Innlent

Ellilífeyrir gæti hækkað verulega hjá mörgum

Lagabreytingin, sem tekur gildi um næstu mánaðamót, og afnemur tekjuskerðingu ellilífeyris hjá sjötugum og eldri, gæti þýtt allt að 126 þúsund króna viðbótargreiðslu til einstaklinga á mánuði og 207 þúsund króna viðbótargreiðslu til hjóna. Fjármálaráðuneytið áætlar að lagabreytingin kosti ríkið allt að 700 milljónir króna á ári.

Bóas Kristjánsson er nýorðinn sjötugur. Hann hefur undanfarin sex ár unnið í blómaskreytingadeildinni í Blómavali og vinnur enn fullan vinnudag. Lagabreytingin þýðir í tilviki eins og hans að ellilífeyrir frá Tryggingastofnun hækkar um tugi þúsunda króna á mánuði.

Honum líst vel á lagabreytinguna og telur að hún muni létta sér lífið á efri árum. Bóas telur að þetta verði til þess að margir jafnaldrar sínir muni aftur snúa út á vinnumarkað nú þegar ríkið hætti að kroppa af launatekjunum.

Lagabreytingin nær aðeins til atvinnutekna. Fjármagnstekjur og tekjur úr lífeyrissjóðum munu áfram skerða ellilífeyri frá Tryggingastofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×