Innlent

Nýr dráttarbátur í Fjarðarbyggð

Nýi dráttarbáturinn
Nýi dráttarbáturinn MYND/Fjarðarbyggð

Nýr dráttarbátur verður tekinn í notkun í Fjarðarbyggð þann 17. júní n.k. Athöfn fer fram við Reyðarfjarðarhöfn kl. 11 og verður bátnum gefið nafn og hann blessaður. Athöfnin er fyrsti liðurinn í þjóðhátíðardagskrá Fjarðarbyggðar.

Báturinn er af Damen gerð og er með stærri dráttarbátum á landinu. Togkraftur hans er 27.8 tonn. Í áhöfn bátsins eru skipstjóri, vélstjóri og hafnsögumaður. Öflug brunadæla er um borð sem dælir um 300 m3 á klukkustund. Hún er ætluð til að slökkva elda um borð í skipum eða við hafnir.

Vegna komu fleiri og stærri flutningaskipa til Mjóeyrarhafnar meðal annars í tengslum við álver Alcoa Fjarðaáls var talið nauðsynlegt fyrir Fjarðabyggðarhafnir að hafa öflugan dráttarbát til umráða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×