Fleiri fréttir Bilun í sendum Stöðvar 2 á Suðurlandi 7.4.2007 15:06 Hver er uppruni og merking páskaeggsins? Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengur aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. 7.4.2007 15:03 Færeyingar stoltir af Jógvan Færeyingar eru glaðir mjög yfir því að Jógvan þeirra skyldi vinna X-Faktorinn á Íslandi og er um það getið í öllum fjölmiðlum eyjanna. Faktorinn var sýndur í beinni útsendingu í færeyska sjónvarpinu, en Færeyingar gátu hinsvegar ekki tekið þátt í símaatkvæðagreiðslunni. Það er rækilega tekið fram í færeysku miðlunum, og eru þeir stoltir yfir því að Jógvan skyldi vinna með sjötíu prósentum atkvæða án aðkomu landa sinna. Vikublaðið færeyska segir um keppnina: 7.4.2007 13:51 Skíðasvæðin í dag 7.4.2007 11:39 Tveir teknir fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl Lögreglan á Akureyri handtók tvo pilta fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl um miðjan dag í gær. 7.4.2007 10:04 Jógvan sigraði X-Factor Jógvan Hansen kom sá og sigraði í keppninni X-Factor á stöð 2 í gærkvöldi. Jógvan bar sigurðorð af HARA systrum frá Hveragerði sem veittu honum harða keppni. Jógvan er þar með fyrsti sigurvegarinn Íslands í X-Factor en hann sigraði eftir símakosningu með ríflega 70 prósent atkvæða. 7.4.2007 09:48 Eldur kom upp við Seljaveg Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð við Seljaveg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Í upphafi slökkvistarf var slökkvilið fáliðað þar sem þrír bílar þeirra voru uppteknir í útkalli vegna sinuelda í Hafnarfirði. Fljótlega komu þó fleiri bílar á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Alls voru níu brunaútköll hjá slökkviliðinu í gærkvöldi og flest þeirra vegna sinuelda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er það mildi að bruninn við Seljaveg í gærkvöldi var ekki stærri og áhyggjuefni að slökkviliðið sé æ oftar upptekið við að klappa þúfum. Hann segir fólk verða að gera sér grein fyrir hættunni sem verið að sé að bjóða heim með þessum alvarlega leik sem sinubruni er. 7.4.2007 09:48 Mikill erill hjá lögreglu Tveir menn brenndust á höndum og andliti þegar eldur kom upp í bíl sem þeir voru í. Mennirnir sem eru ungir að árum höfðu lagt bílnum við flugvallarveg þar sem þeir tóku sig til við að sniffa kveikjaragas. Eitthvað hefur víman sú ekki dugað til því að því loknu kveiktu þeir sér í sígarettu. Við það blossaði mikill eldur í bílnum og mennirnir komust út við illan leik. Slökkvilið var kallað til og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Mennirnir voru fluttir á slysadeild og að sögn lögreglu voru þeir með fyrsta og annan stigs bruna á andliti og höndum. Bíllinn er að sögn lögreglu illa sviðinn að innan. 7.4.2007 09:47 Víða sinueldar í borginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að sinna nokkrum útköllum í dag vegna sinubruna hér og þar í borginni og nágrenni hennar. Þrisvar hefur slökkvilið verið kallað til í Hafnarfjörðinn nú seinni partinn í dag og í kvöld vegna sinubruna, sem þó hafa allir verið minniháttar og viðráðanlegir. Slökkvilið segir benda til þess að þar séu brennuvargar að verki sem gangi um og kveiki elda. Það hefur verið þurrt og nokkuð kalt í borginni undanfarna daga og við slíkar aðstæður verður sina mjög þurr og eldfim. Búist er við vætu á morgun og þá þurfa brennuvargar eitthvað að bíða áður en þeir geta haldið áfram sinni hættulegu iðju, hafi lögregla ekki hendur í hári þeirra áður. 6.4.2007 20:58 Umferðaróhapp á Snæfellsnesvegi Umferðaróhapp varð á Snæfellsnesvegi við Bjarnarhöfn í dag. Óhappið varð þegar bíll var að taka fram úr öðrum við gatnamót þar sem það er bannað. Engan sakaði en voru ökumenn beggja bíla fluttir á sjúkrahúsið í Stykkishólmi þar sem læknir gekk úr skugga um það. Bílarnir voru báðir óökuhæfir eftir óhappið og þurfti kranabíla til að draga þá í burtu. 6.4.2007 20:50 Úrslitin í X-Factor í kvöld Úrslitakvöld X-Factors verður haldið í Vetrargarði í Smáralind í kvöld og keppa Hara systur og Færeyingurinn Jógvan um X-factorinn. Þau segja engu máli skipta hver beri sigur úr býtum því öll séu þau bestu vinir. Þótt Færeyingar geti ekki tekið þátt í símakosningunni verður keppnin send út beint í færeyska sjónvarpinu í fyrsta skipti í kvöld. 6.4.2007 19:32 Aukinn máttur í hendur eftir aðgerð Þeir sem hafa lamast fyrir neðan brjóstkassa og misst nær allan mátt í höndunum geta nú öðlast nokkurn handarmátt að nýju. Með aðgerð er hægt að færa fólki aukinn mátt í hendurnar og er reynslan af slíkum aðgerðum góð. Læknir sem lamaðist eftir umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir tæpum áratug er á leið í slíka aðgerð. 6.4.2007 19:25 Óánægja með starfsemi Forma Mikil óánægja er meðal aðstandenda átröskunarsjúklinga með starfssemi Forma, samtaka átröskunarsjúklinga og hefur verið leitað til Landlæknis með umkvartanir. Mörgum þykir Forma ganga full langt í baráttunni. 6.4.2007 19:00 Hátíðin Aldrei fór ég suður hafin Mikil eftirvænting ríkti á Ísafirði í dag en Aldrei fór ég suður hefst núna klukkan nítján. Í dag var þátttakendum hátíðarinnar boðið upp á plokkfisk í Tjöruhúsinu og var það mál manna að hann hefði bragðast betur en nokkru sinni fyrr. 6.4.2007 18:55 Spiluðu bingó á Austurvelli Eftir klukkan þrjú í dag mátti fólk fara á listsýningar, í leikhús eða í bíó. Það mátti hins vegar ekki fara á ball né spila bingó. Það eru þó ekki allir sem er tilbúnir til að fara að lögum. 6.4.2007 18:51 Athuga hvort sala á Glitnisbréfum sé tilkynningaskyld Samkeppniseftirlitið mun skoða það eftir helgi hvort sala á hlutabréfum í Glitni sé tilkynningaskyld til samkeppnisyfirvalda. Þá mun fjármálaeftirlitið óska eftir gögnum og fara yfir málið strax i næstu viku. 6.4.2007 18:12 Ferðalangar nýta blíðuna Blíðviðri er víða um land og hafa ferðalangar margir hverjir ákveðið að nýta frídaginn til útivistar. Fjölmargir héldu saman á jeppum upp á Langjökul að íshellinum og nutu þar veðurblíðunnar. Búist er við því að það þykkni upp með kvöldinu og að ekki verði alveg jafn vænlegt til ferðalaga næstu daga páskafrísins. 6.4.2007 15:18 Hjólaði lögreglumann um koll og handleggsbraut hann Lögregla þurfti að hafa afskipti af karlmanni í Austurborginni fyrir hádegi í dag. Hann var kominn að húsi konu sem ítrekað hefur kvartað undan ónæði mannsins. Lögregla ætlaði að handtaka manninn og rannsaka málið frekar þegar maðurinn stökk á bak reiðhjóli sínu og ætlaði að stinga lögreglu af. 6.4.2007 14:31 Flestir hálendisvegir eru lokaðir Vegagerðin vill brýna fyrir ferðalöngum að akstur utan vega er alltaf bannaður nema á snævi þakinni og frosinni jörð. Í tilkynningu segir að á meðan frost er að fara úr jörð er land sérstaklega viðkvæmt og sama er að segja um þá vegaslóða sem hálendisleiðirnar eru. 6.4.2007 14:07 Ólöglegt bingó á Austurvelli Félagið Vantrú efnir til bingóspils á Austurvelli í dag, föstudaginn langa til að mótmæla því að brotið sé á athafnafrelsi með helgidagalöggjöf. Verðlaun eru í boði og tekur félagið einnig við frjálsum framlögum sem renna eiga til góðgerðarmála. 6.4.2007 13:33 Tilkynningum vegna barnshafandi kvenna fjölgar Tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur vegna barnshafandi kvenna nær fjórfölduðust í fyrra frá því árið á undan. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir þetta aðallega konur í mikilli neyslu. Þá eru hlutfallslega fleiri tilkynningar vegna barna einstæðra mæðra en annarra hópa. 6.4.2007 12:21 Bannað að spila bingó og fara á ball Eftir klukkan þrjú í dag má fólk fara á listsýningar, í leikhús eða í bíó. Það má hins vegar ekki fara á ball né spila bingó. 6.4.2007 12:00 Víða gott skíðafæri í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað núna klukkan tíu og þar er opið til klukkan átján. Lyftur í Kóngsgili og við Bláfjallaskála eru opnar og fleiri lyftur verða opnaðar ef aðsókn krefst. Þá er búið að leggja göngubraut. Samkvæmt upplýsingum þaðan er færið unnið harðfenni og fólki því bent á að halda sig á troðnum svæðum. 6.4.2007 10:00 Vélsleðamaður ekki alvarlega slasaður Vélsleðamaðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, sótti í gær var lagður inn á Landspítalann töluvert slasaður en ekki þó alvarlega. Maðurinn fór fram af hengju við Hágöngur um miðjan dag í gær og kvartaði undan verkjum í baki. Þegar þyrlan kom á slysstað var maðurinn við meðvitund en ringlaður. Björgunaraðgerðir gengu vel og flutti þyrlan manninn á slysadeild Landspítalans, Fossvogi. 6.4.2007 09:53 Sviptur ökuréttindum fyrir ofsaakstur innanbæjar Lögreglan á Ísafirði stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem ók á 126 kílómetra hraða á Skutulsfjarðarbrautinni, þar er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og hæpið að hann aki suður að lokinni hátíðinni Aldrei fór ég suður, sem hefst í kvöld. Annars var allt með kyrrum kjörum á Ísafirði í gærkvöldi og í nótt. Að sögn lögreglu er mikið af fólki í bænum en sem fyrr segir skemmtu allir sér fallega í gærkvöldi. 6.4.2007 09:33 Margir teknir fyrir hraðakstur í gær - 14 ára stúlka undir stýri Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði sjö fyrir hraðakstur og að sögn var mikil umferð á norðurleið langt fram á nótt. Þá var einn tekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna og annar með meint fíkniefni í bíl sínum. 6.4.2007 09:29 Tvöfaldur íbúafjöldi í umdæmi Selfosslögreglu Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á Selfossi í gær og í nótt. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra mældist á 148 kílómetra hraða. Í umdæmi lögreglunnar búa rúmlega 15 þúsund manns en um ferðahelgar sem þessar tvöfaldast íbúafjöldinn þegar sumarbústaðaeigendur flykkjast úr borginni. 6.4.2007 09:00 Hallgrímspassía frumflutt annað kvöld Hallgrímspassía, eftir Sigurð Sævarsson verður frumflutt í Hallgrímskirkju annað kvöld, á föstudaginn langa, en verkið er byggt á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. 5.4.2007 20:00 Óeinkennisklæddir lögreglumenn á meðal viðskiptavina Óeinkennisklæddir lögreglumenn verða innan um viðskiptavini Kringlunnar eftir páska. Þá hefst átak gegn búðahnupli sem öryggisgæsla hússins stendur að ásamt lögreglu. Um helmingur íslenskra búðaþjófa í Kringlunni eru krakkar að stela sér nammi. 5.4.2007 19:38 Dorrit komin til Íslands Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til Íslands í morgun en hún lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Dorrit gekkst undir mikla aðgerð eftir slysið. Forsetafrúin kom ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni með flugi frá Boston í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir Dorrit vera á batavegi. Reiknað er með að hún fari í endurhæfingu þar sem meiðsl hennar voru allnokkur. 5.4.2007 19:35 Ótti, ekki skeytingarleysi Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. 5.4.2007 18:45 Snjór fluttur til Ísafjarðar Flytja þurfti snjó ofan af fjöllum niður í Ísafjarðarbæ til að unnt yrði að setja skíðaviku með árlegri sprettgöngu um götur bæjarins. 5.4.2007 18:38 110 milljarðar skipta um hendur Allt bendir til að Baugur og FL group verði stærstu eigendur Glitnis eftir helgi. Við þá samninga skipta svo háar fjárhæðir um hendur að það stefnir í Íslandsmet. 5.4.2007 18:30 Alcan horfir til Keilisness Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. 5.4.2007 18:28 Þyrla landhelgisgæslunnar sækir vélsleðamann Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að sækja slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn sé nálægt Hágöngum. Sleðasveitir voru upphaflega kallaður út en þar sem talið er að maðurinn sé slasaður á baki var ákveðið að kalla þyrluna út. Slysavarnarfélagið vill minna fólk á að slæmt skyggni og þungt færi sé víða á hálendinu og því sé nauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar séu menn á annað borð á ferðinni. Sem stendur er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru. 5.4.2007 16:58 Lýst eftir sendiferðabíl Lýst er eftir ljósgráum sendiferðabíl, merktum bakaríinu Korninu, sem stolið var fyrir utan B&L um fimmleytið í gær. Bíllinn er af gerðinni Renault Traffic og er af árgerðinni 2006. Þeir sem sjá bílinn eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma 864-1564. Vegleg fundarlaun eru í boði fyrir viðkomandi. 5.4.2007 15:35 Antony Hegarty kemur fram á Bjarkartónleikunum Antony Hegarty, sem er betur þekktur sem Antony & the Johnsons, er væntanlegur til landsins. Hann mun koma fram á tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur á mánudaginn kemur. Antony verður með Björk í tveimur lögum á tónleikunum. 5.4.2007 14:54 Bifhjól og jepplingur í hörðum árekstri Árekstur varð á Réttarholtsvegi um klukkan hálfeitt í dag. Bifhjól og jepplingur lentu þar saman. Áreksturinn var mjög harður og þurfti að flytja ökumann hjólsins á slysadeild. Hann kastaðist af hjólinu við áreksturinn en er engu að síður ekki talinn mikið slasaður. Bæði jepplingurinn og bifhjólið voru óökuhæf eftir áreksturinn og þurfti að fjarlægja bæði með kranabíl. 5.4.2007 14:13 Dorrit komin heim til Íslands Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til Íslands í morgun en hún lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Dorrit þurfti að gangast undir stóra aðgerð eftir slysið. Forsetafrúin kom ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, með flugi frá Boston í morgun. 5.4.2007 14:03 Forma fagnar yfirlýsingu landlæknis Forma, samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi fagnar yfirlýsingu Matthíasar Halldórssonar landlæknis um að nú séu engir biðlistar fyrir átröskunarsjúklinga á geðdeildum. En eins og Matthías segir í tilkynningu sinni þá hafa átröskunarsjúklingar núna forgang fram yfir aðra sjúklinga og virðast því fá þjónustu strax. 5.4.2007 13:54 Hálkublettir víða á vegum Rétt er að benda á í upphafi þessarar miklu ferðahelgi að hálka er á Siglufjarðarvegi og hálkublettir milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Eins eru hálkublettir á milli Akureyrar og Egilsstaða og víða hálkublettir á Austurlandi. 5.4.2007 13:16 Karlmanni bjargað sem festist í krapa Karlmaður var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að hann festist í krapa á Fjarðarheiði um hádegisbil. Samferðarmenn mannsins kölluðu eftir hjálp en náðu að bjarga honum upp úr krapanum áður en björgunarsveitarmenn komu á staðinn sem náðu honum land. 5.4.2007 13:15 Örtröð í vínbúðum Veruleg örtröð var í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins í gær. Víða var örtrðin slík að röðin náði langt út fyrir verslanirnar og greip starfsfólk verslananna til þess ráðs að hleypa viðskiptavinunum inn í skömmtum. Þegar inn var komið var yfirleitt þröng á þingi og langar raðir við afgreiðslukassana. Meginþorri vinnandi fólks er enda kominn í fimm daga páskafríi og vill fólk væntanlega gera vel við sig í mat og drykk yfir páskahátíðna. 5.4.2007 13:15 Skemmdu einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi Tveir menn hafa viðurkennt að hafa skemmt einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi í fyrrinótt, en það er þriðja árásina á lögreglumenn eða eigur þeirra í umdæminu frá áramótum. Eigandi bílsins býr á Skagaströnd og stóð bíllinn við heimili hans. Töluverðar skemmdir voru unnar á bílnum, sem er nýlegur jeppi. 5.4.2007 13:14 Íslandshreyfingin kynnir stefnuyfirlýsingu sína Íslandshreyfingin - lifandi land hefur nú gert stefnuyfirlýsingu sína opinbera. Ábyrg umhverfisstefna og stóirðjustopp er þar efst á blaði. Hreyfingin vill að Ísland verði í fremstu röð frumkvöðla og nýsköpunar. Að komið verði á fót sveigjanlegu velferðarkerfi sem auki samfélagsþátttöku og lífsgæði. Skólastarf á öllum stigum verði eflt og litið verði á landið sem eina heild og eitt atvinnusvæði, svo stiklað sé á stóru. 5.4.2007 13:12 Sjá næstu 50 fréttir
Hver er uppruni og merking páskaeggsins? Saga páskaeggsins á Íslandi er ekki löng og nær reyndar ekki lengur aftur í tímann en til annars áratugs 20. aldar. Saga páskaeggsins er þó mun lengri í Evrópu. 7.4.2007 15:03
Færeyingar stoltir af Jógvan Færeyingar eru glaðir mjög yfir því að Jógvan þeirra skyldi vinna X-Faktorinn á Íslandi og er um það getið í öllum fjölmiðlum eyjanna. Faktorinn var sýndur í beinni útsendingu í færeyska sjónvarpinu, en Færeyingar gátu hinsvegar ekki tekið þátt í símaatkvæðagreiðslunni. Það er rækilega tekið fram í færeysku miðlunum, og eru þeir stoltir yfir því að Jógvan skyldi vinna með sjötíu prósentum atkvæða án aðkomu landa sinna. Vikublaðið færeyska segir um keppnina: 7.4.2007 13:51
Tveir teknir fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl Lögreglan á Akureyri handtók tvo pilta fyrir ölvunarakstur á skráningarlausum bíl um miðjan dag í gær. 7.4.2007 10:04
Jógvan sigraði X-Factor Jógvan Hansen kom sá og sigraði í keppninni X-Factor á stöð 2 í gærkvöldi. Jógvan bar sigurðorð af HARA systrum frá Hveragerði sem veittu honum harða keppni. Jógvan er þar með fyrsti sigurvegarinn Íslands í X-Factor en hann sigraði eftir símakosningu með ríflega 70 prósent atkvæða. 7.4.2007 09:48
Eldur kom upp við Seljaveg Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð við Seljaveg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Í upphafi slökkvistarf var slökkvilið fáliðað þar sem þrír bílar þeirra voru uppteknir í útkalli vegna sinuelda í Hafnarfirði. Fljótlega komu þó fleiri bílar á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Alls voru níu brunaútköll hjá slökkviliðinu í gærkvöldi og flest þeirra vegna sinuelda. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er það mildi að bruninn við Seljaveg í gærkvöldi var ekki stærri og áhyggjuefni að slökkviliðið sé æ oftar upptekið við að klappa þúfum. Hann segir fólk verða að gera sér grein fyrir hættunni sem verið að sé að bjóða heim með þessum alvarlega leik sem sinubruni er. 7.4.2007 09:48
Mikill erill hjá lögreglu Tveir menn brenndust á höndum og andliti þegar eldur kom upp í bíl sem þeir voru í. Mennirnir sem eru ungir að árum höfðu lagt bílnum við flugvallarveg þar sem þeir tóku sig til við að sniffa kveikjaragas. Eitthvað hefur víman sú ekki dugað til því að því loknu kveiktu þeir sér í sígarettu. Við það blossaði mikill eldur í bílnum og mennirnir komust út við illan leik. Slökkvilið var kallað til og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Mennirnir voru fluttir á slysadeild og að sögn lögreglu voru þeir með fyrsta og annan stigs bruna á andliti og höndum. Bíllinn er að sögn lögreglu illa sviðinn að innan. 7.4.2007 09:47
Víða sinueldar í borginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að sinna nokkrum útköllum í dag vegna sinubruna hér og þar í borginni og nágrenni hennar. Þrisvar hefur slökkvilið verið kallað til í Hafnarfjörðinn nú seinni partinn í dag og í kvöld vegna sinubruna, sem þó hafa allir verið minniháttar og viðráðanlegir. Slökkvilið segir benda til þess að þar séu brennuvargar að verki sem gangi um og kveiki elda. Það hefur verið þurrt og nokkuð kalt í borginni undanfarna daga og við slíkar aðstæður verður sina mjög þurr og eldfim. Búist er við vætu á morgun og þá þurfa brennuvargar eitthvað að bíða áður en þeir geta haldið áfram sinni hættulegu iðju, hafi lögregla ekki hendur í hári þeirra áður. 6.4.2007 20:58
Umferðaróhapp á Snæfellsnesvegi Umferðaróhapp varð á Snæfellsnesvegi við Bjarnarhöfn í dag. Óhappið varð þegar bíll var að taka fram úr öðrum við gatnamót þar sem það er bannað. Engan sakaði en voru ökumenn beggja bíla fluttir á sjúkrahúsið í Stykkishólmi þar sem læknir gekk úr skugga um það. Bílarnir voru báðir óökuhæfir eftir óhappið og þurfti kranabíla til að draga þá í burtu. 6.4.2007 20:50
Úrslitin í X-Factor í kvöld Úrslitakvöld X-Factors verður haldið í Vetrargarði í Smáralind í kvöld og keppa Hara systur og Færeyingurinn Jógvan um X-factorinn. Þau segja engu máli skipta hver beri sigur úr býtum því öll séu þau bestu vinir. Þótt Færeyingar geti ekki tekið þátt í símakosningunni verður keppnin send út beint í færeyska sjónvarpinu í fyrsta skipti í kvöld. 6.4.2007 19:32
Aukinn máttur í hendur eftir aðgerð Þeir sem hafa lamast fyrir neðan brjóstkassa og misst nær allan mátt í höndunum geta nú öðlast nokkurn handarmátt að nýju. Með aðgerð er hægt að færa fólki aukinn mátt í hendurnar og er reynslan af slíkum aðgerðum góð. Læknir sem lamaðist eftir umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir tæpum áratug er á leið í slíka aðgerð. 6.4.2007 19:25
Óánægja með starfsemi Forma Mikil óánægja er meðal aðstandenda átröskunarsjúklinga með starfssemi Forma, samtaka átröskunarsjúklinga og hefur verið leitað til Landlæknis með umkvartanir. Mörgum þykir Forma ganga full langt í baráttunni. 6.4.2007 19:00
Hátíðin Aldrei fór ég suður hafin Mikil eftirvænting ríkti á Ísafirði í dag en Aldrei fór ég suður hefst núna klukkan nítján. Í dag var þátttakendum hátíðarinnar boðið upp á plokkfisk í Tjöruhúsinu og var það mál manna að hann hefði bragðast betur en nokkru sinni fyrr. 6.4.2007 18:55
Spiluðu bingó á Austurvelli Eftir klukkan þrjú í dag mátti fólk fara á listsýningar, í leikhús eða í bíó. Það mátti hins vegar ekki fara á ball né spila bingó. Það eru þó ekki allir sem er tilbúnir til að fara að lögum. 6.4.2007 18:51
Athuga hvort sala á Glitnisbréfum sé tilkynningaskyld Samkeppniseftirlitið mun skoða það eftir helgi hvort sala á hlutabréfum í Glitni sé tilkynningaskyld til samkeppnisyfirvalda. Þá mun fjármálaeftirlitið óska eftir gögnum og fara yfir málið strax i næstu viku. 6.4.2007 18:12
Ferðalangar nýta blíðuna Blíðviðri er víða um land og hafa ferðalangar margir hverjir ákveðið að nýta frídaginn til útivistar. Fjölmargir héldu saman á jeppum upp á Langjökul að íshellinum og nutu þar veðurblíðunnar. Búist er við því að það þykkni upp með kvöldinu og að ekki verði alveg jafn vænlegt til ferðalaga næstu daga páskafrísins. 6.4.2007 15:18
Hjólaði lögreglumann um koll og handleggsbraut hann Lögregla þurfti að hafa afskipti af karlmanni í Austurborginni fyrir hádegi í dag. Hann var kominn að húsi konu sem ítrekað hefur kvartað undan ónæði mannsins. Lögregla ætlaði að handtaka manninn og rannsaka málið frekar þegar maðurinn stökk á bak reiðhjóli sínu og ætlaði að stinga lögreglu af. 6.4.2007 14:31
Flestir hálendisvegir eru lokaðir Vegagerðin vill brýna fyrir ferðalöngum að akstur utan vega er alltaf bannaður nema á snævi þakinni og frosinni jörð. Í tilkynningu segir að á meðan frost er að fara úr jörð er land sérstaklega viðkvæmt og sama er að segja um þá vegaslóða sem hálendisleiðirnar eru. 6.4.2007 14:07
Ólöglegt bingó á Austurvelli Félagið Vantrú efnir til bingóspils á Austurvelli í dag, föstudaginn langa til að mótmæla því að brotið sé á athafnafrelsi með helgidagalöggjöf. Verðlaun eru í boði og tekur félagið einnig við frjálsum framlögum sem renna eiga til góðgerðarmála. 6.4.2007 13:33
Tilkynningum vegna barnshafandi kvenna fjölgar Tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur vegna barnshafandi kvenna nær fjórfölduðust í fyrra frá því árið á undan. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir þetta aðallega konur í mikilli neyslu. Þá eru hlutfallslega fleiri tilkynningar vegna barna einstæðra mæðra en annarra hópa. 6.4.2007 12:21
Bannað að spila bingó og fara á ball Eftir klukkan þrjú í dag má fólk fara á listsýningar, í leikhús eða í bíó. Það má hins vegar ekki fara á ball né spila bingó. 6.4.2007 12:00
Víða gott skíðafæri í dag Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað núna klukkan tíu og þar er opið til klukkan átján. Lyftur í Kóngsgili og við Bláfjallaskála eru opnar og fleiri lyftur verða opnaðar ef aðsókn krefst. Þá er búið að leggja göngubraut. Samkvæmt upplýsingum þaðan er færið unnið harðfenni og fólki því bent á að halda sig á troðnum svæðum. 6.4.2007 10:00
Vélsleðamaður ekki alvarlega slasaður Vélsleðamaðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, sótti í gær var lagður inn á Landspítalann töluvert slasaður en ekki þó alvarlega. Maðurinn fór fram af hengju við Hágöngur um miðjan dag í gær og kvartaði undan verkjum í baki. Þegar þyrlan kom á slysstað var maðurinn við meðvitund en ringlaður. Björgunaraðgerðir gengu vel og flutti þyrlan manninn á slysadeild Landspítalans, Fossvogi. 6.4.2007 09:53
Sviptur ökuréttindum fyrir ofsaakstur innanbæjar Lögreglan á Ísafirði stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem ók á 126 kílómetra hraða á Skutulsfjarðarbrautinni, þar er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og hæpið að hann aki suður að lokinni hátíðinni Aldrei fór ég suður, sem hefst í kvöld. Annars var allt með kyrrum kjörum á Ísafirði í gærkvöldi og í nótt. Að sögn lögreglu er mikið af fólki í bænum en sem fyrr segir skemmtu allir sér fallega í gærkvöldi. 6.4.2007 09:33
Margir teknir fyrir hraðakstur í gær - 14 ára stúlka undir stýri Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði sjö fyrir hraðakstur og að sögn var mikil umferð á norðurleið langt fram á nótt. Þá var einn tekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna og annar með meint fíkniefni í bíl sínum. 6.4.2007 09:29
Tvöfaldur íbúafjöldi í umdæmi Selfosslögreglu Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á Selfossi í gær og í nótt. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra mældist á 148 kílómetra hraða. Í umdæmi lögreglunnar búa rúmlega 15 þúsund manns en um ferðahelgar sem þessar tvöfaldast íbúafjöldinn þegar sumarbústaðaeigendur flykkjast úr borginni. 6.4.2007 09:00
Hallgrímspassía frumflutt annað kvöld Hallgrímspassía, eftir Sigurð Sævarsson verður frumflutt í Hallgrímskirkju annað kvöld, á föstudaginn langa, en verkið er byggt á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. 5.4.2007 20:00
Óeinkennisklæddir lögreglumenn á meðal viðskiptavina Óeinkennisklæddir lögreglumenn verða innan um viðskiptavini Kringlunnar eftir páska. Þá hefst átak gegn búðahnupli sem öryggisgæsla hússins stendur að ásamt lögreglu. Um helmingur íslenskra búðaþjófa í Kringlunni eru krakkar að stela sér nammi. 5.4.2007 19:38
Dorrit komin til Íslands Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til Íslands í morgun en hún lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Dorrit gekkst undir mikla aðgerð eftir slysið. Forsetafrúin kom ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni með flugi frá Boston í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir Dorrit vera á batavegi. Reiknað er með að hún fari í endurhæfingu þar sem meiðsl hennar voru allnokkur. 5.4.2007 19:35
Ótti, ekki skeytingarleysi Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. 5.4.2007 18:45
Snjór fluttur til Ísafjarðar Flytja þurfti snjó ofan af fjöllum niður í Ísafjarðarbæ til að unnt yrði að setja skíðaviku með árlegri sprettgöngu um götur bæjarins. 5.4.2007 18:38
110 milljarðar skipta um hendur Allt bendir til að Baugur og FL group verði stærstu eigendur Glitnis eftir helgi. Við þá samninga skipta svo háar fjárhæðir um hendur að það stefnir í Íslandsmet. 5.4.2007 18:30
Alcan horfir til Keilisness Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. 5.4.2007 18:28
Þyrla landhelgisgæslunnar sækir vélsleðamann Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að sækja slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn sé nálægt Hágöngum. Sleðasveitir voru upphaflega kallaður út en þar sem talið er að maðurinn sé slasaður á baki var ákveðið að kalla þyrluna út. Slysavarnarfélagið vill minna fólk á að slæmt skyggni og þungt færi sé víða á hálendinu og því sé nauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar séu menn á annað borð á ferðinni. Sem stendur er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru. 5.4.2007 16:58
Lýst eftir sendiferðabíl Lýst er eftir ljósgráum sendiferðabíl, merktum bakaríinu Korninu, sem stolið var fyrir utan B&L um fimmleytið í gær. Bíllinn er af gerðinni Renault Traffic og er af árgerðinni 2006. Þeir sem sjá bílinn eru vinsamlegast beðnir um að hringja í síma 864-1564. Vegleg fundarlaun eru í boði fyrir viðkomandi. 5.4.2007 15:35
Antony Hegarty kemur fram á Bjarkartónleikunum Antony Hegarty, sem er betur þekktur sem Antony & the Johnsons, er væntanlegur til landsins. Hann mun koma fram á tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur á mánudaginn kemur. Antony verður með Björk í tveimur lögum á tónleikunum. 5.4.2007 14:54
Bifhjól og jepplingur í hörðum árekstri Árekstur varð á Réttarholtsvegi um klukkan hálfeitt í dag. Bifhjól og jepplingur lentu þar saman. Áreksturinn var mjög harður og þurfti að flytja ökumann hjólsins á slysadeild. Hann kastaðist af hjólinu við áreksturinn en er engu að síður ekki talinn mikið slasaður. Bæði jepplingurinn og bifhjólið voru óökuhæf eftir áreksturinn og þurfti að fjarlægja bæði með kranabíl. 5.4.2007 14:13
Dorrit komin heim til Íslands Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til Íslands í morgun en hún lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Dorrit þurfti að gangast undir stóra aðgerð eftir slysið. Forsetafrúin kom ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, með flugi frá Boston í morgun. 5.4.2007 14:03
Forma fagnar yfirlýsingu landlæknis Forma, samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi fagnar yfirlýsingu Matthíasar Halldórssonar landlæknis um að nú séu engir biðlistar fyrir átröskunarsjúklinga á geðdeildum. En eins og Matthías segir í tilkynningu sinni þá hafa átröskunarsjúklingar núna forgang fram yfir aðra sjúklinga og virðast því fá þjónustu strax. 5.4.2007 13:54
Hálkublettir víða á vegum Rétt er að benda á í upphafi þessarar miklu ferðahelgi að hálka er á Siglufjarðarvegi og hálkublettir milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Eins eru hálkublettir á milli Akureyrar og Egilsstaða og víða hálkublettir á Austurlandi. 5.4.2007 13:16
Karlmanni bjargað sem festist í krapa Karlmaður var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að hann festist í krapa á Fjarðarheiði um hádegisbil. Samferðarmenn mannsins kölluðu eftir hjálp en náðu að bjarga honum upp úr krapanum áður en björgunarsveitarmenn komu á staðinn sem náðu honum land. 5.4.2007 13:15
Örtröð í vínbúðum Veruleg örtröð var í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins í gær. Víða var örtrðin slík að röðin náði langt út fyrir verslanirnar og greip starfsfólk verslananna til þess ráðs að hleypa viðskiptavinunum inn í skömmtum. Þegar inn var komið var yfirleitt þröng á þingi og langar raðir við afgreiðslukassana. Meginþorri vinnandi fólks er enda kominn í fimm daga páskafríi og vill fólk væntanlega gera vel við sig í mat og drykk yfir páskahátíðna. 5.4.2007 13:15
Skemmdu einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi Tveir menn hafa viðurkennt að hafa skemmt einkabifreið lögreglumanns á Blönduósi í fyrrinótt, en það er þriðja árásina á lögreglumenn eða eigur þeirra í umdæminu frá áramótum. Eigandi bílsins býr á Skagaströnd og stóð bíllinn við heimili hans. Töluverðar skemmdir voru unnar á bílnum, sem er nýlegur jeppi. 5.4.2007 13:14
Íslandshreyfingin kynnir stefnuyfirlýsingu sína Íslandshreyfingin - lifandi land hefur nú gert stefnuyfirlýsingu sína opinbera. Ábyrg umhverfisstefna og stóirðjustopp er þar efst á blaði. Hreyfingin vill að Ísland verði í fremstu röð frumkvöðla og nýsköpunar. Að komið verði á fót sveigjanlegu velferðarkerfi sem auki samfélagsþátttöku og lífsgæði. Skólastarf á öllum stigum verði eflt og litið verði á landið sem eina heild og eitt atvinnusvæði, svo stiklað sé á stóru. 5.4.2007 13:12