Innlent

Tvöfaldur íbúafjöldi í umdæmi Selfosslögreglu

Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á Selfossi í gær og í nótt. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur og fjórir fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra mældist á 148 kílómetra hraða. Í umdæmi lögreglunnar búa rúmlega 15 þúsund manns en um ferðahelgar sem þessar tvöfaldast íbúafjöldinn þegar sumarbústaðaeigendur flykkjast úr borginni.

Að sögn lögreglu hefur verið almennur erill það sem af er páskahelginni en á miðnætti í kvöld er stórdansleikur í Ölfushöllinni og verður lögregla með sérstakan viðbúnað vegna þessa. Meðal annars verður fjöldi lögreglumanna á vakt tvöfaldaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×