Innlent

Leitað að manni í austurbænum

Um 130 björgunarsveitarmenn leita nú Sveins Þrastar Þormóðssonar, en hann síðast á gangi skammt frá heimili sínu á Laugarásvegi upp úr hádegi í gær. Leitin hefur staðið yfir frá því á tíunda tímanum í gær.

Sveinn Þröstur sem er fæddur árið 1977 er 180 sentimetrar á hæð, grannvaxinn með dökkskollitað hár. Hann er klæddur í dökkgráa úlpu, dökkar buxur og gengur yfirleitt með brúnleita derhúfu.

Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir Sveins Þrastar Þormóðssonar frá því í hádegi í gær eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1100 eða 444-1104.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að leitað sé í 30 hópum en björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Suðurnesjum og Suðurlandi taka þátt í aðgerðinni auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flogið yfir leitarsvæðið.

Sérhæfðir leitarhópar eru við leit, auk víðavangshunda, sporhunda, kafara og björgunarskipa og báta Slysavarnafélagsins Landsbjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×