Innlent

Mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann

MYND/GVA
Erlendum ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17 prósent fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Frá árinu 2003 hefur erlendum ferðamönnum á þessu tímabili fjölgað um rúmlega 43 prósent. Þetta er niðurstaða talningar Ferðamálastofu.

Ferðamennirnir voru rúmlega 122 þúsund í ár en rúmlega 104 þúsund í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu að ef litið er á tölur síðustu tveggja mánaða þá fjölgaði ferðamönnum um rúm níu prósent í apríl og rúm 10 prósent í maí.

Í apríl, líkt og fyrri mánuði ársins, var fjölgunin mest meðal Breta en maí fjölgaði íbúum meginlands Evrópu mikið ásamt Norðmönnum. Nefna má að í maí í ár voru erlendir ferðamenn sem fóru um Leifsstöð 34.256 talsins sem er álíka fjöldi og í júní fyrir fjórum árum.

Ferðamálastofa bendir enn fremur á að frá árinu 2003 hafi erlendum ferðamönnum á þessu tímabili fjölgað um rúmlega 43 prósent. Árið 2003 fóru 85 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð en þeir voru rúmlega 122 í ár, sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×