Fleiri fréttir Sorg og sársauki eftir mikið brunaslys Sautján ára gamall Hafnfirðingur sem fékk þriðja stigs bruna á 60 prósent líkamans eftir sjóðandi sturtu, segist vonast til að tilfelli eins og hans verði til að bjarga öðrum frá því sama. Ár er liðið frá slysinu og hann segir sorgina og sársaukann hafa verið óbærilegan. 8.6.2007 18:56 Mestu fólksflutningar á Íslandi frá Vestmannaeyjagosi Framundan eru einir mestu fólksflutningar á Íslandi frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þegar fólk tekur að streyma úr Reyðarfirði og frá Kárahnjúkum. Álverið eystra verður tekið formlega í notkun á morgun. 8.6.2007 18:45 Ódýrustu sumarhúsin kosta tæpar fjörtíu milljónir króna Sumarhúsabyggð þar sem ódýrustu húsin kosta rúmlega fjörutíu milljónir króna og hægt er að lenda einkaflugvél nánast á hlaðinu er að rísa í Þykkvabænum. 8.6.2007 18:43 Lögreglurannsóknar krafist á Goldfinger Bæjarráð Kópavogs skorar á félagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort brotin hafi verið lög um ferðafrelsi og atvinnuréttindi í tengslum við rekstur næturklúbbsins Goldfinger. Einnig er skorað á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hvort lögreglusamþykkt hafi verið brotin. 8.6.2007 18:42 Ingibjörg Sólrún á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Helsinki, en Finnar gegna formennsku í norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir 8.6.2007 18:06 76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né. 8.6.2007 16:39 Framlengja leyfi til að miðla persónuupplýsingum til Bandaríkjanna Persónuvernd hefur framlengt tímabundið leyfi flugfélagsins Icelandair ehf til að miðla ýmsum persónuupplýsingum farþega sinna til heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna. Leyfið gildir til 31. júlí næstkomandi. 8.6.2007 16:24 Varar við ótímabærum þungunum Fjölmiðlaumfjöllun um hættu á blótappa samfara töku Yasmin getnaðarvarnartaflna getur aukið hættuna á ótímabærri þungun. Þetta kemur fram í frétt frá landlæknisembættinu. Aðstoðarlandlæknir varar við því að konur hætti að taka pilluna án þess að leita ráða hjá læknum fyrst. 8.6.2007 15:38 Ísland og Kína gera samkomulag á sviði neytendaverndar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Zohua Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í dag samkomulag milli viðskiptaráðuneytis Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar-og viðskipta í alþýðulýðveldinu í Kína um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar. 8.6.2007 15:22 Bakkavör sýknað af kröfu Bakkavarar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði dag Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf. af kröfum Bakkavör Group um að því væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í nafni fyrirtækisins. Töldu eigendur Bakkavör Group sig hafa einkarétt á nafninu. 8.6.2007 15:17 Próflaus á skellinöðru Drengur undir fermingaraldri var stöðvaður á litlu mótorhjóli í vesturhluta borgarinnar fyrr í vikunni. Hann ók bæði um íbúðargötu og nærliggjandi tún. Drengurinn sagði lögreglunni að afi sinn hefði gefið honum leyfi fyrir þessum akstri. 8.6.2007 15:02 Yfir 300 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík Alls verða 337 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reyjavík á morgun. Þá mun skólinn í fyrsta skipti útskrifa lögfræðinga með fullnaðarpróf í lögum. 8.6.2007 14:42 Unglingar staðnir að veggjakroti Tveir piltar voru staðnir að veggjakroti í Smáralind í gærkvöld. Piltarnir, sem eru 13 og 14 ára, og foreldrar þeirra fengu tiltal frá lögreglunni. Lögreglan lítur veggjakrot alvarlegum augum enda er um eignaspjöll að ræða. Mál sem þessi koma nánast daglega á borð lögreglu. 8.6.2007 14:38 Geymsluskúr í björtu báli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf eitt í dag eftir að tilkynning barst um eld í einbýlishúsi við Langabrekku í Kópavogi. Sendir voru þrír slökkviliðsbílar á staðinn en þegar þangað kom reyndist enginn eldur vera í húsinu heldur í geymsluskúr á lóðinni bak við. 8.6.2007 14:33 Stútur kitlaði pinnann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra var stöðvaður á Kringlumýrarbraut en bíll hans mældist á 139 km hraða. Ökumaðurinn, sem er fimmtugur, rengdi ekki hraðamælinguna en bar því við að hann vissi ekki hver leyfður hámarkshraði á þessum stað væri. 8.6.2007 14:31 Dalfoss skal skipið heita Nýtt frystiskip Eimskips var nefnt Dalfoss við hátíðlega athöfn í Sundahöfn í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem skip er nefnt í Sundahöfn og var tekið á móti gestum á athafnasvæði Eimskips á höfninni af því tilefni. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipa, sagði við þetta tækifæri að skipið gæfi fyrirtækinu gott samkeppnisforskot í kæli- og frystiflutningum en fyrirtækið hefði náð leiðandi stöðu á alþjóðavísu á því sviði. 8.6.2007 13:38 Geiri á Goldfinger óttast ekki lögregluna Ásgeir Davíðsson eigandi skemmtistaðarins Goldfinger óttast ekki afskipti lögreglunnar af rekstri staðarins. Hann segir að lögreglan rannsaki staðinn reglulega, meðal annars til að kanna aðbúnað þeirra stúlkna sem þar starfi. 8.6.2007 13:18 Orkuverð til iðnaðar í Bandaríkjunum tvöfalt hærra en á Íslandi Heildsöluverð á raforku til iðnaðar í Bandaríkjunum er að meðaltali tvöfalt hærra en samið hefur verið um að greitt er fyrir orkuna til fyrirhugaðrar álbræðslu í Helguvík. Mikil leynd hefur hvílt yfir orkusamningum til stóriðju í gegnum tíðina og því tíðindi þegar það er staðfest að umsamið orkuverð til fyrirhugaðs Helguvíkurálvers sé tvær komma ein króna á kílóvattsstund. 8.6.2007 13:04 Hjartavernd fyrir konur Þann 16. júní næstkomandi fer hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hjartavernd er aðalsamstarfsaðili hlaupsins í ár. Að því tilefni hefur stofnunin ásamt ÍSÍ og Lýðheilsustöð gefið út bæklinginn Hreyfing er hjartans mál - hjartaprófið sem er sérstaklega sniðinn að konum. 8.6.2007 13:00 Álverið í Reyðarfirði tekið formlega í notkun Álverið tók til starfa í byrjun apríl síðastliðnum en verður formlega tekið í notkun á morgun. Framleiðslugeta álversins nýja verður 346 þúsund tonn. 8.6.2007 12:53 Telja að Landsvirkjun tapi 16 milljörðum á seinkunum Tap Alcoa Fjarðaráls vegna tafa á orku frá Kárahnjúkavirkjun getur numið allt að 8 milljörðum króna samkvæmt útreikningum Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin telja ennfremur að tap Landsvirkjunar geti numið rúmlega 16 milljörðum vegna skaðabóta, tapaðri orkusölu og auknum framkvæmdakostnaði. Formaður samtakanna segir ljóst að almenningur muni þurfa greiða tapið. 8.6.2007 12:39 Hæsta bygging á Íslandi rís Hæsta bygging á Íslandi rís nú hratt upp frá grunni á Smáratorgi. Um er að ræða 20 hæða turn þar sem verslun og viðskipti verða í hávegum höfð. Og götumyndin í Smáranum tekur miklum breytingum þessar vikurnar. Það er fasteignafélagið SMI sem er að mestu í eigu Jakúps Jacobsen í Rúmfatalagernum sem stendur að byggingunni. Hún verður tilbúin í október og verður tæpir 80 metrar á hæð. 8.6.2007 12:11 Þroskahamlaðir hlaupa hringinn Evrópskir hlauparar með þroskahömlun eru væntanlegir á Suðurland í dag. Ætlun þeirra er að hlaupa hringinn í kringum landið. Hópurinn er hluti af verkefninu "Integrative Meetings of Friends" og hefur hlaupið rúmlega 8000 km. um Evrópu þvera og endilanga frá árinu 1999. 8.6.2007 11:30 Skora á ráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar Einhliða niðurskurður á aflamarki í þorski fyrir næsta fiskveiðiár er stórlega varasöm að mati stjórnar Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestamannaeyjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni. Þeir skora á sjávarútvegsráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um breytingar á aflareglu í þorski. 8.6.2007 10:48 Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps óánægð með úthlutun byggðakvóta Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps ályktaði gær að heildarmagn þess byggðakvóta sem úthlutað er kvótaárið 2006/2007 þurfi að vera mun meira ef aðgerðin á að hafa áhrif. Sveitarfélagið fékk 42 þorskígildistonn í sinn hlut. 8.6.2007 10:48 Árekstur í Skipholti Árekstur varð í Skipholti á ellefta tímanum í morgun. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á staðinn. Engar upplýsingar hafa fengist um slys á fólki. 8.6.2007 10:38 Takmarka skaðleg plastefni í leikföngum Innihald efnasambandsins þalats í plastleikföngum hefur verið takmarkað samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maí. Þalat er meðal annars notað til að gefa plasthlutum mýkt en það getur dregið úr frjósemi manna og verið skaðlegt ófæddum börnum í móðurkvið. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun að efnið sé sérstaklega hættulegt yngstu börnunum. 8.6.2007 10:34 Færð á vegum Búið er að opna Þorskafjarðarheiði. Þar er mikil bleyta og vegurinn tæpast fær nema fjórhjóladrifsbílum. Ásþungi er þar takmarkaður við tvö tonn. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á fjölmörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Kort sem sýna ástand á hálendisleiðum verða gefin út vikulega fram eftir sumri og taka gildi á fimmtudögum. Kortin segja ekki til um færð, heldur hvar umferð er óheimil. 8.6.2007 10:11 Önnur atlaga að Ermasundinu Sundkappinn Benedikt S. Lafleur undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir aðra tilraun sína til að synda yfir Ermarsundið. Hann áætlar að þreyta sundið 7.-14.júlí. Benedikt reyndi við sundið í fyrra. Þá varð hann að hætta við eftir að hafa synt æfingasund í 10 klst. í höfninni. 8.6.2007 09:55 Jón Ólafsson með tónleika í Hafnarborg Jón Ólafsson heldur tónleika í Hafnarborg föstudagskvöldið 8. júní kl. 21:00. Tónleikarnir eru hluti af Björtum dögum sem nú standa yfir í Hafnarfirði. 7.6.2007 22:57 Enn er lýst eftir Þorvaldi Erni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen. En ekkert hefur spurst til hans síðan miðvikudaginn 5. júní. Þorvaldur er 17 ára, 180 cm á hæð, dökkhærður og grannvaxinn. 7.6.2007 21:24 KF Nörd ætlar að verja heiður Íslendinga KF Nörd, hið stórskemmtilega knattspyrnulið sem varð til í samnefndum sjónvarpsþætti, hefur skorað á sænska KF Nörd liðið í landsleik til þess að hefna ófara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta kom fram í Ísland í Dag í kvöld. 7.6.2007 20:15 Ingjaldur sjósettur í dag Eftirmynd bátsins Ingjalds, sem Hannes Hafstein sýslumaður reyndi að stöðva breska landhelgisbrjóta á, var sjósett í Nauthólsvík í dag. 7.6.2007 20:00 Tekið á móti flóttafólki frá Kólumbíu í sumar 7.6.2007 19:57 Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. 7.6.2007 19:09 Móðir 12 ára einhverfs drengs beið í þrjú ár eftir greiningu Um 300 börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti. 7.6.2007 19:04 Garðyrkjubændur ættu að fá sama og Norðurál Garðyrkjubændur ættu að taka upp viðræður við orkusala í kjölfar tíðinda af orkuverði til Norðuráls vegna tilvonandi álvers í Helguvík. Þetta segir garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið til Norðuráls sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund. 7.6.2007 18:56 Óskiljanlegar skýringar dómsmálaráðuneytisins Brynjar Níelsson einn umsækjanda um embætti ríkissaksóknara segist hafa fengið óskiljanlegar skýringar frá dómsmálaráðuneytinu um það hvers vegna ráðningu í embættið var frestað.Embættið var auglýst til umsóknar fyrir kosningar, en ákveðið var eftir þær að Bogi Níelsson ríkisaksóknari ynni til áramóta. 7.6.2007 18:52 Hæst launaði opinberi starfsmaðurinn Mikil ásókn fjármálafyrirtækja í sérhæft starfsfólk þrýstir launum millistjórnenda Seðlabankans upp, sem aftur hækkar laun Seðlabankastjóranna upp fyrir laun forsætisráðherra og forseta Íslands. Formaður bankastjórnar Seðlabankans verður með rúmt þingfrarakaup umfram forsætisráðherra í laun um næstu áramót og þar með hæst launaði opinberi starfsmaðurinn. 7.6.2007 18:30 Íbúðalánasjóður ekki einkavæddur Félagsmálaráðherra, segir að Íbúðalánasjóður verði ekki einkavæddur meðan hún sé ráðherra. Formaður Framsóknarflokksins spurði á Alþingi í dag hvort Íbúðalánasjóður yrði seldur. 7.6.2007 18:26 Stóriðjustefnan lifir segir stjórnarandstaðan Stjórnarandstaðan segir að samningur um raforku til álvers í Helguvík sýni að stóriðjustefnan lifi góðu lífi. Umhversráðherra segir samninginn ekki tryggja að af framkvæmdunum verði. 7.6.2007 18:20 Hæstiréttur staðfestir dóm yfir stofnanda píramídafyrirtækis Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lesley Patricia Ágústsson gegn Mark Ashley Wells, stofnanda fyrirtækisins Aquanetworld ltd. Héraðsdómur dæmdi Mark á síðasta ári til að endurgreiða Lesley rúmlega 2,6 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Upphæðina lagði Lesley í fyrirtæki Marks árið 2005 en krafðist síðan endurgreiðslu þegar henni þótti sýnt að hann hefði ekki staðið við gerðan samning. 7.6.2007 17:00 Hæstiréttur viðurkenndi kröfu Sigurðar Helgasonar um hærri eftirlaun Hæstiréttur snéri í dag við dómi héraðsdóms í máli Sigurðar Helgasonar gegn FL-Group hf. Sigurður krafðist viðurkenningar á því að kaupréttarsamningar væru hluti af útreiknuðum launum þeirra átta starfsmanna sem hæst laun hefðu hjá fyrirtækinu, en laun þeirra voru til viðmiðunar við útreikning á eftirlaunum Sigurðar. 7.6.2007 16:51 Júlíus Vífill er formaður Miðborgar Reykjavíkur Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 5. júní að stofna félagið Miðborg Reykjavíkur en það hefur að markmiði að „vera vettvangur samráðs og málsvari hagsmunaaðila í miðborg Reykjavíkur,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjarvíkurborg. 7.6.2007 16:18 EFTA og Kanada gera fríverslunarsamning Samkomulag hefur náðst milli EFTA ríkjanna og Kanada um fríverslunarsamning milli ríkjanna. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að samningurinn sé sérstaklega hagstæður fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði undirritaður við fyrsta tækifæri. 7.6.2007 16:18 Sjá næstu 50 fréttir
Sorg og sársauki eftir mikið brunaslys Sautján ára gamall Hafnfirðingur sem fékk þriðja stigs bruna á 60 prósent líkamans eftir sjóðandi sturtu, segist vonast til að tilfelli eins og hans verði til að bjarga öðrum frá því sama. Ár er liðið frá slysinu og hann segir sorgina og sársaukann hafa verið óbærilegan. 8.6.2007 18:56
Mestu fólksflutningar á Íslandi frá Vestmannaeyjagosi Framundan eru einir mestu fólksflutningar á Íslandi frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þegar fólk tekur að streyma úr Reyðarfirði og frá Kárahnjúkum. Álverið eystra verður tekið formlega í notkun á morgun. 8.6.2007 18:45
Ódýrustu sumarhúsin kosta tæpar fjörtíu milljónir króna Sumarhúsabyggð þar sem ódýrustu húsin kosta rúmlega fjörutíu milljónir króna og hægt er að lenda einkaflugvél nánast á hlaðinu er að rísa í Þykkvabænum. 8.6.2007 18:43
Lögreglurannsóknar krafist á Goldfinger Bæjarráð Kópavogs skorar á félagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort brotin hafi verið lög um ferðafrelsi og atvinnuréttindi í tengslum við rekstur næturklúbbsins Goldfinger. Einnig er skorað á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hvort lögreglusamþykkt hafi verið brotin. 8.6.2007 18:42
Ingibjörg Sólrún á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Helsinki, en Finnar gegna formennsku í norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir 8.6.2007 18:06
76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né. 8.6.2007 16:39
Framlengja leyfi til að miðla persónuupplýsingum til Bandaríkjanna Persónuvernd hefur framlengt tímabundið leyfi flugfélagsins Icelandair ehf til að miðla ýmsum persónuupplýsingum farþega sinna til heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna. Leyfið gildir til 31. júlí næstkomandi. 8.6.2007 16:24
Varar við ótímabærum þungunum Fjölmiðlaumfjöllun um hættu á blótappa samfara töku Yasmin getnaðarvarnartaflna getur aukið hættuna á ótímabærri þungun. Þetta kemur fram í frétt frá landlæknisembættinu. Aðstoðarlandlæknir varar við því að konur hætti að taka pilluna án þess að leita ráða hjá læknum fyrst. 8.6.2007 15:38
Ísland og Kína gera samkomulag á sviði neytendaverndar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Zohua Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í dag samkomulag milli viðskiptaráðuneytis Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar-og viðskipta í alþýðulýðveldinu í Kína um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar. 8.6.2007 15:22
Bakkavör sýknað af kröfu Bakkavarar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði dag Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf. af kröfum Bakkavör Group um að því væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í nafni fyrirtækisins. Töldu eigendur Bakkavör Group sig hafa einkarétt á nafninu. 8.6.2007 15:17
Próflaus á skellinöðru Drengur undir fermingaraldri var stöðvaður á litlu mótorhjóli í vesturhluta borgarinnar fyrr í vikunni. Hann ók bæði um íbúðargötu og nærliggjandi tún. Drengurinn sagði lögreglunni að afi sinn hefði gefið honum leyfi fyrir þessum akstri. 8.6.2007 15:02
Yfir 300 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík Alls verða 337 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reyjavík á morgun. Þá mun skólinn í fyrsta skipti útskrifa lögfræðinga með fullnaðarpróf í lögum. 8.6.2007 14:42
Unglingar staðnir að veggjakroti Tveir piltar voru staðnir að veggjakroti í Smáralind í gærkvöld. Piltarnir, sem eru 13 og 14 ára, og foreldrar þeirra fengu tiltal frá lögreglunni. Lögreglan lítur veggjakrot alvarlegum augum enda er um eignaspjöll að ræða. Mál sem þessi koma nánast daglega á borð lögreglu. 8.6.2007 14:38
Geymsluskúr í björtu báli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf eitt í dag eftir að tilkynning barst um eld í einbýlishúsi við Langabrekku í Kópavogi. Sendir voru þrír slökkviliðsbílar á staðinn en þegar þangað kom reyndist enginn eldur vera í húsinu heldur í geymsluskúr á lóðinni bak við. 8.6.2007 14:33
Stútur kitlaði pinnann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra var stöðvaður á Kringlumýrarbraut en bíll hans mældist á 139 km hraða. Ökumaðurinn, sem er fimmtugur, rengdi ekki hraðamælinguna en bar því við að hann vissi ekki hver leyfður hámarkshraði á þessum stað væri. 8.6.2007 14:31
Dalfoss skal skipið heita Nýtt frystiskip Eimskips var nefnt Dalfoss við hátíðlega athöfn í Sundahöfn í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem skip er nefnt í Sundahöfn og var tekið á móti gestum á athafnasvæði Eimskips á höfninni af því tilefni. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipa, sagði við þetta tækifæri að skipið gæfi fyrirtækinu gott samkeppnisforskot í kæli- og frystiflutningum en fyrirtækið hefði náð leiðandi stöðu á alþjóðavísu á því sviði. 8.6.2007 13:38
Geiri á Goldfinger óttast ekki lögregluna Ásgeir Davíðsson eigandi skemmtistaðarins Goldfinger óttast ekki afskipti lögreglunnar af rekstri staðarins. Hann segir að lögreglan rannsaki staðinn reglulega, meðal annars til að kanna aðbúnað þeirra stúlkna sem þar starfi. 8.6.2007 13:18
Orkuverð til iðnaðar í Bandaríkjunum tvöfalt hærra en á Íslandi Heildsöluverð á raforku til iðnaðar í Bandaríkjunum er að meðaltali tvöfalt hærra en samið hefur verið um að greitt er fyrir orkuna til fyrirhugaðrar álbræðslu í Helguvík. Mikil leynd hefur hvílt yfir orkusamningum til stóriðju í gegnum tíðina og því tíðindi þegar það er staðfest að umsamið orkuverð til fyrirhugaðs Helguvíkurálvers sé tvær komma ein króna á kílóvattsstund. 8.6.2007 13:04
Hjartavernd fyrir konur Þann 16. júní næstkomandi fer hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hjartavernd er aðalsamstarfsaðili hlaupsins í ár. Að því tilefni hefur stofnunin ásamt ÍSÍ og Lýðheilsustöð gefið út bæklinginn Hreyfing er hjartans mál - hjartaprófið sem er sérstaklega sniðinn að konum. 8.6.2007 13:00
Álverið í Reyðarfirði tekið formlega í notkun Álverið tók til starfa í byrjun apríl síðastliðnum en verður formlega tekið í notkun á morgun. Framleiðslugeta álversins nýja verður 346 þúsund tonn. 8.6.2007 12:53
Telja að Landsvirkjun tapi 16 milljörðum á seinkunum Tap Alcoa Fjarðaráls vegna tafa á orku frá Kárahnjúkavirkjun getur numið allt að 8 milljörðum króna samkvæmt útreikningum Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin telja ennfremur að tap Landsvirkjunar geti numið rúmlega 16 milljörðum vegna skaðabóta, tapaðri orkusölu og auknum framkvæmdakostnaði. Formaður samtakanna segir ljóst að almenningur muni þurfa greiða tapið. 8.6.2007 12:39
Hæsta bygging á Íslandi rís Hæsta bygging á Íslandi rís nú hratt upp frá grunni á Smáratorgi. Um er að ræða 20 hæða turn þar sem verslun og viðskipti verða í hávegum höfð. Og götumyndin í Smáranum tekur miklum breytingum þessar vikurnar. Það er fasteignafélagið SMI sem er að mestu í eigu Jakúps Jacobsen í Rúmfatalagernum sem stendur að byggingunni. Hún verður tilbúin í október og verður tæpir 80 metrar á hæð. 8.6.2007 12:11
Þroskahamlaðir hlaupa hringinn Evrópskir hlauparar með þroskahömlun eru væntanlegir á Suðurland í dag. Ætlun þeirra er að hlaupa hringinn í kringum landið. Hópurinn er hluti af verkefninu "Integrative Meetings of Friends" og hefur hlaupið rúmlega 8000 km. um Evrópu þvera og endilanga frá árinu 1999. 8.6.2007 11:30
Skora á ráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar Einhliða niðurskurður á aflamarki í þorski fyrir næsta fiskveiðiár er stórlega varasöm að mati stjórnar Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestamannaeyjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni. Þeir skora á sjávarútvegsráðherra að fara ekki eftir tillögum Hafrannsóknarstofnunar um breytingar á aflareglu í þorski. 8.6.2007 10:48
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps óánægð með úthlutun byggðakvóta Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps ályktaði gær að heildarmagn þess byggðakvóta sem úthlutað er kvótaárið 2006/2007 þurfi að vera mun meira ef aðgerðin á að hafa áhrif. Sveitarfélagið fékk 42 þorskígildistonn í sinn hlut. 8.6.2007 10:48
Árekstur í Skipholti Árekstur varð í Skipholti á ellefta tímanum í morgun. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á staðinn. Engar upplýsingar hafa fengist um slys á fólki. 8.6.2007 10:38
Takmarka skaðleg plastefni í leikföngum Innihald efnasambandsins þalats í plastleikföngum hefur verið takmarkað samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maí. Þalat er meðal annars notað til að gefa plasthlutum mýkt en það getur dregið úr frjósemi manna og verið skaðlegt ófæddum börnum í móðurkvið. Fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun að efnið sé sérstaklega hættulegt yngstu börnunum. 8.6.2007 10:34
Færð á vegum Búið er að opna Þorskafjarðarheiði. Þar er mikil bleyta og vegurinn tæpast fær nema fjórhjóladrifsbílum. Ásþungi er þar takmarkaður við tvö tonn. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á fjölmörgum hálendisleiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi. Kort sem sýna ástand á hálendisleiðum verða gefin út vikulega fram eftir sumri og taka gildi á fimmtudögum. Kortin segja ekki til um færð, heldur hvar umferð er óheimil. 8.6.2007 10:11
Önnur atlaga að Ermasundinu Sundkappinn Benedikt S. Lafleur undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir aðra tilraun sína til að synda yfir Ermarsundið. Hann áætlar að þreyta sundið 7.-14.júlí. Benedikt reyndi við sundið í fyrra. Þá varð hann að hætta við eftir að hafa synt æfingasund í 10 klst. í höfninni. 8.6.2007 09:55
Jón Ólafsson með tónleika í Hafnarborg Jón Ólafsson heldur tónleika í Hafnarborg föstudagskvöldið 8. júní kl. 21:00. Tónleikarnir eru hluti af Björtum dögum sem nú standa yfir í Hafnarfirði. 7.6.2007 22:57
Enn er lýst eftir Þorvaldi Erni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Þorvaldi Erni Thoroddsen. En ekkert hefur spurst til hans síðan miðvikudaginn 5. júní. Þorvaldur er 17 ára, 180 cm á hæð, dökkhærður og grannvaxinn. 7.6.2007 21:24
KF Nörd ætlar að verja heiður Íslendinga KF Nörd, hið stórskemmtilega knattspyrnulið sem varð til í samnefndum sjónvarpsþætti, hefur skorað á sænska KF Nörd liðið í landsleik til þess að hefna ófara íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Þetta kom fram í Ísland í Dag í kvöld. 7.6.2007 20:15
Ingjaldur sjósettur í dag Eftirmynd bátsins Ingjalds, sem Hannes Hafstein sýslumaður reyndi að stöðva breska landhelgisbrjóta á, var sjósett í Nauthólsvík í dag. 7.6.2007 20:00
Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. 7.6.2007 19:09
Móðir 12 ára einhverfs drengs beið í þrjú ár eftir greiningu Um 300 börn eru á biðlista hjá Greiningarstöð ríkisins og tæplega helmingurinn þeirra börn, þar sem grunur leikur á einhverfu. Móðir 12 ára drengs sem nýlega var greindur með einhverfu segist hafa beðið eftir greiningu á syni sínum í þrjú ár. Sviðsstjóri Greiningarstöðvar segir að fleira sérmenntað starfsfólk vanti. 7.6.2007 19:04
Garðyrkjubændur ættu að fá sama og Norðurál Garðyrkjubændur ættu að taka upp viðræður við orkusala í kjölfar tíðinda af orkuverði til Norðuráls vegna tilvonandi álvers í Helguvík. Þetta segir garðyrkjuráðunautur Bændasamtaka Íslands. Forstjóri Orkuveitunnar staðfestir að verðið til Norðuráls sé nærri tveimur komma einni krónu á kílóvattstund. 7.6.2007 18:56
Óskiljanlegar skýringar dómsmálaráðuneytisins Brynjar Níelsson einn umsækjanda um embætti ríkissaksóknara segist hafa fengið óskiljanlegar skýringar frá dómsmálaráðuneytinu um það hvers vegna ráðningu í embættið var frestað.Embættið var auglýst til umsóknar fyrir kosningar, en ákveðið var eftir þær að Bogi Níelsson ríkisaksóknari ynni til áramóta. 7.6.2007 18:52
Hæst launaði opinberi starfsmaðurinn Mikil ásókn fjármálafyrirtækja í sérhæft starfsfólk þrýstir launum millistjórnenda Seðlabankans upp, sem aftur hækkar laun Seðlabankastjóranna upp fyrir laun forsætisráðherra og forseta Íslands. Formaður bankastjórnar Seðlabankans verður með rúmt þingfrarakaup umfram forsætisráðherra í laun um næstu áramót og þar með hæst launaði opinberi starfsmaðurinn. 7.6.2007 18:30
Íbúðalánasjóður ekki einkavæddur Félagsmálaráðherra, segir að Íbúðalánasjóður verði ekki einkavæddur meðan hún sé ráðherra. Formaður Framsóknarflokksins spurði á Alþingi í dag hvort Íbúðalánasjóður yrði seldur. 7.6.2007 18:26
Stóriðjustefnan lifir segir stjórnarandstaðan Stjórnarandstaðan segir að samningur um raforku til álvers í Helguvík sýni að stóriðjustefnan lifi góðu lífi. Umhversráðherra segir samninginn ekki tryggja að af framkvæmdunum verði. 7.6.2007 18:20
Hæstiréttur staðfestir dóm yfir stofnanda píramídafyrirtækis Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lesley Patricia Ágústsson gegn Mark Ashley Wells, stofnanda fyrirtækisins Aquanetworld ltd. Héraðsdómur dæmdi Mark á síðasta ári til að endurgreiða Lesley rúmlega 2,6 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Upphæðina lagði Lesley í fyrirtæki Marks árið 2005 en krafðist síðan endurgreiðslu þegar henni þótti sýnt að hann hefði ekki staðið við gerðan samning. 7.6.2007 17:00
Hæstiréttur viðurkenndi kröfu Sigurðar Helgasonar um hærri eftirlaun Hæstiréttur snéri í dag við dómi héraðsdóms í máli Sigurðar Helgasonar gegn FL-Group hf. Sigurður krafðist viðurkenningar á því að kaupréttarsamningar væru hluti af útreiknuðum launum þeirra átta starfsmanna sem hæst laun hefðu hjá fyrirtækinu, en laun þeirra voru til viðmiðunar við útreikning á eftirlaunum Sigurðar. 7.6.2007 16:51
Júlíus Vífill er formaður Miðborgar Reykjavíkur Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum 5. júní að stofna félagið Miðborg Reykjavíkur en það hefur að markmiði að „vera vettvangur samráðs og málsvari hagsmunaaðila í miðborg Reykjavíkur,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjarvíkurborg. 7.6.2007 16:18
EFTA og Kanada gera fríverslunarsamning Samkomulag hefur náðst milli EFTA ríkjanna og Kanada um fríverslunarsamning milli ríkjanna. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að samningurinn sé sérstaklega hagstæður fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir því að samningurinn verði undirritaður við fyrsta tækifæri. 7.6.2007 16:18