Innlent

Karlmanni bjargað sem festist í krapa

Karlmaður var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að hann festist í krapa á Fjarðarheiði um hádegisbil. Samferðarmenn mannsins kölluðu eftir hjálp en náðu að bjarga honum upp úr krapanum áður en björgunarsveitarmenn komu á staðinn sem náðu honum land.

Lögreglan á Egilsstöðum og björgunarsveitarmenn vilja vara ferðafólk við að mikill krapi og bleyta er á hálendinu. Hlýtt hefur verið í veðri síðustu daga en í nótt kólnaði aftur snögglega. Nýfallinn snjórinn hylur því krapann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×