Innlent

Íslandshreyfingin kynnir fimm efstu sætin í NV-kjördæmi

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA

Íslandshreyfingin - lifandi land kynnti í dag fimm fyrstu frambjóðendur sína í Norðvesturkjördæmi. Í fyrsta sæti er Pálína Vagnsdóttir, athafnakona úr Bolungarvík, Sigurður Valur Sigurðsson, ferðamálafræðingur frá Akranesi, í öðru sæti og Sólborg Alda Pétursdóttir, kennari úr Skagafirði, í því þriðja. Þá er Guttormur Hrafn Stefánsson, bóndi í Skagafirði, í fjórða sæti og Kristján S. Pétursson, nemi frá Ísafirði, í fimmta sæti.

Flokkurinn hefur nú kynnt frambjóðendur í fimm efstu sætum í fimm kjördæmum en eftir á að kynna frambjóðendur í Norðausturkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×