Innlent

Dorrit komin heim til Íslands

Dorrit Moussaieff forsetafrú.
Dorrit Moussaieff forsetafrú. MYND/Vísir

Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til Íslands í morgun en hún lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Dorrit þurfti að gangast undir  stóra aðgerð eftir slysið. Forsetafrúin kom ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, með flugi frá Boston í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir Dorrit vera á batavegi. Reiknað er með að hún þurfi að fara í endurhæfingu þar sem meiðsl hennar voru allnokkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×