Innlent

Jón Viktor nær fyrsta áfanga að stórmeistaratitli

Jón Viktor Gunnarsson náði í dag fyrsta áfanga að stórmeistaratitli í skák þegar hann samdi jafntefli við alþjóðlega meistarann Innu Gaponenku frá Úkraínu. Fram kemur á vef Skáksambandsins að Jón Viktor hafi náð áfanganum á Minningarmótinu um Þráin Guðmundsson - Reykjavik International. Lettneski stórmeistarinn Normunds Miezes samdi einnig jafntefli og tryggði sér þar með efsta sætið á mótinu sem lýkur nú klukkan fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×