Innlent

Segja brunavarnir hafa verið í góðu lagi á Pravda

MYND/Frikki Þór

Eigendur skemmtistaðarins Pravda, sem brann til kaldra kola í gær, segja brunavarnir í húsinu hafa verið í mjög góðu ásigkomulagi og allar viðeigandi varúðarrástafanir hafi verið til staðar.

Í tilkynningu frá skemmtistaðnum segir að Pravda hafi alla tíð verið undir reglulegu og ströngu eftirliti með starfsemi sína enda miklar kröfur gerðar til öryggis og brunavarna hjá fyrirtækjum í veitingarekstri. Þar segir enn fremur að eigendur og starfsfólk Pravda séu harmi slegin eftir atburði gærdagsins.

Um gífurlegt tjón sé að ræða og þetta sé mikið áfall fyrir fyrirtækið og þá 50 starfsmenn sem vinna hjá því. Pravda hafi alla tíð fjárfest mikið í viðhald eignarinnar að Austurtræti 22 til að tryggja viðeigandi starfsumhverfi, aðbúnað og öryggi fyrir starfsemina.

Það sé einlæg von eigenda staðarins að Reykjavíkurborg vinni hratt og vel í málinu og aðstoði þau fyrirtæki sem komu hvað verst út úr þessu mikla tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×