Innlent

Sviptur ökuréttindum fyrir ofsaakstur innanbæjar

MYND/HS

Lögreglan á Ísafirði stöðvaði í gærkvöldi ökumann sem ók á 126 kílómetra hraða á Skutulsfjarðarbrautinni, þar er hámarkshraðinn 60 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og hæpið að hann aki suður að lokinni hátíðinni Aldrei fór ég suður, sem hefst í kvöld. Annars var allt með kyrrum kjörum á Ísafirði í gærkvöldi og í nótt. Að sögn lögreglu er mikið af fólki í bænum en sem fyrr segir skemmtu allir sér fallega í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×