Innlent

Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. MYND/AP

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem voru við skyldustörf í heimahúsi á Selfossi í nóvember í fyrra.

Maðurinn réðst annars vegar á lögreglukonu og hrinti henni þannig að hann skall í gólfið. Þá kýldi hann lögreglumann í andlitið og beit hann í fingur. Enn fremur hrækti hann í andlit lögreglukonunnar og reyndi ítrekað að skalla lögreglumanninn.

Maðurinn viðurkenndi sök fyrir dómi. Þegar litið var til þess að hann átti sakaferil að baki og að árásin á lögreglumennina var tilefnislaus þótti fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×