Innlent

Tjón í fyrirtækjum á Vitastíg vegna heitavatnsflóðs

Sjö manns voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir að þeir höfðu brennst á fæti þegar sjóðandi heitt vatn fossaði niður Vitastíg í gærkvöld. Tjón varð þegar sjóðandi vatn rann inní fyrirtæki og hús.

Ljóst er að töluvert tjón varð í fyrirtækjum við Vitastíg þegar heitavatnsrör gaf sig þar seint í gærkvöld sem leiddi til þess að sjóðandi vatn fossaði niður götuna og inná Laugarveg. Vatnið gróf undan gangstéttum og fór inní kjallara húsa. Umtalsvert tjón hefur orðið að minsta kosti í tölvuverslun við Vitastíg þar sem viðkvæmur búnaður var umflotin vatni og gufa lék um allt.

Í gærkvöld lagði mikla gufu frá heitavatnsfljótinu sem fossaði niður Vitastígin eins og sjá mátti í útsendingu Vísis frá vettvangi í gærkvöld. Sjö manns stigu í sjóðandi heitt vatnið og þurftu að fara á slysadeild og leita sér aðhlynningar vegna sára á fótum.

Lögregla kom skjótt á vettvang og girti hann af en talsverður fjöldi var á bæjarleið um þetta leyti og erfitt fyrir fólk að átta sig á aðstæðum enda byrgði gufan mönnum sýn. Sjö manns brenndu sig á vatninu, flestir í kringum ökkla, og voru þrír þeirra lagðir inn vegna sára sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×