Fleiri fréttir Breskum réttardómstjóra falið að rannsaka banaslys í Hallormsstaðarskógi Réttarrannsókn á Englandi sem staðið hefur yfir vegna banaslyss í Hallormsstaðarskógi í ágúst 2005 hefur verið frestað. Beðið er eftir frekari upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. Ættingjar hjóna sem létust þegar bíll þeirra lenti í árekstri við flutningabíl eru ósátt við að bílstjórinn skuli ekki hafa verið kærður. 14.6.2007 16:50 Sýknaður af áfengislagabroti í Hæstarétti Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru um að hafa brotið áfengislög með því að hafa sem starfandi stjórnarformaður heildsölu látið birta auglýsingu á léttvíni í Gestgjafanum árið 2003. 14.6.2007 16:49 Þriggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot Hæstiréttur dæmdi í dag Ívar Smára Guðmundsson í þriggja ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir tvö rán, líkamsárás, eignaspjöll og fíkniefna- og umferðalagabrot. Hann var meðal annars ákærður fyrir rán í Bónusvídeó í Hafnarfirði í júlí fyrra en þar komst hann á brott með hátt í tvær milljónir króna. 14.6.2007 16:40 Reynir íhugar að kæra Gunnar Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, íhugar að kæra Gunnar Birgisson, bæjarstóra í Kópavogi fyrir ummæli hans á Vísi fyrr í dag. Hann segist hafa falið lögfræðingum að fara yfir málið og skoða hvort Gunnar hafi gerst brotlegur við meiðyrðalöggjöf. 14.6.2007 16:30 Fyrstu trén gróðursett á Geitasandi Fyrstu trén í svokölluðum Kolviðarskógi voru gróðursett á Geitasandi í dag. Skógurinn er hluti af Kolviðarsjóðsverkefninu sem miðar að því að binda kolefni úr andrúmsloftinu og vinna þannig gegn loftlagsbreytingum í heiminum. 14.6.2007 14:52 Gunnar Birgisson ætlar að kæra Mannlíf og Ísafold Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi ætlar að kæra umfjallanir tímaritanna Ísafoldar og Mannlífs en bæði blöðin hafa fjallað ítarlega um meint hneyklismál sem Gunnar er bendlaður við. Gunnar segir umfjöllun Mannlífs mestu lágkúru íslenskrar blaðamennsku og hann ætlar ekki að svara efnislega þeim ávirðingum sem á hann eru bornar í blaðinu. 14.6.2007 14:52 Byggingarkrani féll á götuna Hluti af stórum byggingarkrana féll á götuna og skemmdi gangstétt við gatnamót Lönguhliðar og Flókagötu. Engin slys urðu á fólki en ökumaður sem á eftir krananum ók þurfti að hafa snör handtök til að forða árekstri. 14.6.2007 14:49 Ókeypis í strætó í Kópavogi Gera á strætivagna í Kópavogi gjaldfrjálsa fyrir alla íbúa bæjarins frá og með næstu áramótum samkvæmt tillögu meirihluta bæjarráðs Kópavogs. Tillagan var samþykkt á fundi ráðsins í dag og henni vísða til afgreiðslu bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna þessa nemi um 90 milljónum króna. 14.6.2007 14:41 Bandaríkjamenn styðja ekki þjóðir til framboðs í öryggisráð Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það stefnu Bandaríkjanna að lýsa ekki stuðningi við nokkurt ríki til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi eftir fund Burns með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag. 14.6.2007 14:29 Pólverjar fjölmennir á Íslandi Tæplega þriðjungur erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi koma frá Póllandi samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins. Alls voru 18.652 erlendir ríkisborgarar búsettir hér landi um síðustu áramót þar af um 6 þúsund Pólverjar. Á síðastliðnum tveimur áratugum hafa 8.300 Pólverjar flutt hingað til lands. 14.6.2007 13:58 Styttir gæsluvarðhald yfir meintum kókaínsmyglurum Hæstiréttur hefur stytt gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smylga ríflega 3,7 kílóum af kókaíni til landsins sem ætlað var til sölu. 14.6.2007 13:15 Tvö torfæruslys á sólarhring Ungur maður lærbrotnaði þegar hann ók torfæruhjóli sínu á kyrrstæðan bíl í íbúðahverfi á Akranesi í gærkvöldi. Þetta er annað slysið af þessu tagi á einum sólarhring. 14.6.2007 13:00 Burns fundar með íslenskum ráðamönnum Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gærkvöldi í heimsókn til Íslands í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 14.6.2007 12:45 Færri teknir með fölsuð vegabréf Kona á fimmtugsaldri, ættuð frá Srí Lanka og Hvít-Rússi á fertugsaldri voru dæmd í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Suðurnesja í gær fyrir að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins um helglina. Samkvæmt upplýsingum lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli hefur heldur dregið úr svona tilvikum upp á síðkastið. 14.6.2007 12:30 Skoða olíuhreinsistöð í Þýskalandi Hópur sveitarstjórnarmanna frá Vestfjörðum fer til Þýskalands innan tíðar til að kynna sér rekstur olíhreinsistöðvar. Mikill áhugi er vestra fyrir hugmyndinni um slíka stöð sem annaðhvort yrði í Dýrafirði eða Arnarfirði. 14.6.2007 12:29 706 sjóliðar í Reykjavík um helgina 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. 14.6.2007 12:14 Sjötugir og eldri geta unnið án þess að ellilífeyrir skerðist Nýsamþykkt lög, sem afnema skerðingu ellilífeyris vegna atvinnutekna sjötugra og eldri, taka gildi um næstu mánaðamót. Talið er að frumvarpið auki útgjöld ríkissjóðs um allt að 700 milljónir króna á ári. 14.6.2007 12:03 Þarf meira fjármagn til að takast á við hvítflibbaglæpi Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi. 14.6.2007 12:02 Segja skýrslu um íslenska háskóla rangtúlkaða Úttekt Ríkisendurskoðunar á íslenskum háskólum er ekki endanlegur mælikvarði á ágæti skólana heldur viðleitni til að opna umræðuna um hvernig megi meta þá. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ríkisendurskoðun. Stofnunin telur að umræðan í fjölmiðlum um úttektina hafi í sumum tilfellum verið röng og hvetur til þess að menn ræði hana á málefnalegum forsendum. 14.6.2007 11:56 Forsætisráðherrar funda í Punkaharju Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittast á sumarfundi sínum í bænum Punkaharju í Finnlandi í byrjun næstu viku. Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands er gestgjafi á fundinum og mun taka á móti starfsbræðrum sínum, þeim Fredrik Reinfeldt, Jens Stoltenberg, Anders Fogh Rasmussen og Geir H. Haarde. 14.6.2007 11:41 Höfuðborgarstofa verðlaunuð fyrir markaðsstarf Höfuðborgarstofa hlaut í gær sérstaka viðurkenningu á ársþingi samtakanna European City Marketing fyrir gott markaðsstarf og kynningu á Reykjavík. 130 borgir eiga aðild að samtökunum og fram kemur í tilkynningu frá borginni að þetta sé í fyrsta sinn sem markaðsverðlaunin séu veitt. 14.6.2007 11:04 Samkomulag næst um viðskipti með fílabein Afríkulönd hafa náð samkomulagi um kaup og sölu og á fílabeini á næstu árum. Ríki í suðurhluta Afríku fá leyfi fyrir sérstakri sölu á fílabeinum sem þau hafa komist yfir löglega en síðan verða öll viðskipti með fílabein bönnuð í níu ár. 14.6.2007 10:18 Meira atvinnuleysi meðal kvenna Atvinnuleysi á landinu mældist 1,1 prósent í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Þetta jafngildir því að 1.759 manns hafi að jafnaði verið atvinnulausir í mánuðinum. Atvinnuleysi mældist meira hjá konum en körlum. 14.6.2007 10:08 Nýr forstjóri Baugs Gunnar Sigurðsson nýr forstjóri Baugs var í viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Hann kippir sér lítið upp við uppnefni eins og Baugsstjórn og segist ætla að láta aðra um pólitík. 13.6.2007 20:03 Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. 13.6.2007 19:28 Höft á innflutningi afar forneskjuleg Tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á ostum fyrir næsta kvótaár verða opnuð næstkomandi mánudag. Tollkvótarnir nú nema rösklega 100 tonnum af erlendum osti. Innflytjendur á þessari vöru telja að höft á innflutningi séu afar forneskjuleg aðferð til að stýra neyslunni sem bitni mest á neytendum. 13.6.2007 19:25 Háskólaskýrslunni breytt í lokavinnslu Ríkisendurskoðun breytti úttekt sinni á gæðum háskólanna á milli frumskýrslu og lokaskýrslu. Felldar voru út mælistikur sem voru Háskóla Íslands óhagstæðar. Fullyrt er af Háskólanum í Reykjavík að þetta hafi verið gert þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga. 13.6.2007 19:21 Ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála Tveggja vikna sumarþingi Alþingis lauk nú síðdegis með samþykkt frumvarpa um afnám tekjutengingar á atvinnutekjum aldraðra og um sameiningu ráðuneyta. Stjórnarandstaðan segir þingstörfin hafa leitt í ljós að landsmenn búa við ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála. 13.6.2007 18:43 Lóðir í Úlfarsárdal umsetnar Samtals bárust 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal en umsóknarfrestur rann út í dag kl. 16:15. Í boði voru samtals 115 lóðir og gat hver umsækjandi sótt um eina lóð. 266 sóttust eftir einbýlishúsalóð, 47 eftir parhúsalóð, 24 eftir raðhúsalóð og 37 eftir fjölbýlishúsalóð. 13.6.2007 18:37 Barist í Drangey Barist var í Drangey í gær í fyrsta sinn í síðan Grettir Ásmundarson var þar veginn árið 1031 en þá lögðu á fimmta tug víkinga undir sig eyjuna. 13.6.2007 18:31 Allt niður í þriggja ára börn á torfæruhjólum Hægt er að fá bensíndrifin torfæruhjól fyrir allt niður í þriggja ára börn sem komast á allt að fjörtíu kílómetra hraða. Fimmtán ára piltur hlaut í gærkvöldi opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á torfæruhjóli innanbæjar í Hveragerði. 13.6.2007 18:23 Stefnumótun Orkuveitunnar fyrir útivistarsvæði Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur kosið sérstaka stjórn yfir þau útivistarsvæði sem fyrirtækið á eða hefur umsjón með og almenningur nýtir sér. Á meðal þessara svæða er Elliðaárdalurinn, stór hluti Heiðmerkur, verulegur hluti hinna vinsælu útivistarsvæða við Hengilinn og í Grafningi auk umhverfis Deildartunguhvers í Borgarfirði. 13.6.2007 18:15 Eimskip styrkir Fjöltækniskólann Eimskip og Fjöltækniskólinn hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslumála. Samningurinn felur í sér að Eimskip styrkir Fjöltækniskólann að fjárhæð kr. 1.000.000 og styrkir nokkra útvalda nemendur hans á hverju ári. 13.6.2007 17:44 Greiðslukortavelta jókst í síðasta mánuði Greiðslukortavelta jókst í maí frá fyrri mánuði og var svipuð hækkun á kredit- og debetkortaveltu. Debetkortavelta jókst um 7,7% milli mánaða og var í maí 35 milljarðar króna. 13.6.2007 17:05 Dóms að vænta í Baugsmálinu í lok mánaðar Málsflutningi í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dóms er að vænta fyrir næstu mánaðamót. 13.6.2007 16:38 Kosið í bankaráð Seðlabankans á Alþingi Nýtt bankaráð Seðlabankans var kjörið á Alþingi nú fyrir stundu. Sjálfstæðisflokkur tilnefndi Halldór Blöndal, Ernu Gísladóttir og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Fyrir hönd Samfylkingar sitja í ráðinu Jón Sigurðsson og Jón Þór Sturluson. Framsóknarflokkur tilnefndi Jónas Hallgrímsson og Vinstri grænir Ragnar Arnalds. 13.6.2007 16:35 Vill efla baráttuna gegn mansali Mikilvægt er að aðildarríki Eystrasaltsráðsins vinni náið saman í baráttunni gegn mansali og ráðist sameiginlega gegn efnhagslegum og félagslegum rótum vandamálsins. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, á fundi utanríkisráðherra ríkja Eystrasaltsráðsins í Malmö í Svíþjóð í dag. Á fundinum ræddur ráðherrarnir meðal annars efnhags- og viðskiptamál og mannréttindi og eflingu lýðræðislegs stjórnarfars. 13.6.2007 16:18 Heimildirnar féllu úr gildi 2004 Heimildir sem Íslendingar veittu Bandaríkjamönnum til yfirflugs og lendinga á Keflavíkurflugvelli í tengslum við innrásina í Írak runnu út vorið 2004. Grétar Þór Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að heimildirnar hafi runnið út þegar innrásinni lauk og fjölþjóðaherlið tók við í Írak. 13.6.2007 15:37 Varðhald yfir byssumanni í Hnífsdal framlengt Héraðsdómur Vestfjarða hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manninum sem olli umsátursástandi í Hnífsdal á laugardaginn var þegar hann hleypti af haglabyssu með þeim afleiðingum að kona hans særðist í andliti. Hann skal sæta varðhaldi til 3. júlí næstkomandi. 13.6.2007 15:00 Fá ekki pláss í leikskóla sökum þess að erlend börn hafa forgang Dæmi eru um að börn íslenskra foreldra fái ekki pláss í leikskólum í Hafnarfirði þar sem erlend börn ganga fyrir. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir æskilegast að börn af erlendum uppruna komist sem fyrst inn í leikskóla til að flýta fyrir aðlögun að íslensku samfélagi. 13.6.2007 14:57 Hraðlestrarskólinn styrkir ABC barnahjálp um milljón krónur Hraðlestarskólinn hefur styrkt ABC barnahjálp um milljón krónur með þriggja vikna hraðlestarnámskeiði sem hefst í dag. Markmið með söfnuninni er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur frá Úganda. 13.6.2007 14:31 Níu sóttu um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. september næskomandi til fimm ára. 13.6.2007 13:49 700 sjóliðar á vegum NATO væntanlegir til Reykjavíkur Herskip á vegum NATO munu leggjast að bryggju í Sundahöfn og á Miðbakka í fyrramálið. Um er að ræða skip frá bandaríska flotanum, USS Normandy, eitt frá Spáni, SPS Patino og þýska skipið FGS Sachsen. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum. 13.6.2007 13:48 Bifhjólamenn staðnir að ofsaakstri á Þingvallavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði árangurslausa tilraun í gærkvöldi til að stöðva hóp bifhjólamanna eftir að þeir mældust á 174 kílómetra hraða á Þingvallavegi. Hluti hópsins virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar og ók áfram en hinn sneri við. 13.6.2007 13:25 Góð þátttaka í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis Vel á annað þúsund manns hafa skráð sig til leiks í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis. Leikurinn hófst um síðustu mánaðamót og lýkur í lok ágústmánaðar. 13.6.2007 13:21 Sjá næstu 50 fréttir
Breskum réttardómstjóra falið að rannsaka banaslys í Hallormsstaðarskógi Réttarrannsókn á Englandi sem staðið hefur yfir vegna banaslyss í Hallormsstaðarskógi í ágúst 2005 hefur verið frestað. Beðið er eftir frekari upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum. Ættingjar hjóna sem létust þegar bíll þeirra lenti í árekstri við flutningabíl eru ósátt við að bílstjórinn skuli ekki hafa verið kærður. 14.6.2007 16:50
Sýknaður af áfengislagabroti í Hæstarétti Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru um að hafa brotið áfengislög með því að hafa sem starfandi stjórnarformaður heildsölu látið birta auglýsingu á léttvíni í Gestgjafanum árið 2003. 14.6.2007 16:49
Þriggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot Hæstiréttur dæmdi í dag Ívar Smára Guðmundsson í þriggja ára fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir tvö rán, líkamsárás, eignaspjöll og fíkniefna- og umferðalagabrot. Hann var meðal annars ákærður fyrir rán í Bónusvídeó í Hafnarfirði í júlí fyrra en þar komst hann á brott með hátt í tvær milljónir króna. 14.6.2007 16:40
Reynir íhugar að kæra Gunnar Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, íhugar að kæra Gunnar Birgisson, bæjarstóra í Kópavogi fyrir ummæli hans á Vísi fyrr í dag. Hann segist hafa falið lögfræðingum að fara yfir málið og skoða hvort Gunnar hafi gerst brotlegur við meiðyrðalöggjöf. 14.6.2007 16:30
Fyrstu trén gróðursett á Geitasandi Fyrstu trén í svokölluðum Kolviðarskógi voru gróðursett á Geitasandi í dag. Skógurinn er hluti af Kolviðarsjóðsverkefninu sem miðar að því að binda kolefni úr andrúmsloftinu og vinna þannig gegn loftlagsbreytingum í heiminum. 14.6.2007 14:52
Gunnar Birgisson ætlar að kæra Mannlíf og Ísafold Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi ætlar að kæra umfjallanir tímaritanna Ísafoldar og Mannlífs en bæði blöðin hafa fjallað ítarlega um meint hneyklismál sem Gunnar er bendlaður við. Gunnar segir umfjöllun Mannlífs mestu lágkúru íslenskrar blaðamennsku og hann ætlar ekki að svara efnislega þeim ávirðingum sem á hann eru bornar í blaðinu. 14.6.2007 14:52
Byggingarkrani féll á götuna Hluti af stórum byggingarkrana féll á götuna og skemmdi gangstétt við gatnamót Lönguhliðar og Flókagötu. Engin slys urðu á fólki en ökumaður sem á eftir krananum ók þurfti að hafa snör handtök til að forða árekstri. 14.6.2007 14:49
Ókeypis í strætó í Kópavogi Gera á strætivagna í Kópavogi gjaldfrjálsa fyrir alla íbúa bæjarins frá og með næstu áramótum samkvæmt tillögu meirihluta bæjarráðs Kópavogs. Tillagan var samþykkt á fundi ráðsins í dag og henni vísða til afgreiðslu bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna þessa nemi um 90 milljónum króna. 14.6.2007 14:41
Bandaríkjamenn styðja ekki þjóðir til framboðs í öryggisráð Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það stefnu Bandaríkjanna að lýsa ekki stuðningi við nokkurt ríki til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á blaðamannafundi eftir fund Burns með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag. 14.6.2007 14:29
Pólverjar fjölmennir á Íslandi Tæplega þriðjungur erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi koma frá Póllandi samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins. Alls voru 18.652 erlendir ríkisborgarar búsettir hér landi um síðustu áramót þar af um 6 þúsund Pólverjar. Á síðastliðnum tveimur áratugum hafa 8.300 Pólverjar flutt hingað til lands. 14.6.2007 13:58
Styttir gæsluvarðhald yfir meintum kókaínsmyglurum Hæstiréttur hefur stytt gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa reynt að smylga ríflega 3,7 kílóum af kókaíni til landsins sem ætlað var til sölu. 14.6.2007 13:15
Tvö torfæruslys á sólarhring Ungur maður lærbrotnaði þegar hann ók torfæruhjóli sínu á kyrrstæðan bíl í íbúðahverfi á Akranesi í gærkvöldi. Þetta er annað slysið af þessu tagi á einum sólarhring. 14.6.2007 13:00
Burns fundar með íslenskum ráðamönnum Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gærkvöldi í heimsókn til Íslands í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. 14.6.2007 12:45
Færri teknir með fölsuð vegabréf Kona á fimmtugsaldri, ættuð frá Srí Lanka og Hvít-Rússi á fertugsaldri voru dæmd í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Suðurnesja í gær fyrir að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins um helglina. Samkvæmt upplýsingum lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli hefur heldur dregið úr svona tilvikum upp á síðkastið. 14.6.2007 12:30
Skoða olíuhreinsistöð í Þýskalandi Hópur sveitarstjórnarmanna frá Vestfjörðum fer til Þýskalands innan tíðar til að kynna sér rekstur olíhreinsistöðvar. Mikill áhugi er vestra fyrir hugmyndinni um slíka stöð sem annaðhvort yrði í Dýrafirði eða Arnarfirði. 14.6.2007 12:29
706 sjóliðar í Reykjavík um helgina 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. 14.6.2007 12:14
Sjötugir og eldri geta unnið án þess að ellilífeyrir skerðist Nýsamþykkt lög, sem afnema skerðingu ellilífeyris vegna atvinnutekna sjötugra og eldri, taka gildi um næstu mánaðamót. Talið er að frumvarpið auki útgjöld ríkissjóðs um allt að 700 milljónir króna á ári. 14.6.2007 12:03
Þarf meira fjármagn til að takast á við hvítflibbaglæpi Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi. 14.6.2007 12:02
Segja skýrslu um íslenska háskóla rangtúlkaða Úttekt Ríkisendurskoðunar á íslenskum háskólum er ekki endanlegur mælikvarði á ágæti skólana heldur viðleitni til að opna umræðuna um hvernig megi meta þá. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ríkisendurskoðun. Stofnunin telur að umræðan í fjölmiðlum um úttektina hafi í sumum tilfellum verið röng og hvetur til þess að menn ræði hana á málefnalegum forsendum. 14.6.2007 11:56
Forsætisráðherrar funda í Punkaharju Forsætisráðherrar Norðurlandanna hittast á sumarfundi sínum í bænum Punkaharju í Finnlandi í byrjun næstu viku. Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands er gestgjafi á fundinum og mun taka á móti starfsbræðrum sínum, þeim Fredrik Reinfeldt, Jens Stoltenberg, Anders Fogh Rasmussen og Geir H. Haarde. 14.6.2007 11:41
Höfuðborgarstofa verðlaunuð fyrir markaðsstarf Höfuðborgarstofa hlaut í gær sérstaka viðurkenningu á ársþingi samtakanna European City Marketing fyrir gott markaðsstarf og kynningu á Reykjavík. 130 borgir eiga aðild að samtökunum og fram kemur í tilkynningu frá borginni að þetta sé í fyrsta sinn sem markaðsverðlaunin séu veitt. 14.6.2007 11:04
Samkomulag næst um viðskipti með fílabein Afríkulönd hafa náð samkomulagi um kaup og sölu og á fílabeini á næstu árum. Ríki í suðurhluta Afríku fá leyfi fyrir sérstakri sölu á fílabeinum sem þau hafa komist yfir löglega en síðan verða öll viðskipti með fílabein bönnuð í níu ár. 14.6.2007 10:18
Meira atvinnuleysi meðal kvenna Atvinnuleysi á landinu mældist 1,1 prósent í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Þetta jafngildir því að 1.759 manns hafi að jafnaði verið atvinnulausir í mánuðinum. Atvinnuleysi mældist meira hjá konum en körlum. 14.6.2007 10:08
Nýr forstjóri Baugs Gunnar Sigurðsson nýr forstjóri Baugs var í viðtali í Íslandi í dag í kvöld. Hann kippir sér lítið upp við uppnefni eins og Baugsstjórn og segist ætla að láta aðra um pólitík. 13.6.2007 20:03
Baugsmál lagt í dóm Málflutningi í Baugsmálinu, hinu síðara, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og er dóms að vænta fyrir mánaðamót. Í dag var tekist á um ákæruliði sem vísað var frá fyrir rúmum mánuði. 13.6.2007 19:28
Höft á innflutningi afar forneskjuleg Tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á ostum fyrir næsta kvótaár verða opnuð næstkomandi mánudag. Tollkvótarnir nú nema rösklega 100 tonnum af erlendum osti. Innflytjendur á þessari vöru telja að höft á innflutningi séu afar forneskjuleg aðferð til að stýra neyslunni sem bitni mest á neytendum. 13.6.2007 19:25
Háskólaskýrslunni breytt í lokavinnslu Ríkisendurskoðun breytti úttekt sinni á gæðum háskólanna á milli frumskýrslu og lokaskýrslu. Felldar voru út mælistikur sem voru Háskóla Íslands óhagstæðar. Fullyrt er af Háskólanum í Reykjavík að þetta hafi verið gert þvert á ráðleggingar erlendra sérfræðinga. 13.6.2007 19:21
Ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála Tveggja vikna sumarþingi Alþingis lauk nú síðdegis með samþykkt frumvarpa um afnám tekjutengingar á atvinnutekjum aldraðra og um sameiningu ráðuneyta. Stjórnarandstaðan segir þingstörfin hafa leitt í ljós að landsmenn búa við ríkisstjórn hins ófullgerða stjórnarsáttmála. 13.6.2007 18:43
Lóðir í Úlfarsárdal umsetnar Samtals bárust 374 umsóknir um lóðir í Úlfarsárdal en umsóknarfrestur rann út í dag kl. 16:15. Í boði voru samtals 115 lóðir og gat hver umsækjandi sótt um eina lóð. 266 sóttust eftir einbýlishúsalóð, 47 eftir parhúsalóð, 24 eftir raðhúsalóð og 37 eftir fjölbýlishúsalóð. 13.6.2007 18:37
Barist í Drangey Barist var í Drangey í gær í fyrsta sinn í síðan Grettir Ásmundarson var þar veginn árið 1031 en þá lögðu á fimmta tug víkinga undir sig eyjuna. 13.6.2007 18:31
Allt niður í þriggja ára börn á torfæruhjólum Hægt er að fá bensíndrifin torfæruhjól fyrir allt niður í þriggja ára börn sem komast á allt að fjörtíu kílómetra hraða. Fimmtán ára piltur hlaut í gærkvöldi opið beinbrot á lærlegg og úlnliðsbrotnaði, þegar hann missti stjórn á torfæruhjóli innanbæjar í Hveragerði. 13.6.2007 18:23
Stefnumótun Orkuveitunnar fyrir útivistarsvæði Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur kosið sérstaka stjórn yfir þau útivistarsvæði sem fyrirtækið á eða hefur umsjón með og almenningur nýtir sér. Á meðal þessara svæða er Elliðaárdalurinn, stór hluti Heiðmerkur, verulegur hluti hinna vinsælu útivistarsvæða við Hengilinn og í Grafningi auk umhverfis Deildartunguhvers í Borgarfirði. 13.6.2007 18:15
Eimskip styrkir Fjöltækniskólann Eimskip og Fjöltækniskólinn hafa gert með sér samning um samstarf á sviði fræðslumála. Samningurinn felur í sér að Eimskip styrkir Fjöltækniskólann að fjárhæð kr. 1.000.000 og styrkir nokkra útvalda nemendur hans á hverju ári. 13.6.2007 17:44
Greiðslukortavelta jókst í síðasta mánuði Greiðslukortavelta jókst í maí frá fyrri mánuði og var svipuð hækkun á kredit- og debetkortaveltu. Debetkortavelta jókst um 7,7% milli mánaða og var í maí 35 milljarðar króna. 13.6.2007 17:05
Dóms að vænta í Baugsmálinu í lok mánaðar Málsflutningi í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dóms er að vænta fyrir næstu mánaðamót. 13.6.2007 16:38
Kosið í bankaráð Seðlabankans á Alþingi Nýtt bankaráð Seðlabankans var kjörið á Alþingi nú fyrir stundu. Sjálfstæðisflokkur tilnefndi Halldór Blöndal, Ernu Gísladóttir og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Fyrir hönd Samfylkingar sitja í ráðinu Jón Sigurðsson og Jón Þór Sturluson. Framsóknarflokkur tilnefndi Jónas Hallgrímsson og Vinstri grænir Ragnar Arnalds. 13.6.2007 16:35
Vill efla baráttuna gegn mansali Mikilvægt er að aðildarríki Eystrasaltsráðsins vinni náið saman í baráttunni gegn mansali og ráðist sameiginlega gegn efnhagslegum og félagslegum rótum vandamálsins. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, á fundi utanríkisráðherra ríkja Eystrasaltsráðsins í Malmö í Svíþjóð í dag. Á fundinum ræddur ráðherrarnir meðal annars efnhags- og viðskiptamál og mannréttindi og eflingu lýðræðislegs stjórnarfars. 13.6.2007 16:18
Heimildirnar féllu úr gildi 2004 Heimildir sem Íslendingar veittu Bandaríkjamönnum til yfirflugs og lendinga á Keflavíkurflugvelli í tengslum við innrásina í Írak runnu út vorið 2004. Grétar Þór Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu segir að heimildirnar hafi runnið út þegar innrásinni lauk og fjölþjóðaherlið tók við í Írak. 13.6.2007 15:37
Varðhald yfir byssumanni í Hnífsdal framlengt Héraðsdómur Vestfjarða hefur framlengt gæsluvarðhald yfir manninum sem olli umsátursástandi í Hnífsdal á laugardaginn var þegar hann hleypti af haglabyssu með þeim afleiðingum að kona hans særðist í andliti. Hann skal sæta varðhaldi til 3. júlí næstkomandi. 13.6.2007 15:00
Fá ekki pláss í leikskóla sökum þess að erlend börn hafa forgang Dæmi eru um að börn íslenskra foreldra fái ekki pláss í leikskólum í Hafnarfirði þar sem erlend börn ganga fyrir. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir æskilegast að börn af erlendum uppruna komist sem fyrst inn í leikskóla til að flýta fyrir aðlögun að íslensku samfélagi. 13.6.2007 14:57
Hraðlestrarskólinn styrkir ABC barnahjálp um milljón krónur Hraðlestarskólinn hefur styrkt ABC barnahjálp um milljón krónur með þriggja vikna hraðlestarnámskeiði sem hefst í dag. Markmið með söfnuninni er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur frá Úganda. 13.6.2007 14:31
Níu sóttu um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. september næskomandi til fimm ára. 13.6.2007 13:49
700 sjóliðar á vegum NATO væntanlegir til Reykjavíkur Herskip á vegum NATO munu leggjast að bryggju í Sundahöfn og á Miðbakka í fyrramálið. Um er að ræða skip frá bandaríska flotanum, USS Normandy, eitt frá Spáni, SPS Patino og þýska skipið FGS Sachsen. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum. 13.6.2007 13:48
Bifhjólamenn staðnir að ofsaakstri á Þingvallavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði árangurslausa tilraun í gærkvöldi til að stöðva hóp bifhjólamanna eftir að þeir mældust á 174 kílómetra hraða á Þingvallavegi. Hluti hópsins virti ekki stöðvunarmerki lögreglunnar og ók áfram en hinn sneri við. 13.6.2007 13:25
Góð þátttaka í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis Vel á annað þúsund manns hafa skráð sig til leiks í veðurleik Stöðvar 2 og Vísis. Leikurinn hófst um síðustu mánaðamót og lýkur í lok ágústmánaðar. 13.6.2007 13:21