Neytendasamtökin ósátt við innflutningsbann á kjöti og ostum 15. júní 2007 16:34 MYND/Hilmar Bragi Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á hráu kjöti og ostum úr ógerilsneyddri mjólk og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Samtökin segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna í dag. „Þeir ferðalangar sem freistast til að taka með sér hráskinku, spægipylsu eða gómsæta osta þegar þeir snúa heim úr fríinu eiga það á hættu að vera gripnir glóðvolgir í tollinum," segir á heimasíðunni. „Það er bannað að flytja hrátt kjöt og osta úr ógerilsneyddri mjólk inn til landsins nema með tilskyldu leyfi. Raunar ber að taka fram að ekki er hægt að mæla með neyslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk vegna þess að of oft hafa þar fundist óæskilegar örverur." Samtökin benda hins vegar á að á mörgum ostum sem framleiddir séu úr gerilsneyddri mjólk komi það ekki sérstaklega fram á umbúðunum „og því eru þeir fjarlægðir af tollinum ef slíkir finnast." Þá segir Neytendasamtökunum sé ekki kunnugt um að nokkurt annað land í Evrópu hafi svo strangar reglur, „ekki einu sinni Noregur sem er þó líkt og Ísland fremst í flokki þegar kemur að verndartollum og höftum á innflutningi á landbúnaðarafurðum." Samtökin segja að rökin fyrir banninu, að matvælin auki hættu á búfjársjúkdómum, séu mjög langsótt og óska þau eftir gildum rökstuðningi frá landbúnaðarráðherra vegna þessa. „Það verður að teljast harla ólíklegt að íslensku búfé stafi hætta af því þótt fólk narti í erlenda hráskinku og osta heima hjá sér," segir í fréttinni. „Það er ekki ásættanlegt að íslenskir neytendur gerist lögbrjótar ef þeir taka með sér matvæli sem seld eru á evrópska efnahagssvæðinu og eru talin örugg þar. Íslenskir neytendur eiga betur skilið." Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Neytendasamtökin eru ósátt við bann við innflutningi á hráu kjöti og ostum úr ógerilsneyddri mjólk og óska þau eftir rökstuðningi frá ráðherra fyrir banninu. Samtökin segja að íslenskar reglur í þessum málum séu þær ströngustu sem þekkist á byggðu bóli, að Noregi meðtöldu. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna í dag. „Þeir ferðalangar sem freistast til að taka með sér hráskinku, spægipylsu eða gómsæta osta þegar þeir snúa heim úr fríinu eiga það á hættu að vera gripnir glóðvolgir í tollinum," segir á heimasíðunni. „Það er bannað að flytja hrátt kjöt og osta úr ógerilsneyddri mjólk inn til landsins nema með tilskyldu leyfi. Raunar ber að taka fram að ekki er hægt að mæla með neyslu á ostum úr ógerilsneyddri mjólk vegna þess að of oft hafa þar fundist óæskilegar örverur." Samtökin benda hins vegar á að á mörgum ostum sem framleiddir séu úr gerilsneyddri mjólk komi það ekki sérstaklega fram á umbúðunum „og því eru þeir fjarlægðir af tollinum ef slíkir finnast." Þá segir Neytendasamtökunum sé ekki kunnugt um að nokkurt annað land í Evrópu hafi svo strangar reglur, „ekki einu sinni Noregur sem er þó líkt og Ísland fremst í flokki þegar kemur að verndartollum og höftum á innflutningi á landbúnaðarafurðum." Samtökin segja að rökin fyrir banninu, að matvælin auki hættu á búfjársjúkdómum, séu mjög langsótt og óska þau eftir gildum rökstuðningi frá landbúnaðarráðherra vegna þessa. „Það verður að teljast harla ólíklegt að íslensku búfé stafi hætta af því þótt fólk narti í erlenda hráskinku og osta heima hjá sér," segir í fréttinni. „Það er ekki ásættanlegt að íslenskir neytendur gerist lögbrjótar ef þeir taka með sér matvæli sem seld eru á evrópska efnahagssvæðinu og eru talin örugg þar. Íslenskir neytendur eiga betur skilið."
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira