Innlent

Slökkvistarf stendur langt fram á nótt

Slökkviliði hefur tekist að stöðva útbreiðslu eldsins í Lækjargötu 2 en þar logaði mikill eldur fyrr í dag. Búist er við að það taki tvo til þrjá tíma í viðbót að slökkva eldinn en að slökkvistarf muni standa langt fram á nótt.

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu, á níunda tug manna, berst við eldinn. Þá hefur verið kallað eftir liðsauka frá Brunavörnum Suðurnesja en þeir slökkviliðsmenn eru á stöðinni í Skógarhlíð ef eldur skyldi koma upp annars staðar í bænum. Slíkt er alltaf gert í tilvikum sem þessum.

Fyrir stundu kom stórvirkur krani á vettvang til að lyfta þökunum upp svo slökkviliðsmenn eigi auðveldara með að komast að eldinum. Enn logar eldur í Austurstræti 20 þar sem Pravda er.

Útsending Stöðvar tvö og Vísis frá brunanum

Í myndaalbúmi hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru af brunanum í dag, m.a. úr þyrlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×