Innlent

Antony Hegarty kemur fram á Bjarkartónleikunum

Antony Hegarty, sem er betur þekktur sem Antony & the Johnsons, er væntanlegur til landsins. Hann mun koma fram á tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur á mánudaginn kemur. Antony verður með Björk í tveimur lögum á tónleikunum.

Tónleikar Bjarkar á mánudaginn eru þeir fyrstu hér á landi í sex ár. Þetta verða jafnframt fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí.

Enn eru til miðar á tónleikana á vefsíðunni midi.is og í verslununum Skífunnar á höfuðborgarsvæðinu, BT á Egilsstöðu, á Selfossi og Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×