Innlent

Útflutningsverðlaun forsetans afhent í dag

MYND/Hrönn

Útflutningsverðlaun forseta Íslands verða afhent að Bessastöðum í dag í nítjánda sinn. Verðlaunin eru veitt fyrir markvert framlag til eflingar á útflutningsverslun og gjaldeyrisöflun íslensku þjóðarinnar.

Reglur verðlaunanna gera ráð fyrir að verðlaunin skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Í fyrra fékk félagið 3X-Stál verðlaunin, þar áður Kaupþing og árið 2004 féllu verðlaunin í skaut Bláa lónsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×