Fleiri fréttir

Reyndi að komast undan lögreglu

Lögreglan náði ölvuðum ökumanni sem reyndi að komast undan þegar hann var stöðvaður á Suðurlandsvegi við Klettháls í nótt. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en tíu gista fangageymslur eftir nóttina.

Jarðskjálftar í Öxarfirði

Tveir jarðskálftar um þrír á Richter urðu á austanverðu Norðurlandi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Sá fyrri varð í Kelduhverfi laust fyrir klukkan hálfsjö og átti upptök um níu kílómetra vestsuðvestur af Ásbyrgi. Síðari skjálftinn varð um hálftíma síðar, um klukkan sjö, en hann átti upptök sín undir hafsbotni norður af Öxarfirði um fimmtán kílómetra austur af Grímsey.

Skíðasvæði opin um land allt

Skíðasvæði um allt land eru opin í dag. Í Bláfjöllum er opið í Kóngsgili og á heimatorfunni við Bláfjallaskála í dag frá kl. 10 til 18. Léttskýjað er og sex gráðu frost. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið frá níu til fimm í dag. Þar er hægur vindur og sjö gráðu frost.

Vinstri græn báðu Alcan um peninga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir að Alcan í Straumsvík styrkti flokkinn um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir komandi alþingiskosningar.

Allir fara vestur á Aldrei fór ég suður

Ferðamannastraumurinn um páskana liggur til Ísafjarðar, þar sem rokkhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram. Páskaævintýri á Akureyri trekkir einnig að. Landsbjörg minnir meðal annars á aksturshraða og beltanotkun í tilefni páskanna.

Kaupþingsmót Hellis og TR í skák hafið

Kaupþingsmót Hellis og TR hófst í kvöld í skákhöllinni í Faxafeni. Ingólfur Helgason forstjóri Kaupþings opnaði mótið með því að leika fyrsta leikinn í skák Hjörvars Steins Grétarssonar og skoska stórmeistarans Colin McNabs. Leikurinn endaði með jafntefli. Önnur umferð mótsins hefst í fyrramálið klukkan 10. Teflt er í tveimur flokkum, stórmeistaraflokki og meistaraflokki.

Miklar annir hjá starfsmönnum Hafró

Starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar keppast nú við að afla sýna úr vertíðarafla til að fá marktækt úrtak úr lönduðum afla. Sýnatakan er grundvöllur stofnstærðarútreikninga og ráðlegginga fiskifræðinga í vor. Undanfarið hefur verið góð veiði á miðum eftir heldur risjótt tíðarfar.

Skemmdir unnar á bifreið lögreglumanns

Töluverðar skemmdir voru unnar á nýlegri jeppabifreið lögreglumanns á Blönduósi í nótt. Maðurinn býr á Skagaströnd. Bifreiðinni var lagt við heimili hans þar þegar ódæðið var unnið. Sami lögreglumaður lenti í því fyrir skömmu að heimatilbúin sprengja var sprengd við heimli hans í febrúar á þessu ári. Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir í dag og yfirheyrðir.

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok

Kaffibandalagið er ekki liðið undir lok að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún á þó ekki von á að hún verði ráðherra í ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússonar. Í dag var haldinn opinn fundur hjá forystu Samfylkingarinnar þar sem farið var yfir stjórnmálaástandið á kosningavori.

Umferðarslys við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur vinnuvélar og sendibifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áreksturinn átti sér stað brottfararmeginn í flugstöðinni. Maðurinn slasaðist á baki þar sem hann vann við að afferma vörur úr sendibifreiðinni þegar vinnuvélin keyrði á kyrrstæða sendibílinn.

Framsókn tapar þremur mönnum í Norðausturkjördæmi

Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi í Norðausturkjördæmi, en Sjálfstæðisflokkur bætir við sig um níu prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í Norðausturkjördæmi. Vinstri grænir auka fylgi sitt um átta prósent og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentum. Nýtt framboð og Íslandshreyfingin mælast með tæplega sex prósenta fylgi.

Sextíu prósent hlynntir álveri við Húsavík

Sex af hverjum tíu kjósendum í Norðausturkjördæmi eru hlynntir álveri við Húsavík, en fjórir af hverjum tíu eru því andvígir. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Úrtakið í kjördæminu var 800 manns á aldrinum 18-75 ára. Spurt var hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að álver yrði reist við Húsavík.

Kæra ekki álverskosningu

Samtökin Hagur Hafnarfjarðar ákváðu í dag að kæra ekki álverskosninguna í Hafnarfirði heldur að láta kyrrt liggja. Þau telja að ekki hafi verið um skipulagða fólksflutninga að ræða í þeim mæli að ráðið hefði úrslitum. Þau benda engu að síður á að íbúaflutningar til bæjarins hafi verið óvenju miklir í marsmánuði en vísa því á bæjaryfirvöld að meta hvort ástæða sé til að skoða málið frekar.

Alcan í Straumsvík heldur öllu opnu um orkukaup frá Landsvirkjun

Alcan á Íslandi hefur komið þeim boðum til Landsvirkjunar að áður gert samkomulag um orkukaup vegna stækkunar í Straumsvík haldi gildi sínu til 30. júní, en á meðan ræðir Landsvirkjun ekki við aðra um nýtingu orkunnar. Undirbúningur virkjana í neðri hluta Þjórsár heldur áfram á fullu af hálfu bæði Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Hnífstungumaður í fimm vikna gæsluvarðhald

Karlmaður á fimmtugsaldri var úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald í dag fyrir að veita öðrum karlmanni lífshættulega áverka með hnífi í Reykjavík í gærkvöldi. Hann hefur játað verknaðinn. Maðurinn sem var stunginn fór í aðgerð í nótt og er haldið sofandi í öndunarvél.

Örtröð í Ríkinu

Örtröð myndaðist í Vínbúðum víða á höfuðborgarsvæðinu undir lok dags í dag þegar vínþyrstir íslendingar vildu birgja sig upp fyrir páskana. í Holtagörðum stóð fólk í löngum biðröðum fyrir utan búðina og var hleypt inn í hollum. Vínbúðirnar eru lokaðar næstu tvo daga, en opið verður á laugardag.

Fjórir ferðamenn fundust við leit

Fjórir Bretar fundust við ánna Blöndu í dag en þeir höfðu ekki samband við Landsbjörgu í gær eins og þeir ætluðu að gera. Eftirgrennslan var því hafin eftir leiðaráætlun sem mennirnir höfðu skilið eftir og gekk auðveldlega að finna þá. Mennirnir hugðust ganga á skíðum frá Ingólfsskála að Hveravöllum. Við Blöndu lentu þeir í miklu vatni og krapa og komust ekki af sjálfsdáðum yfir ánna.

Dorrit væntanleg heim á næstu dögum

Dorrit Moussaieff forsetafrú er væntanleg hingað til lands á næstu dögum en eins og kunnugt lærbrotnaði hún á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Þær upplýsingar fengust hjá forsetaritara að Dorrit væri á góðum batavegi og að hún hefði verið í góðu sambandi við lækna sína.

Komugjöld til annarra en lækna á göngudeild tekin til greina

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur breytt reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðyneytinu felur breytingin í sér að framvegis verða komugjöld á göngudeildunum vegna þjónustu annarra en lækna tekin til greina þegar sótt er um afsláttarkort frá Tryggingastofnun ríkisins.

Fór fram á sex vikna gæsluvarðhald yfir hnífamanni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á það að maðurinn sem stakk annan mann með eldhúshnífi í húsi við Hátún í gærkvöld yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald í sex vikur. Að sögn lögreglu hefur maðurinn játað að hafa stungið fórnarlamb sitt en lítið er um skýringar á því háttarlagi.

Ríkið selur hlut sinn í Baðfélagi Mývatnssveitar

Iðnaðarráðherra hefur falið einkavæðingarnefnd að annast sölu á 16 prósenta hlut ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar hf. sem á og rekur jarðböðin við Mývatn. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu er nafnvirði hlutarins er 20 milljónir króna.

Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði

Norræna er nú að leggjast að Strandarbakka á Seyðisfirði eftir að skipið slitnaði frá bryggjunni í óveðri í nótt. Fram kemur í tilkynningu að fragt og faþegar verði nú teknir um borð en áætlað er að ferjan fari frá Seyðisfirði undir kvöld.

Icelandair fellst á tilmæli talsmanns neytenda

Icelandair hefur fallist á tilmæli talsmanns neytenda þess efnis að nefna ekki hluta heildarverðs „gjöld" nema um sé að ræða annaðhvort valkvæða aukaþjónustu fyrir flugfarþega eða gjöld sem skylt er að greiða í hlutfalli við fjölda farþega.

Forsetinn heimsótti Harvard og MIT

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær gestur við Harvard-háskóla þar sem hann flutti fyrirlestur í boði hins virta prófessors Michaels Porter sem þekktur er fyrir rannsóknir sínar á samkeppnishæfni þjóða. Í dag heimsótti hann svo MIT, tækniháskólann í Boston í Massachusetts.

Páskakvíga í Húsdýragarðinum

Sannkallaður páskaglaðningur leit dagsins ljós í Húsdýragarðinum í nótt þegar kýrin Branda bar myndarlegri kvígu. Eftir því sem segir í tilkynningu frá Húsdýragarðinum er faðirinn tuddinn Týr sem einnig býr í garðinum en hann er afkvæmi hins landsþekkta Guttorms sem lengi gladdi gesti Húsdýragarðsins.

Hótaði afgreiðslukonu með hamri

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, fyrri brot gegn valdstjórninni, rán og þjófnað.

Sex fíkniefnamál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt að því er kemur fram í frétt frá lögreglunni. Um miðnætti hafði lögregla afskipti af þremur mönnum á þrítugsaldri í þremur aðskildum málum en í fórum þeirra fundust fíkniefni sem talið er að sé marijúana.

Millilandaflug eyskt um 10 prósent á fyrsta ársfjórðungi

Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll jókst um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Fram kemur á heimasíðu Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli að flugvélum í almennu flugi hafi fjölgað um 15 prósent en viðkoma herflugvéla hefur minnkað lítillega

Straumurinn liggur vestur um páskana

Straumurinn liggur vestur um páskahelgina, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands þar sem hátíðin Aldrei fór ég suður virðist ætla að slá öll aðsóknarmet.

Hafa játað á sig árás á unglinga í Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fjögur ungmenni sem réðust á sextán ára dreng og fjórtán ára vinkonu hans í Breiðholti um hádegisbilið í gær,þar sem þau biðu eftir strætó. Þau játuðu á sig árásina.

Skoða verður óvenju mikla íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði

Íbúafjölgun í Hafnarfirði í marsmánuði var sjötíu prósentum meiri en í mánuðunum á undan og munar um 130 manns. Formaður Hags Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöld verði að skoða betur hvað þarna gerðist. Samtökin ætla að ákveða síðar í dag hvort álverskosningin verður kærð.

Horfur á að maður lifi af hnífstunguárás

Horfur eru á að karlmaður á fimmtugsaldri, sem var stunginn lífshættulegri stungu í brjóstið með eldhúshnífi á heimili við Hátún í Reykjavík í gærkvöldi, lifi árásina af.

Tíu hafa áhuga á hlut ríkisins í HS

Tíu aðilar hafa lýst yfir áhuga á að bjóða í ríflega 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja en frestur til að bjóða í hlutinn rann út á mánudaginn.

Sendi páskaegg til Asíu, Afríku og Suður-Ameríku

Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í útlöndum fengu send páskaegg frá Íslandspósti nú fyrir páskana. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að 20 egg hafi verið send til Afríku, Asíu og Suður-Ameríku og komust þau örugglega í hendur viðtakenda.

Sex þúsund fleiri karlar en konur í landinu

Alls voru nærri 310 þúsund íbúar í landinu þann 1. apríl síðastliðinn samkvæmt áætlunum Hagstofu Íslands. Hefur þeim því fjölgað um rúmlega tvö þúsund frá áramótum en þá voru þeir nærri 308 þúsund. 158 þúsund karlar eru í landinu 152 þúsund konur.

Landsframleiðsla jókst mun minna í fyrra en árin tvö á undan

Landsframleiðsla á síðasta ári var rúmir 1.140 milljarðar í fyrra samkvæmt áætlunum Hagstofunnar og jókst að raungildi um 2,6 prósent frá fyrra ári. Aukningin er minni en en verið hefur undanfarin tvö ár en vöxturinn nam yfir sjö prósentum bæði 2004 og 2005.

Gistinóttum fjölgaði um 14% í febrúar

Gistinóttum á hótelum í febrúar síðastliðnum fjölgaði um 14 prósent. Í ár voru þær um 63.500 en voru 55.900 í sama mánuði árið 2006, sem er fjölgun um 7.600 nætur. Þá fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum nema á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem þeim fækkaði um 9 prósent, úr 5.600 í 5.100.

Óttaðist um líf sitt

Rúmlega tvítugur maður sem bundinn er við hjólastól segist hafa óttast um líf sitt þegar ráðist var á hann um kvöldmatarleytið síðastliðið sunnudagskvöld í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að stórauka þurfi öryggisgæslu í miðbænum alla daga því enginn sé óhultur.

Sjá næstu 50 fréttir