Fleiri fréttir

Stóðu vaktina í sautján klukkustundir

Slökkviliðsmenn stóðu vaktina í sautján klukkustundir í miðbæ Reykjavíkur í gær og í nótt vegna brunans þar. Hundrað og tíu starfsmenn slökkviliðsins voru að störfum þegar mest var.

Eins og tifandi tímasprengja

Rafvirki sem vann í húsunum sem brunnu í gær líkir ástandi rafmagnsmála í þeim við tifandi tímasprengju. Kristján Kristjánsson rafvirkjameistari vann að rafmagninu í húsinu á horni Lækjargötu og Austurstræti fyrir skemmstu.

Framleiðsla hafin í stærsta álveri landsins

Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins.

Lýsi hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands

Lýsi hlaut í dag útflutningsverðlaun forseta Ísland sem afhent voru við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Það var Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

Íslandshreyfingin kynnir fimm efstu sætin í NV-kjördæmi

Íslandshreyfingin - lifandi land kynnti í dag fimm fyrstu frambjóðendur sína í Norðvesturkjördæmi. Í fyrsta sæti er Pálína Vagnsdóttir, athafnakona úr Bolungarvík, Sigurður Valur Sigurðsson, ferðamálafræðingur frá Akranesi, í öðru sæti og Sólborg Alda Pétursdóttir, kennari úr Skagafirði, í því þriðja.

Umferðarslys á Þorlákshafnarvegi

Umferðarslys varð á mótum Þorlákshafnarvegar og Suðurstrandarvegar um klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var um að ræða tvo bíla en ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru.

Bók um Íslandstúr Sigur Rósar gefin út í sumar

Bók um ferðalag hljómsveitarinnar Sigur Rósar um Ísland á síðasta ári lítur dagsins ljós þann 1. júní. Bókin hefur fengið nafnið ´in a frozen sea - a year with sigur rós´ og er það Jeff Anderson sem er höfundur hennar, en forlag hans A+R, gefur bókina út.

Góð aðsókn á ferðahátíð í borginni

Mikil þátttaka hefur verið helstu dagskrárliðum ferðahátíðarinnar Ferðalangur á heimaslóð sem haldin er í dag í og við höfuðborgarsvæðið. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin en með henni á að hvetja almenning til að skoða umhverfi sitt með augum ferðamannsins.

Samfylkingin upp á landsvísu en niður í Suðvesturkjördæmi

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn bæta við sig fylgi á landsvísu í nýrri könnun Capasent Gallups en Vinstri grænum fatast flugið og Framsókn tapar fylgi. Samfylkingin tapar hins vegar verulegu fylgi í Suðvesturkjördæmi en Vinstri grænir koma í fyrsta skipti mönnum á þing í kjördæminu, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2.

Telur hundruð fugla hafa drepist vegna olíumengunar frá Muuga

Talið er líklegt að hundruð fugla hafi drepist vegna olíumengunar frá Wilson Muga í Hvalsnesfjöru. Starfsmaður Náttúrustofu Reykjaness fann í gærmorgun fyrstu olíublautu fuglana og hann gagnrýnir að vöktun á lífríkinu hafi ekki verið á svæðinu meðan skipið var þar.

Segja brunavarnir hafa verið í góðu lagi á Pravda

Eigendur skemmtistaðarins Pravda, sem brann til kaldra kola í gær, segja brunavarnir í húsinu hafa verið í mjög góðu ásigkomulagi og allar viðeigandi varúðarrástafanir hafi verið til staðar.

Notuðu 300 loftkúta við reykköfun í gær

Slökkviliðsmenn notuðu um 300 loftkúta við reykköfun í brunanum í miðbæ í gær, en það jafngildir loftnotkun í 10 og hálfan sólarhring. Þetta sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Stöð 2 nú í hádeginu. Hreinsunarstarf stendur nú yfir á staðnum þar sem Austurstræti 22 brann til kaldra kola.

Tjón í fyrirtækjum á Vitastíg vegna heitavatnsflóðs

Sjö manns voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir að þeir höfðu brennst á fæti þegar sjóðandi heitt vatn fossaði niður Vitastíg í gærkvöld. Tjón varð þegar sjóðandi vatn rann inní fyrirtæki og hús.

Sumardeginum fyrsta fagnað víða um land

Sumardagurinn fyrsti er í dag. Honum verður fagnað víða um land með skrúðgöngum og skemmtunum. Það ætti að gleðja landann að næturfrost var í nótt. Það ku vita á gott að sumar og vetur frjósi saman.

Útflutningsverðlaun forsetans afhent í dag

Útflutningsverðlaun forseta Íslands verða afhent að Bessastöðum í dag í nítjánda sinn. Verðlaunin eru veitt fyrir markvert framlag til eflingar á útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar.

Fjölmenni á Andrésar Andar leikum fyrir norðan

Fjöldi manna og barna verður á skíðum í Hlíðarfjalli í dag, sumardaginn fyrsta. Fjallið opnaði klukkan hálfátta í morgun í sól og blíðu og tíu stiga frosti. Andrésar Andar leikarnir voru settir í gærkvöldi og hefst keppni í dag.

Vinstri - grænir fá tvo menn í SV-kjördæmi

Vinstri - grænir fá tvo menn kjörna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fréttstofu Stöðvar 2. Flokkurinn fékk engan mann kjörinn í kjördæminu í síðustu kosningum.

Samfylkingin sækir í sig veðrið

Samfylkingin sækir í sig veðrið og bætir við sig sex prósentustigum í könnun Capasent Gallups fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin fengi 24,1 prósent ef kosið yrði nú og er orðin stærri en Vinstri grænir sem tapa sex prósentustigum frá síðustu könnun og mælast nú með 19,1 prósent.

Tíu slökkviliðsmenn á brunavakt í nótt

Hópur tíu slökkviliðsmanna var á brunavakt í miðborg Reykjavíkur í alla nótt. Glæður leyndust víða í húsasamstæðunni á horni Lækjargötu og Austurstrætis þar sem stórbruninn varð í gærdag.

Leitað að manni í austurbænum

Um 130 björgunarsveitarmenn leita nú Sveins Þrastar Þormóðssonar, en hann síðast á gangi skammt frá heimili sínu á Laugarásvegi upp úr hádegi í gær. Leitin hefur staðið yfir frá því á tíunda tímanum í gær.

Sjö brenndu sig á heitu vatni í miðbænum

Sjö manns voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir að þeir höfðu brennst á fæti þegar sjóðandi heitt vatn fossaði niður Vitastíg í gærkvöld. Lögregla fékk tilkynningu um málið um klukkan 21.40 og lokaði hún Laugavegi og Hverfisgötu til móts við Vitastíg.

Elstu hús Reykjavíkur

Á reitnum sem afmarkast af Pósthússtræti, Austurstræti, Lækjargötu og Skólabrú eru mörg sögufræg hús. Húsaröðin við Lækjargötu 2, Austurstræti 20 og 22 er ein elsta varðveitta götumynd borgarinnar og með helstu kennileitum bæjarins.

Óljóst með endurbyggingu

Eigendur húsanna sem brunnu segja ekki ljóst hvort húsin verið byggð upp í upprunalegri mynd.

Gífurleg eyðilegging í stórbruna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö sögufræg hús urðu eldi að bráð í mesta bruna í Reykjavík í áratugi. Mikil mildi þykir að enginn slasaðist í eldsvoðanum. Allt tiltækt slökkvilið barðist við eldinn. Eldvarnir eru taldar hafa verið ófullnægjandi.

Andrésarandarleikarnir settir í kvöld

Andrésarandarleikarnir verða settir í kvöld kl 20:30 í íþróttahöllinni á Akureyri. Um 700 keppendur á aldrinum 7-14 ára eru á svæðinu og má búast við fjörugum leikum. Keppnin sjálf hefst svo í fyrramálið kl 9:00. Lögreglan á Akureyri er við öllu viðbúin og hefur aukið við sig fólki í löggæslu vegna mikils fjölda fólks í bænum, en búist er við að um 3500-4000 manns.

Biskup Íslands fulltrúi lútherskra kirkna í London

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, verður fulltrúi lútherskra kirkna við biskupsvígslu í London. Biskup Íslands hefur þegið boð Rowan Williams, erkibiskups af Kantaraborg um að vera fulltrúi lútherskra kirkna er tilheyra Porvoo samkomulaginu við biskupsvígslu í Southwark dómkirkju fimmtudaginn 19. apríl næstkomandi. Tilefnið er vígsla nýs biskups í Wolverhampton, sr. Clive Gregory.

Færri á nagladekkjum í ár en í fyrra

Um 42% bifreiða eru á nagladekkjum samkvæmt talningu sem gerð var 11. apríl. síðastliðinn. Þetta er um 2-3% lægri tala en hefur verið síðustu árin. Önnur talning verður gerð í næstu viku. Frá og með 15. apríl var óleyfilegt að vera á nöglum.

Stimpilgjöld verða felld niður

Stimpilgjöld verða felld niður eins fljótt og þensla leyfir - sama hvaða flokkar komast til valda eftir kosningar. Allir stjórnmálaflokkar eru hlynntir afnámi stimpilgjalds.

Unnur Svava sigrar í Raunveruleikum Landsbankans

Unnur Svava sigraði í Raunveruleiknum Landsbankans í ár. En verðlaunin voru veitt í þriðja sinn í dag. 1.627 nemendur í 10. bekk tóku þátt í leiknum. Raunveruleikurinn er gagnvirkur hermileikur á netinu sem fræðir nemendur 10. bekkjar um ábyrga meðferð fjármuna og neytendamál. Í

Framleiðsla hafin hjá Fjarðaáli á Reyðafirði

Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins.

Farþegum hefur fjölgað um 150 prósent

Farþegum sem fara um Egilsstaðaflugvöll hefur fjölgað um 150 prósent á undanförnum fjórum árum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur fjölgunin verið 17 prósent. Hafnar eru framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á flugvellinum.

Reykur tefur ekki flug frá Reykjavíkurflugvelli

Reyk hefur laggt suður yfir miðbæ Reykjavíkur vegna brunans á Austurstræti og Lækjatorgi og í átt að Reykjavíkurflugvelli. Að sögn starfsmanna flugvallarins hefur reykurinn ekki haft nein áhrif á flugsamgöngur innanlands og von er á að flug verði í góðu lagi fram eftir kvöldi.

Þakið á Austurstræti 22 er fallið

Þakið af Austurstræti 22, húsinu sem skemmtistaðurinn Pravda er til húsa er féll um fimmleytið. Verið er að vinna af því að rífa niður það sem eftir er af þakinu. Ekki er gert ráð fyrir að slökkvistarf klárist fyrr en í kvöld.

Flugvöllurinn er á góðum stað.

Núverandi flugvöllur í Vatnsmýrinni er á góðum stað fyrir flugsamgöngur en flugvallarsvæðið er dýrmætt sem byggingarland. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samgönguráðherra og borgarstjóra.

Slökkvistarf stendur langt fram á nótt

Slökkviliði hefur tekist að stöðva útbreiðslu eldsins í Lækjargötu 2 en þar logaði mikill eldur fyrr í dag. Unnið er að því að rífa þakplötur af Austurstræti 20 og allt þakið af húsi númer 22. Búist er við að það taki tvo til þrjá tíma í viðbót að slökkva eldinn en að slökkvistarf muni standa langt fram á nótt. Slökkviliðsstjóri heldur fréttamannafund klukkan 18.

Lögregla og slökkvilið hafi unnið af fumleysi og fagmennsku

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er meðal þeirra sem fylgist með aðgerðum niðri í miðbæ þar sem hús á horni Austurstrætis og Lækjargötu brenna. Sagði hann í samtali við Stöð 2 slökkvilið og lögreglu hafa unnið sem einn maður af fumleysi og fagmennsku að málinu.

Verður að endurreisa götumyndina sem fyrst

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist vilja byrja sem fyrst á því að endurreisa götumyndina í miðbænum eftir brunann á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Í samtali við Stöð 2 sagði Vilhjálmur lögreglu og slökkvilið hafa staðið sig vel í aðgerðunum.

Sorgleg sjón fyrir miðbæinn

„Þetta er mjög sorgleg sjón fyrir miðbæinn," segir Tómas Kristinsson, eigandi Café Óperu sem er á annarri hæð Lækjargötu 2 sem brennur nú í miðbænum.

Húsnæði Iðu fullt af reyk

Mikill reykur er inni í húsnæði Iðu sem stendur við hlið Café Óperu. Að sögn eiganda er ekki vitað hversu miklar skemmdir hafa orðið á húsnæðinu en það er nú úr allri eldhættu. Töluvert af fólki var inni í Iðu þegar vart varð við eldinn við hliðiná en vel gekk að tæma húsið.

Sjá næstu 50 fréttir