Innlent

Góð aðsókn á ferðahátíð í borginni

Hópur fólks fór í gönguferð í Stardal nærri Skálafelli í dag.
Hópur fólks fór í gönguferð í Stardal nærri Skálafelli í dag. MYND/Ferðalangur

Mikil þátttaka hefur verið helstu dagskrárliðum ferðahátíðarinnar Ferðalangur á heimaslóð sem haldin er í dag í og við höfuðborgarsvæðið. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin en með henni á að hvetja almenning til að skoða umhverfi sitt með augum ferðamannsins.

Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar, sem eru Höfuðborgarstofa og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins, að um 400 manns hafi komið í hvalaskoðun og skemmtisiglingum um sundin blá með Hvalaskoðun Reykjavík í dag og þá hefur fjöldi fólks sótt Íshesta í Hafnarfirði heim og farið á hestbak. Auk þess hafa tæplega 200 manns farið með hópbílafyrirtækjunum út fyrir jaðar höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×