Flóahreppur hafnar Urriðafossvirkjun 14. júní 2007 18:49 Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að taka Urriðafossvirkjun út úr drögum að aðalskipulagi. Landsvirkjunarmenn segja þetta koma mjög á óvart og hyggjast ræða betur við hreppinn.Urriðafossvirkjun er sú stærsta af þremur virkjunum sem Landsvirkjun áformar í neðri hluta Þjórsár, 125 megavött af afli. Henni fylgir jafnframt stærsta uppistöðulón þessara virkjana, nefnt Heiðarlón. Þjórsárvirkjunum var ætlað að afla orku vegna stækkaðs álvers í Straumsvík en þótt þau áform virðist nú frá lítur Landsvirkjun engu að síður á þessa virkjanir í sveitum Suðurlands sem nærtækasta virkjanakost sinn. En nú er komið babb í bátinn. Fréttavefurinn Glugginn skýrir frá því að sveitarstjórn Flóahrepps hafi samþykkt í gærkvöldi að að gera ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í drögum að aðalskipulagi, en fyrrum Villingaholtshreppur hafði haft virkjunina inni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir þetta koma mjög á óvart. Viðræður muni hins vegar halda áfram við hreppinn þar sem þetta verði rætt betur og aflað skýringa. Þorsteinn bendir á að Urriðafossvirkjun sé í þremur sveitarfélögum, hin tvö hafi samþykkt hana, og því myndi Skipulagsstofnun þurfa að ná sameiginlegri niðurstöðu milli hreppanna. Hann vekur athygli á því Flóahreppur hafi ályktað um málið með þeim rökstuðningi að ekki sé fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélagið af virkjuninni. Landsvirkjun skilji málið þannig að hreppurinn sé að vísa til þess að fasteignagjöldin lendi í öðru sveitarfélagi. Fyrirtækið geti lítið gert við því, þetta séu landslög. Landsvirkjun hafi hins vegar ekki legið á þeirri skoðun sinni að heppilegra væri að tekjur færu jafnar á sveitarfélög þegar svona stór mannvirki væru annarsstaðar. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að taka Urriðafossvirkjun út úr drögum að aðalskipulagi. Landsvirkjunarmenn segja þetta koma mjög á óvart og hyggjast ræða betur við hreppinn.Urriðafossvirkjun er sú stærsta af þremur virkjunum sem Landsvirkjun áformar í neðri hluta Þjórsár, 125 megavött af afli. Henni fylgir jafnframt stærsta uppistöðulón þessara virkjana, nefnt Heiðarlón. Þjórsárvirkjunum var ætlað að afla orku vegna stækkaðs álvers í Straumsvík en þótt þau áform virðist nú frá lítur Landsvirkjun engu að síður á þessa virkjanir í sveitum Suðurlands sem nærtækasta virkjanakost sinn. En nú er komið babb í bátinn. Fréttavefurinn Glugginn skýrir frá því að sveitarstjórn Flóahrepps hafi samþykkt í gærkvöldi að að gera ekki ráð fyrir Urriðafossvirkjun í drögum að aðalskipulagi, en fyrrum Villingaholtshreppur hafði haft virkjunina inni. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir þetta koma mjög á óvart. Viðræður muni hins vegar halda áfram við hreppinn þar sem þetta verði rætt betur og aflað skýringa. Þorsteinn bendir á að Urriðafossvirkjun sé í þremur sveitarfélögum, hin tvö hafi samþykkt hana, og því myndi Skipulagsstofnun þurfa að ná sameiginlegri niðurstöðu milli hreppanna. Hann vekur athygli á því Flóahreppur hafi ályktað um málið með þeim rökstuðningi að ekki sé fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélagið af virkjuninni. Landsvirkjun skilji málið þannig að hreppurinn sé að vísa til þess að fasteignagjöldin lendi í öðru sveitarfélagi. Fyrirtækið geti lítið gert við því, þetta séu landslög. Landsvirkjun hafi hins vegar ekki legið á þeirri skoðun sinni að heppilegra væri að tekjur færu jafnar á sveitarfélög þegar svona stór mannvirki væru annarsstaðar.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira