Innlent

Digital Ísland í orlofshúsabyggðum Borgarfjarðar

MYND/EOL

Útsendingar Digital Íslands í helstu orlofshúsabyggðum Borgarfjarðar eru hafnar og því nást nú á svæðinu útsendingar Stöðvar 2, Sýnar, Sýnar Extra 1, Stöðvar 2 bíó, Sirkuss, Ríkissjónvarpsins og Skjás eins.

Sjónvarpsáhorfendur á svæðinu sem hafa ekki nú þegar tryggt sér myndlykil frá Digital Íslandi geta nálgast myndlykil í þjónustumiðstöðinni í Húsafelli, í Baulu og hjá Tölvuþjónustu Vesturlands í Borgarnesi.

Í tilkynningu frá Vodafone, eiganda Digital Íslands, kemur fram að útsendingar Digital Íslands koma í staðinn fyrir aðrar sjónvarpssendingar á svæðinu og því er myndlykill nauðsynlegur þeim sem vilja sjá umræddar sjónvarpsstöðvar á svæðinu.

Enn sem komið er nást útsendingar Digital Íslands ekki í Skorradal og Lundareykjadal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×