Meira fjármagn þarf til rannsókna efnahagsbrota Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 14. júní 2007 19:07 Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.Samtök atvinnulífsins og saksóknari efnahagsbrota stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun. Þar voru ræddir svokallaðir hvítflibbaglæpir og viðbrögð við þeim. Hér á landi eru það helst skattalagabrot, auðgunarbrot í rekstri fyrirtækja og tollsvikamál sem koma upp. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota segir Ísland ekki hafa komið nógu vel út í alþjóðlegri úttekt á peningaþvætti. Ljóst sé að fjölga verði í einingunni til að ná alþljóðamarkmiðum.Hann segir bankana hér þó hafa tekið sig mikið á.Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir að íslensk fjármálafyrirtæki séu að komast í fremstu röð meðal Evrópuþjóða í vörnum gegn peningaþvætti.Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður segir að tafir á meðferð mála af þessu tagi séu óviðunandi og brot á mannréttindum. Hann kennir um óskilvirku kerfi, mannfæð og of mörgum stofnunum sem komi að málunum. Helgi segir að tvöfalda þurfi starfsmannafjölda og auka fjármagn töluvert inn í efnahagsbrotadeildina svo unnt sé að sinna málum á viðunandi hátt. Þá vill Helgi aukna heimild til lögreglustjórasátta í málum af þessu tagi þannig að aðilar geti valið um hvort þeir vilji taka málin áfram í dómskerfinu eða ljúka því með þessum hætti. Í Noregi er þessari aðferð beitt með góðum árangri að sögn Helga. Hún sparar bæði tíma og fjármagn þar sem fyrirtæki greiða tugi og jafnvel hundruð milljóna í sektir.Sarah Jane Hughes prófessor í lögum ivð háskólann í Indiana í Bandaríkjunum segir arðbærustu efnahagsbrotin brot á einkarétti. Hagnaður af sölu á eftirlíkingum lúxusvara sé meiri en af eiturlyfjjum og vopnasmygli. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Hvítflibbaglæpir verða algengari með auknu flæði fjármagns í alþjóðasamfélaginu. Arðbærasti glæpurinn í dag er sala á eftirlíkingum tískuvara sem færir mun meiri hagnað en fæst af flutningi og sölu fíkniefna. Mun meira fjármagn þarf til efnahagsrannsókna hér á landi til að takast á við glæpi af þessu tagi.Samtök atvinnulífsins og saksóknari efnahagsbrota stóðu fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel í morgun. Þar voru ræddir svokallaðir hvítflibbaglæpir og viðbrögð við þeim. Hér á landi eru það helst skattalagabrot, auðgunarbrot í rekstri fyrirtækja og tollsvikamál sem koma upp. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota segir Ísland ekki hafa komið nógu vel út í alþjóðlegri úttekt á peningaþvætti. Ljóst sé að fjölga verði í einingunni til að ná alþljóðamarkmiðum.Hann segir bankana hér þó hafa tekið sig mikið á.Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir að íslensk fjármálafyrirtæki séu að komast í fremstu röð meðal Evrópuþjóða í vörnum gegn peningaþvætti.Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður segir að tafir á meðferð mála af þessu tagi séu óviðunandi og brot á mannréttindum. Hann kennir um óskilvirku kerfi, mannfæð og of mörgum stofnunum sem komi að málunum. Helgi segir að tvöfalda þurfi starfsmannafjölda og auka fjármagn töluvert inn í efnahagsbrotadeildina svo unnt sé að sinna málum á viðunandi hátt. Þá vill Helgi aukna heimild til lögreglustjórasátta í málum af þessu tagi þannig að aðilar geti valið um hvort þeir vilji taka málin áfram í dómskerfinu eða ljúka því með þessum hætti. Í Noregi er þessari aðferð beitt með góðum árangri að sögn Helga. Hún sparar bæði tíma og fjármagn þar sem fyrirtæki greiða tugi og jafnvel hundruð milljóna í sektir.Sarah Jane Hughes prófessor í lögum ivð háskólann í Indiana í Bandaríkjunum segir arðbærustu efnahagsbrotin brot á einkarétti. Hagnaður af sölu á eftirlíkingum lúxusvara sé meiri en af eiturlyfjjum og vopnasmygli.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira