Innlent

Lyftukláfur upp í Eyrarfjall

Ferðamenn geta farið með lyftukláfi upp á Eyrarfjall, ofan við Ísafjörð, áður en langt um líður. Það er að segja ef áætlanir ganga eftir. Þeir sem eru að vinna í málinu benda á að á Vestfjörðum þurfi menn að nýta öllu atvinnutækifæri sem bjóðast. Þeir segja að ef allir útgerðarkallar vestra láta tvö þorskígildistonn í fyrirtækið, dugi það til. Þeir sem vinna að undirbúningi verksins fóru ásamt fulltrúa Doppelmayr lyftuframleiðandans upp á Eyrarfjall ofan við Ísafjörð, til að kanna aðstæður. Tilboð í verkið hafa þegar borist frá tveimur framleiðendum.



Að sögn Úlfars Ágústsson, athafnamanns, er málið á undirbúningsstigi. Nú er verið að kynna málið fyrir fulltrúum hins opinbera og fleirum, enda að mörgu að hyggja. Ef allt gengur eftir væri hægt að hefja framkvæmdir næsta sumar og kláfurinn væri kominn í gagnið sumarið 2009. Hann segir kostnaðinn mikinn í augum manna fyrir vestan, en hann nemi þó ekki nema um það bil verði tveggja einbýlishúsa ríku mannanna í Reykjavík. Hann bendir á að ef allir kvótakallar fyrir vestan legðu 2 þorskígildistonn í verkefnið, þá dygði það. Áætluður kostnaður er um 450 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×