Innlent

Elstu hús Reykjavíkur

Á reitnum sem afmarkast af Pósthússtræti, Austurstræti, Lækjargötu og Skólabrú eru mörg sögufræg hús. Húsaröðin við Lækjargötu 2, Austurstræti 20 og 22 er ein elsta varðveitta götumynd borgarinnar og með helstu kennileitum bæjarins.

Austurstræti 20

Eitt elsta hús bæjarins að stofninum til frá 1805. Húsið var embættisbústaður sýslumanns og flutt inn tilhöggvið frá Svíþjóð. Veitingastaðirnir Hressingarskálinn, Ömmuhús og Gott í gogginn eru í húsinu sem er friðað.

Austurstræti 22

Byggt á árunum 1801 til 1802. Húsið var upphaflega bústaður stiftamtmanns en síðar var prestaskóli í húsinu. Húsið er friðað og nú er þar veitingastaðurinn Pravda.

Austurstræti 22

Söluturninn Fröken Reykjavík.

Lækjargata 2

Með eldri húsum bæjarins, reist árið 1852 og að líkindum fyrsta hornhúsið sem reist var í Reykjavík. Sigfús Eymundsson ljósmyndari átti húsið og var það jafnan kallað Eymundsenhús. Í dag eru í húsinu veitingastaðirnir Café Ópera, Café Rósenberg og Kebabhúsið. Lagt hefur verið til að húsið verði friðað.

Lækjargata 2a

Hér stóð áður Nýja bíó, byggt árið 1920, fyrsta kvikmyndahús landsins. Húsið skemmdist afar illa í bruna árið 1998 og var rifið. Nýtt hús var reist á grunni þess árið 2000. Þar er verslunin Iða.

Lækjargata 4

Hér stóð áður tvíflyft timburhús sem var flutt í Árbæjarsafn árið 1988. Nú er þar nýlegt íbúðar- og verslunarhúsnæði.

Pósthússtræti 11

Hótel Borg, byggt árið 1930 og teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Húsið er friðað.

Pósthússtræti 9

Skrifstofuhúsnæði. Kaffihúsið Kaffibrennslan.

Pósthússtræti 7/Austurstræti 16

Stórhýsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis var byggt af á árunum 1916 til 1917. Áður stóð verslunarhús á lóðinni sem brann árið 1915. Í dag eru skrifstofur og veitingastaður í húsinu.

Austurstræti 18

Verslunarhúsnæði. Hér er bókabúðin Eymundsson til húsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×