðar herraklippingar, ófrjósemisaðgerðirnar sem karlar fara í, en töluverð aukning hefur verið í þeim enda endanleg og afar örugg getnaðarvörn. 14.6.2007 20:31 Lyftukláfur upp í Eyrarfjall Ferðamenn geta farið með lyftukláfi upp á Eyrarfjall, ofan við Ísafjörð, áður en langt um líður. Þeir sem eru að vinna í málinu benda á að á Vestfjörðum þurfi menn að nýta öllu atvinnutækifæri sem bjóðast. Þeir segja að ef allir útgerðarkallar vestra láta tvö þorskígildistonn í fyrirtækið, dugi það til. 14.6.2007 20:10 Óléttur fíkill á götunni Eva Rut er tuttugu og fjögurra ára gömul, hún er ólétt og hefur verið í fíkniefnum frá þrettán ára aldri. Hún neytti fíkniefna fram á tuttugustu viku meðgöngunnar, þegar hún komst að því að hún væri þunguð. 14.6.2007 20:07 Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. 14.6.2007 19:18 Meira fjármagn þarf til rannsókna efnahagsbrota Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi. 14.6.2007 19:07 Skipið sem fann Titanic rannsakar eldvirkni við Ísland Skipið sem fann Titanic á hafsbotni fyrir 22 árum mun næstu þrjátíu daga rannsaka eldvirkni á Reykjaneshrygg í samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Hawaii. Rannsóknin er talin geta svarað spurningum um uppruna Íslands. 14.6.2007 19:05 Sárið morandi í lirfum Öldruð kona sem legið hefur rúmföst árum saman var flutt ásamt eiginmanni sínum á spítala fyrir þremur dögum eftir að nágrannar höfðu fundið megna ólykt frá íbúð þeirra. Aðkoman var skelfileg en þau gatu enga björg sér veitt. Konan var með sár á fæti sem var alsett lirfum. 14.6.2007 18:58 Ellilífeyrir gæti hækkað verulega hjá mörgum Lagabreytingin, sem tekur gildi um næstu mánaðamót, og afnemur tekjuskerðingu ellilífeyris hjá sjötugum og eldri, gæti þýtt allt að 126 þúsund króna viðbótargreiðslu til einstaklinga á mánuði og 207 þúsund króna viðbótargreiðslu til hjóna. Fjármálaráðuneytið áætlar að lagabreytingin kosti ríkið allt að 700 milljónir króna á ári. 14.6.2007 18:57 Hver á tugmilljarða eignir Samvinnutrygginga? Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst. 14.6.2007 18:49 Flóahreppur hafnar Urriðafossvirkjun Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að taka Urriðafossvirkjun út úr drögum að aðalskipulagi. Landsvirkjunarmenn segja þetta koma mjög á óvart og hyggjast ræða betur við hreppinn. 14.6.2007 18:49 Skora á ráðherra að endurskoða lög um torfæruhjól Umferðarstofa og forráðamenn Forvarnarhússins skora á samgönguráðherra að endurskoða undanþágu frá umferðarlögum sem leyfa börnum niður í sex ára að keyra torfæruhjól sem ná allt að 100 kílómetra hraða. Um er að ræða undanþágu frá umferðarlögum sem tók gildi í byrjun júnímánaðar. Hún kveður á um að börn niður í sex ára aldur megi nota mótorhjólin til æfinga og keppni. 14.6.2007 18:47 Keyrði undir áhrifum fíkniefna karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í gærmorgun grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn hafði ekið sendibifreið sinni fram af vegkanti þar sem bifreiðin sat síðan föst. 14.6.2007 18:23 Ókeypis sprautunálar fyrir fíkla? Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi.is að skoða þurfi ítarlega þann kost að fíklar geti nálgast ókeypis sprautunálar. Hann segir það sérstaklega mikilvægt í ljósi aukinna lifrarbólgu C smita hér á landi. 14.6.2007 18:20 Sjá næstu 50 fréttir
Digital Ísland í orlofshúsabyggðum Borgarfjarðar Útsendingar Digital Íslands í helstu orlofshúsabyggðum Borgarfjarðar eru hafnar og því nást nú á svæðinu útsendingar Stöðvar 2, Sýnar, Sýnar Extra 1, Stöðvar 2 bíó, Sirkuss, Ríkissjónvarpsins og Skjás eins. Útsendingarnar koma í stað annara útsendinga á svæðinu. 15.6.2007 16:56
Verktaki kom rútu til aðstoðar Betur fór en á horfðist þegar rúta með 34 innanborðs fór út af veginum rétt austan við Öndverðarnes á Snæfellsnesi á fjórða tímanum í dag. 15.6.2007 16:45
Neytendasamtökin ósátt við innflutningsbann á kjöti og ostum Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á matvælum og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Þau segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. 15.6.2007 16:34
Umferðarráð hvetur til aðgæslu í umferðinni Umferðarráð hefur sent frá sér ályktun vegna sumarferða á þjóðvegum landsins. Í henni segir að Sumarið sé tími skemmtiferða en því miður einnig margra alvarlegra slysa á þjóðvegum landsins. Umferðarráð minnir ökumenn á mikilvægi þess að aka varlega og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni. 15.6.2007 16:31
Fækkar í rjúpnastofninum um fjórðung milli ára Fækkað hefur í rúpnastofninum um að meðaltali 27 prósent frá síðasta ári samkvæmt niðurstöðum rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Ísland. Þetta er annað árið í röð sem rjúpum fækkar en rjúpnaveiðar voru heimilaðar bæði árið 2005 og 2006 með takmörkunum eftir tveggja ára veiðibann. 15.6.2007 16:19
Nýr dráttarbátur í Fjarðarbyggð Nýr dráttarbátur verður tekinn í notkun í Fjarðarbyggð þann 17. júní n.k. Athöfn fer fram við Reyðarfjarðarhöfn kl. 11 og verður bátnum gefið nafn og hann blessaður. Athöfnin er fyrsti liðurinn í þjóðhátíðardagskrá Fjarðarbyggðar. 15.6.2007 16:07
Óttast að rúta með á fimmta tug ferðamanna ylti Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um stund nú á fjórða tímanum vegna tilkynningar um rútu með á fimmta tug manna sem vó salt á vegarkanti á Öndverðarnesi á Snæfellsnesi. 15.6.2007 15:48
Vinstrimenn á Norðurlöndum álykta um Vestur-Sahara Vinstriflokkar á Norðurlöndum sendu í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á ríkisstjórnir Norðurlanda að viðurkenna sjálfstæði Vestur-Sahara. 15.6.2007 15:40
Mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17 prósent fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Frá árinu 2003 hefur erlendum ferðamönnum á þessu tímabili fjölgað um rúmlega 43 prósent. 15.6.2007 15:21
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir yfir áhyggjum af tillögum Hafró Bæjarstjórn Snæfellsbæjar lýsir í ályktun frá 14. júní áhyggjum vegna tillagna Hafrannsóknarstofnunar (Hafró) fyrir fiskveiðiárið 2007-2007. Að mati bæjarstjórnarinnar lýsa þessar tillögur þeirri staðreynd að mikið vantar upp á vísindalega þekkingu og rannsóknir á þorskstofninum hér á landi. 15.6.2007 15:10
Margrét María nýr umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Margréti Maríu Sigurðardóttur lögfræðing í embætti umboðsmanns barna til næstu fimm ára frá 1. júlí. 15.6.2007 15:04
Finnur og Þórólfur á aðalfund Samvinnutrygginga Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group og fyrrverandi iðnaðarráðherra, og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, voru meðal þeirra sem mættu á aðalfund hjá Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í húsakynnum Mjólkursamsölunnar klukkan tvö. 15.6.2007 14:34
Landvirkjun og Flóamenn ræða áfram saman Fulltrúar sveitarstjórnar Flóahrepps og Landsvirkjunar hyggjast halda áfram viðræðum um Urriðafossvirkjun en þeir hittust á fundi í morgun til þess að ræða þá ákvörðun sveitarstjórnarinnar að taka virkjunina út úr drögum að aðalskipulagi. 15.6.2007 14:17
Sló samfanga sinn í höfuðið með þungum súpudunki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga á Litla-Hrauni í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá annan fanga með súpudunki. 15.6.2007 13:36
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fjársvik og að aka sviptur ökurétti. Ákæra á hendur manninum var stór í sniðum enda um mörg brot að ræða sem maðurinn framdi í fyrrasumar. 15.6.2007 13:18
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Hitaveita Suðurnesja undirrita samning Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) hefur undirritað samning við Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS) um kaup á raforku og heitu vatni. Við sama tækifæri var undirritaður þjónustu- og samstarfssamningur á milli fyrirtækjanna. 15.6.2007 13:14
Útlit fyrir rólegheitaveður á 17. júní Vel horfir með veður á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní sem er á sunnudaginn. Rólegaheitaveður og þurrt er í kortunum. 15.6.2007 13:00
Blikur á lofti í kjaramálum framhaldsskólakennara Stjórn og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara hafa sent frá sér ályktun um kjaraþróun félagsmanna KÍ í framhaldsskólum. Þeir segja blikur vera á lofti í kjaramálum sínum enda hafi launaþróun framhaldsskólakennara ekki fylgt eftir launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa. Samningsaðilar standi því frammi fyrir verulegu átaki. 15.6.2007 12:28
Ekki hægt að neyða þjónustu á fólk Öldruðu hjónunum sem flutt voru á Landspítala eftir að nágrannar höfðu fundið megna ólykt frá íbúð þeirra heilsast vel. Verið er að hreinsa íbúð þeirra svo þau geti snúið aftur til síns heima. Konan var með sár á fæti sem var alsett lirfum. Ekki hægt að neyða fólk til að þiggja þjónustu frá velferðarsviði segir Ellý Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri. 15.6.2007 12:15
Reynir á upptöku farartækja í fyrsta sinn Sýslumaðurinn á Selfossi hefur lagt hald á bæði mótorhjólin, sem komu við sögu umferðarslyss á Breiðholtsbraut í vikunni, og ætlar að krefjast þess fyrir dómi að þau verði gerð upptæk til ríkissjóðs. Það yrði fyrsta mál sinnar tegundar eftir að ný lög heimiluðu slíkt. 15.6.2007 12:05
Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram á morgun Brautskráning frá Háskóla Íslands fer fram laugardaginn 16. júní kl. 14. í Laugardalshöll. 1056 kandidatar munu taka við skírteinum úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors. 395 útskrifast með meistaragráðu eða diplómanám á meistarastigi og 695 með BS eða BA gráðu. Níu kandidatar útskrifast með fleiri en eina prófgráðu. 15.6.2007 12:01
Milljón á mann hjá Samvinnutryggingum Yfir þrjátíu þúsund fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum eiga í sameiningu yfir 30 miljarða króna í sjóðum félagsins án þess að hafa hugmynd um það. Þeir geta nú brátt innleyst þessa eign. 15.6.2007 12:00
Ofursportbíll í óhappi Ofursportbíllinn Ford GT sem er í eigu Brimborgar varð fyrir umtalsverðu tjóni í gær þegar sölustjóri Brimborgar á Akureyri missti stjórn á bílnum. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar segir að óljóst sé hve mikið tjónið sé en útsöluverð bílsins er 30 milljónir. Ökumanninum var boðin áfallahjálp. 15.6.2007 11:42
Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf í heimahúsi á Selfossi í nóvember í fyrra. 15.6.2007 10:58
Ólafur Þór Gunnarsson mótmælir ásökunum Gunnars Birgissonar Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG í Kópavogi hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar viðtals við Gunnar I. Birgisson bæjarstóra í Kópavogi í Kastljósinu í gær. Þar hélt Gunnar því fram að fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga væri runnin undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna og að bæjarfulltrúar hefðu farið með róg um hann í fjölmiðla. 15.6.2007 10:32
Aldraðir Reykvíkingar fá öryggissíma Hundrað einstaklingar munu fá virk símtæki með þráðlausum neyðarhnappi sett upp heima hjá sér í haust. Um er að ræða tilraunaverkefni. Með öryggissímanum geta notendur náð sambandi við vaktmiðstöð með einu handtaki. 15.6.2007 09:57
Varnamálaráðherrar funda um framtíð Afganistan Varnarmálaráðherrar NATO ríkjanna funda þessa dagana um fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna í Evrópu og framtíð varnarmála í Afganistan. 14.6.2007 23:31
Biskupinn á ferð um Rangárvallarprófastsdæmi Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur vikulanga vísitasíu í Rangarvallaprófastsdæmi föstudaginn 15. júní. Á þeim tíma sækir hann heim Oddaprestakall, Breiðabólsstaðarprestakall og Fellsmúlaprestakall. Vísitasíu í Holtsprestakall var frestað vegna veikinda sóknarprests. 14.6.2007 22:31
Karlmaður hneig niður á fótboltaleik Karlmaður hneig niður á leik Keflavíkur og Fram sem fram fór í Keflavík í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru það sjúkraflutningamenn á frívakt sem veittu fyrstu skyndihjálp og var maðurinn með meðvitund þegar sjúkrabíll og lögregla komu á staðinn. 14.6.2007 22:15
Íslensk erfðagreining nær sátt í dómsmáli Íslensk erfðagreining hefur náð sátt í dómsmáli sem var höfðað gegn bandaríska sjúkrahúsinu Children’s Hospital of Philadelphia (CHOP) og nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar sem hófu þar störf. Með dómsáttinni hafa allir aðilar dregið kröfur sínar til baka og fellt málið niður. 14.6.2007 21:21
Dagskrá 17 júní í Reykjavík Þjóðhátíðardagur Íslendinga er næstkomandi sunnudag og verða hátíðarhöld víða um borgina eins og venja stendur til. Reykjavíkurborg hefur nú birt skemmtidagskrá fyrir þjóðhátíðardaginn. 14.6.2007 21:09
Tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán Ungur karlmaður var í Hæstarétti í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í verslun. Ránið var framið að kvöldi laugardagsins 15. júlí árið 2006 í Krónunni, Bjarkarholti í Mosfellsbæ. Maðurinn huldi andlit sitt, ógnaði afgreiðslustúlkunni með 24 cm löngum fjaðurhníf og skipaði henni að afhenda sér peninga úr sjóðsvél verslunarinnar. 14.6.2007 20:43
Herraklippingum fjölgar Þær eru kallaðar herraklippingar, ófrjósemisaðgerðirnar sem karlar fara í, en töluverð aukning hefur verið í þeim enda endanleg og afar örugg getnaðarvörn. 14.6.2007 20:31
Lyftukláfur upp í Eyrarfjall Ferðamenn geta farið með lyftukláfi upp á Eyrarfjall, ofan við Ísafjörð, áður en langt um líður. Þeir sem eru að vinna í málinu benda á að á Vestfjörðum þurfi menn að nýta öllu atvinnutækifæri sem bjóðast. Þeir segja að ef allir útgerðarkallar vestra láta tvö þorskígildistonn í fyrirtækið, dugi það til. 14.6.2007 20:10
Óléttur fíkill á götunni Eva Rut er tuttugu og fjögurra ára gömul, hún er ólétt og hefur verið í fíkniefnum frá þrettán ára aldri. Hún neytti fíkniefna fram á tuttugustu viku meðgöngunnar, þegar hún komst að því að hún væri þunguð. 14.6.2007 20:07
Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. 14.6.2007 19:18
Meira fjármagn þarf til rannsókna efnahagsbrota Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi. 14.6.2007 19:07
Skipið sem fann Titanic rannsakar eldvirkni við Ísland Skipið sem fann Titanic á hafsbotni fyrir 22 árum mun næstu þrjátíu daga rannsaka eldvirkni á Reykjaneshrygg í samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Hawaii. Rannsóknin er talin geta svarað spurningum um uppruna Íslands. 14.6.2007 19:05
Sárið morandi í lirfum Öldruð kona sem legið hefur rúmföst árum saman var flutt ásamt eiginmanni sínum á spítala fyrir þremur dögum eftir að nágrannar höfðu fundið megna ólykt frá íbúð þeirra. Aðkoman var skelfileg en þau gatu enga björg sér veitt. Konan var með sár á fæti sem var alsett lirfum. 14.6.2007 18:58
Ellilífeyrir gæti hækkað verulega hjá mörgum Lagabreytingin, sem tekur gildi um næstu mánaðamót, og afnemur tekjuskerðingu ellilífeyris hjá sjötugum og eldri, gæti þýtt allt að 126 þúsund króna viðbótargreiðslu til einstaklinga á mánuði og 207 þúsund króna viðbótargreiðslu til hjóna. Fjármálaráðuneytið áætlar að lagabreytingin kosti ríkið allt að 700 milljónir króna á ári. 14.6.2007 18:57
Hver á tugmilljarða eignir Samvinnutrygginga? Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst. 14.6.2007 18:49
Flóahreppur hafnar Urriðafossvirkjun Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að taka Urriðafossvirkjun út úr drögum að aðalskipulagi. Landsvirkjunarmenn segja þetta koma mjög á óvart og hyggjast ræða betur við hreppinn. 14.6.2007 18:49
Skora á ráðherra að endurskoða lög um torfæruhjól Umferðarstofa og forráðamenn Forvarnarhússins skora á samgönguráðherra að endurskoða undanþágu frá umferðarlögum sem leyfa börnum niður í sex ára að keyra torfæruhjól sem ná allt að 100 kílómetra hraða. Um er að ræða undanþágu frá umferðarlögum sem tók gildi í byrjun júnímánaðar. Hún kveður á um að börn niður í sex ára aldur megi nota mótorhjólin til æfinga og keppni. 14.6.2007 18:47
Keyrði undir áhrifum fíkniefna karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í gærmorgun grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn hafði ekið sendibifreið sinni fram af vegkanti þar sem bifreiðin sat síðan föst. 14.6.2007 18:23
Ókeypis sprautunálar fyrir fíkla? Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir í samtali við Vísi.is að skoða þurfi ítarlega þann kost að fíklar geti nálgast ókeypis sprautunálar. Hann segir það sérstaklega mikilvægt í ljósi aukinna lifrarbólgu C smita hér á landi. 14.6.2007 18:20