Innlent

Sextán handteknir í partíi í Garðabæ í morgun

MYND/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun 16 manns í partíi í Garðabæ eftir að fólkið hafði verið með uppsteyt við lögreglu sem hugðist leysa partíið upp.

Lögregla var kölluð til laust eftir klukkan níu að húsinu og hugðist stöðva partíhaldið. Varð þá hópurinn viðskotaillur svo lögregla þurfti að kallað á liðsauka til þess að eiga við hópinn, alls 16 lögreglumenn. Voru allir í partíinu, 16 manns, fluttir í fangageymslur á Hverfisgötu og í Hafnarfirði.

Varð þá hópurinn viðskotaillur svo lögregla þurfti að kallað á liðsauka til þess að eiga við hópinn, alls 16 lögreglumenn. Voru allir í partíinu, 16 manns, fluttir í fangageymslur á Hverfisgötu og í Hafnarfirði.

Við húsið fundust jafnframt tugir gramma af amfetamíni og hassi en einhverjir úr hópnum reyndu að koma efnunum í burtu með því að henda þeim út um glugga.

Fólkið hefur svo verið yfirheyrt í dag og sleppt að því loknu en yfirheyrslur yfir öllum í hópnum er ekki lokið. Lögregla segir að fólkið hafi verið á þrítugsaldri og af báðum kynjum og sumir þeirra hafi komið áður við sögu lögreglu. Fólkið hafi verið í annarlegu ástandi. Engan lögreglumann sakaði í átökunum en málið fer nú hefðbundna leið í kerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×