Innlent

Biskupinn á ferð um Rangárvallarprófastsdæmi

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, hefur vikulanga vísitasíu í Rangarvallaprófastsdæmi föstudaginn 15. júní. Á þeim tíma sækir hann heim Oddaprestakall, Breiðabólsstaðarprestakall og Fellsmúlaprestakall. Vísitasíu í Holtsprestakall var frestað vegna veikinda sóknarprests.

 

Í þeim þremur prestaköllum sem heimsótt verða mun biskup skoða 10 kirkjur og ræða við sóknarnefndirnar. Einnig verða alls 12 guðsþjónustur og helgistundir. Þar á meðal eru fjórar kvöldmessur og verður hestareið að þeirri síðustu í Kálfholtskirkju, sunnudaginn 24. júní kl. 21. Allir eru velkomnir í guðsþjónusturnar.

 

Í för með biskupi er Kristín Guðjónsdóttir, biskupsfrú, og prófastur Rangárvallaprófastsdæmis, séra Halldóra Þorvarðardóttir, samkvæmt fréttatilkynningu frá biskupsstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×