Innlent

Fjölmenni á Andrésar Andar leikum fyrir norðan

MYND/Ægir Þór Eysteinsson

Fjöldi manna og barna verður á skíðum í Hlíðarfjalli í dag, sumardaginn fyrsta. Fjallið opnaði klukkan hálfátta í morgun í sól og blíðu og tíu stiga frosti. Andrésar Andar leikarnir voru settir í gærkvöldi og hefst keppni í dag.

Um 700 keppendur allsstaðar af landinu ásamt þjálfurum, fararstjórum og fjölskyldum munu keppa og skemmta sér í Hlíðarfjalli næstu þrjá dagana. Þetta er í þrítugasta og annað skiptið sem leikarnir eru haldnir.

Þá er opið á skíðasvæðinu á Siglufirði frá klukkan 10-19 í dag. Allar lyftur eru opnar og heiðskírt á svæðinu og frábært skíðafæri að sögn staðarhaldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×