Neytendasamtökin ósátt við innflutningsbann á kjöti og ostum 15. júní 2007 16:34 MYND/Hilmar Bragi Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á hráu kjöti og ostum úr ógerilsneyddri mjólk og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Samtökin segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna í dag. „Þeir ferðalangar sem freistast til að taka með sér hráskinku, spægipylsu eða gómsæta osta þegar þeir snúa heim úr fríinu eiga það á hættu að vera gripnir glóðvolgir í tollinum," segir á heimasíðunni. „Það er bannað að flytja hrátt kjöt og osta úr ógerilsneyddri mjólk inn til landsins nema með tilskyldu leyfi. Raunar ber að taka fram að ekki er hægt að mæla með neyslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk vegna þess að of oft hafa þar fundist óæskilegar örverur." Samtökin benda hins vegar á að á mörgum ostum sem framleiddir séu úr gerilsneyddri mjólk komi það ekki sérstaklega fram á umbúðunum „og því eru þeir fjarlægðir af tollinum ef slíkir finnast." Þá segir Neytendasamtökunum sé ekki kunnugt um að nokkurt annað land í Evrópu hafi svo strangar reglur, „ekki einu sinni Noregur sem er þó líkt og Ísland fremst í flokki þegar kemur að verndartollum og höftum á innflutningi á landbúnaðarafurðum." Samtökin segja að rökin fyrir banninu, að matvælin auki hættu á búfjársjúkdómum, séu mjög langsótt og óska þau eftir gildum rökstuðningi frá landbúnaðarráðherra vegna þessa. „Það verður að teljast harla ólíklegt að íslensku búfé stafi hætta af því þótt fólk narti í erlenda hráskinku og osta heima hjá sér," segir í fréttinni. „Það er ekki ásættanlegt að íslenskir neytendur gerist lögbrjótar ef þeir taka með sér matvæli sem seld eru á evrópska efnahagssvæðinu og eru talin örugg þar. Íslenskir neytendur eiga betur skilið." Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á hráu kjöti og ostum úr ógerilsneyddri mjólk og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Samtökin segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna í dag. „Þeir ferðalangar sem freistast til að taka með sér hráskinku, spægipylsu eða gómsæta osta þegar þeir snúa heim úr fríinu eiga það á hættu að vera gripnir glóðvolgir í tollinum," segir á heimasíðunni. „Það er bannað að flytja hrátt kjöt og osta úr ógerilsneyddri mjólk inn til landsins nema með tilskyldu leyfi. Raunar ber að taka fram að ekki er hægt að mæla með neyslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk vegna þess að of oft hafa þar fundist óæskilegar örverur." Samtökin benda hins vegar á að á mörgum ostum sem framleiddir séu úr gerilsneyddri mjólk komi það ekki sérstaklega fram á umbúðunum „og því eru þeir fjarlægðir af tollinum ef slíkir finnast." Þá segir Neytendasamtökunum sé ekki kunnugt um að nokkurt annað land í Evrópu hafi svo strangar reglur, „ekki einu sinni Noregur sem er þó líkt og Ísland fremst í flokki þegar kemur að verndartollum og höftum á innflutningi á landbúnaðarafurðum." Samtökin segja að rökin fyrir banninu, að matvælin auki hættu á búfjársjúkdómum, séu mjög langsótt og óska þau eftir gildum rökstuðningi frá landbúnaðarráðherra vegna þessa. „Það verður að teljast harla ólíklegt að íslensku búfé stafi hætta af því þótt fólk narti í erlenda hráskinku og osta heima hjá sér," segir í fréttinni. „Það er ekki ásættanlegt að íslenskir neytendur gerist lögbrjótar ef þeir taka með sér matvæli sem seld eru á evrópska efnahagssvæðinu og eru talin örugg þar. Íslenskir neytendur eiga betur skilið."
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira