Innlent

Vélsleðamaður ekki alvarlega slasaður

Vélsleðamaðurinn sem þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, sótti í gær var lagður inn á Landspítalann töluvert slasaður en ekki þó alvarlega. Maðurinn fór fram af hengju við Hágöngur um miðjan dag í gær og kvartaði undan verkjum í baki. Þegar þyrlan kom á slysstað var maðurinn við meðvitund en ringlaður. Björgunaraðgerðir gengu vel og flutti þyrlan manninn á slysadeild Landspítalans, Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×