Innlent

Telur hundruð fugla hafa drepist vegna olíumengunar frá Muuga

Talið er líklegt að hundruð fugla hafi drepist vegna olíumengunar frá Wilson Muga í Hvalsnesfjöru. Starfsmaður Náttúrustofu Reykjaness fann í gærmorgun fyrstu olíublautu fuglana og hann gagnrýnir að vöktun á lífríkinu hafi ekki verið á svæðinu meðan skipið var þar.

Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur á Náttúrustofu Reykjaness, fann fyrstu olíublautu fuglana í Hvalsnesfjöru í gærmorgun. Hann telur hugsanlegt að mörg hundruð fuglar muni drepast vegna olíumengunarinnar frá Wilson Muuga.

Gunnar segir að það eigi að var sjálfsagt atriði að hafa vöktun á lífríki allan tímann í tilvikum sem þessu og hann sé sannfærður um að menn hafi misst af fjölmörgum fuglum sem hafi fengið olíu í fiðrið. Líklegt sé að að hundruð fugla hafi drepist úr olíumengun.

Gunnar segir að það fari eftir því hvað fuglarnir fái mikið af olíu í fiðrið hvort hægt sé að bjarga þeim. Svo virðist sem fuglar þurfi litla olíu ofan í sig til að það valdi þeim miklum skaða og þá geti litlir blettir reynst lífshættulegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×