Innlent

Víða gott skíðafæri í dag

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað núna klukkan tíu og þar er opið til klukkan átján. Lyftur í Kóngsgili og við Bláfjallaskála eru opnar og fleiri lyftur verða opnaðar ef aðsókn krefst. Þá er búið að leggja göngubraut. Samkvæmt upplýsingum þaðan er færið unnið harðfenni og fólki því bent á að halda sig á troðnum svæðum.

Í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opið til klukkan sautján og skíðafærið mjög gott að sögn staðarhaldara, en þar hafa menn framleitt snjó þegar vantað hefur upp á.

Skíðasvæðið Siglufirði er opið frá 10-19 í dag. Allar lyftur opnar og frábært skíðafæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×