Innlent

Margir teknir fyrir hraðakstur í gær - 14 ára stúlka undir stýri

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði sjö fyrir hraðakstur og að sögn var mikil umferð á norðurleið langt fram á nótt. Þá var einn tekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna og annar með meint fíkniefni í bíl sínum.

Þá hafði Borgarneslögreglan afskipti af 14 ára stúlku sem sat undir stýri og ók á kyrrstæðan bíl í Borgarbyggð í gær. Með henni í bílnum var átta ára gamall frændi hennar. Hún hafði fengið bílinn lánaðann hjá móður sinni. Í tilfellum sem þessum er það eigandi bílsins sem ber refsiábyrgðina, enda stúlkan bara 14 ára og því ekki sakhæf.

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði um 20 ökumenn fyrir hraðakstur í gær, sá sem ók hraðast var á 142 kílómetra hraða og má eiga von á hárri sekt.

Þá stöðvaði lögreglan á Sauðárkróki sjö fyrir hraðakstur í gær, einn sem var á rúmlega 140 kílómetra hraða og annan á 135.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×