Innlent

Keyrði undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan fann talsvert magn af fíkniefnum í fórum mannsins
Lögreglan fann talsvert magn af fíkniefnum í fórum mannsins

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í gærmorgun grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn hafði ekið sendibifreið sinni fram af vegkanti þar sem bifreiðin sat síðan föst. Vegna ástands hafði viðkomandi ekki veitt því nægjanlega athygli að akbrautin sem hann ók lauk og við tók úfið hraun og möl.

Lögreglan fann fíkniefni á ökumanninum og fékk úrskurð fyrir leit á heimili hans í Hafnarfirði. Þar voru þrír einstaklingar handteknir. karlmaður á þrítugsaldri og tvær stúlkur önnur á þrítugsaldri og hin aðeins 17 ára. Talsvert magn af fíkniefnum fundust á staðnum og einnig íblöndunarefni. Á staðnum fannst einnig ætlað þýfi. Rannsókn og yfirheyrslur stóðu yfir í gærkvöldi og lauk í morgunsárið.

Yngri stúlkan verður vistuð á Stuðlum en sú eldri var eftirlýst og hefur þegar hafið afplánun refsivistar. Karlmönnunum hefur verið sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur. Það er mat lögreglu að um 170 grömm af ætluðu amfetamíni hafi fundist við þessa aðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×