Blikur á lofti í kjaramálum framhaldsskólakennara 15. júní 2007 12:28 MYND/Anton Stjórn og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara hafa sent frá sér ályktun um kjaraþróun félagsmanna KÍ í framhaldsskólum. Þeir segja blikur vera á lofti í kjaramálum sínum enda hafi launaþróun framhaldsskólakennara ekki fylgt eftir launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa. Samningsaðilar standi því frammi fyrir verulegu átaki. „Launaþróun framhaldsskólakennara hefur ekki fylgt eftir launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa innan BHM frá árinu 2003," segir í ályktuninni. „Tölur frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna sýna að meðaldagvinnulaun innan BHM og KÍ-framhaldsskóla voru u.þ.b.þau sömu á árinu 2002 en í lok árs 2006 var munurinn rúm 6%, framhaldskólunum í óhag." Í ályktuninni segir að þetta hafi gerst þrátt fyrir vilja og áætlanir samningsaðila um úrbætur við kjarasamningsgerðina árið 2005. „Framhaldsskólar landsins fá of lítið fé til þess að standa undir lögbundinni þjónustu. Af því leiðir að of oft er gripið til óyndisúrræða sem bitna á námi og kennslu. Um það vitna of stórir námshópar, skertur kennslustundafjöldi í áföngum, of lítið fé til kennslubúnaðar, námsráðgjafar og annarrar stoðþjónustu, lítið svigrúm til þróunarstarfs og fábreytt námsframboð." Loks er vikið að því að blikur séu á lofti í kjaramálum framhaldsskólanna. „Ef fram fer sem horfir stefnir í ógöngur við næstu kjarasamningagerð." Kjarasamningar renna út í apríl 2008 og segja kennarar að samningsaðilum beri skylda til þess að nýta vel þann tíma sem til stefnu er. Þeir segja ljóst að í næstu kjarasamningum þurfi verulegt átak til þess að leiðrétta laun kennara í framhaldsskólunum. „Það verður ekki gert án þess að til komi sterkur pólitískur vilji til að styrkja skólana í landinu svo að þeir verði samkeppnishæfir um vel menntað starfsfólk," segir að lokum. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Stjórn og samninganefnd Félags framhaldsskólakennara hafa sent frá sér ályktun um kjaraþróun félagsmanna KÍ í framhaldsskólum. Þeir segja blikur vera á lofti í kjaramálum sínum enda hafi launaþróun framhaldsskólakennara ekki fylgt eftir launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa. Samningsaðilar standi því frammi fyrir verulegu átaki. „Launaþróun framhaldsskólakennara hefur ekki fylgt eftir launaþróun hefðbundinna viðmiðunarhópa innan BHM frá árinu 2003," segir í ályktuninni. „Tölur frá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna sýna að meðaldagvinnulaun innan BHM og KÍ-framhaldsskóla voru u.þ.b.þau sömu á árinu 2002 en í lok árs 2006 var munurinn rúm 6%, framhaldskólunum í óhag." Í ályktuninni segir að þetta hafi gerst þrátt fyrir vilja og áætlanir samningsaðila um úrbætur við kjarasamningsgerðina árið 2005. „Framhaldsskólar landsins fá of lítið fé til þess að standa undir lögbundinni þjónustu. Af því leiðir að of oft er gripið til óyndisúrræða sem bitna á námi og kennslu. Um það vitna of stórir námshópar, skertur kennslustundafjöldi í áföngum, of lítið fé til kennslubúnaðar, námsráðgjafar og annarrar stoðþjónustu, lítið svigrúm til þróunarstarfs og fábreytt námsframboð." Loks er vikið að því að blikur séu á lofti í kjaramálum framhaldsskólanna. „Ef fram fer sem horfir stefnir í ógöngur við næstu kjarasamningagerð." Kjarasamningar renna út í apríl 2008 og segja kennarar að samningsaðilum beri skylda til þess að nýta vel þann tíma sem til stefnu er. Þeir segja ljóst að í næstu kjarasamningum þurfi verulegt átak til þess að leiðrétta laun kennara í framhaldsskólunum. „Það verður ekki gert án þess að til komi sterkur pólitískur vilji til að styrkja skólana í landinu svo að þeir verði samkeppnishæfir um vel menntað starfsfólk," segir að lokum.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira