Fleiri fréttir

Fjölmiðlafrumvarp beinist aðeins gegn 365

Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, segir nýtt fjölmiðlafrumvarp aðeins beinast gegn 365 miðlum og segir enga þörf á lögunum. Verði það að lögum leiði það til lakari fjölmiðla hér á landi.

Mikil farþega aukning hjá Norrænu

Útlit er fyrir mikla aukningu farþega með Norrænu til landsins í sumar. Fréttavefurinn Austurlandið.is greinir frá því að mikil aukning sé í bókunum frá Þýskalandi en ástæða þess er meðal annars talin vera vegna nýrrar söluskrifstofu Smyril Line í Þýskalandi. Sumaráætlun Norrænu byrjar 3. júní og er fram til 2. september.

Grásleppuvertíðin fer rólega af stað

Grásleppuvertíðin fer rólega af stað en um þriðjungsminnkun er á veiði hér við land og við Grænland. Á heimasíðu Landsambands smábátaeigenda segir að allt stefni í að heildarframboð grásleppuhrogna minnki annað árið í röð, en miklar verðslveiflur eru sagðar óæskilegar og skaða bæði framleiðendur grásleppukavíars og veiðimenn.

Vildu fresta afgreiðslu RÚV-frumvarps vegna nýrra upplýsinga

Stjórnarandstæðingar kröfðust þess á Alþingi í dag að afgreiðslu á bæði frumvarpi um Ríkisútvarpið og um eignarhald á fjölmiðlum yrði frestað fram á haust og þau rædd í samhengi vegna athugasemda fræðimanna við þau. Stjórnarliðar sögðu hins vegar enga ástæðu til þess enda hefði þegar verið haft mikið samráð við stjórnarandstöðu vegna beggja frumvarpa.

Ný fjölmiðlasamsteypa á Akureyri

Bæjarsjónvarpið á Akureyri, Samver, Traustmynd, Smit kvikmyndagerð og dagskrárblaðið Extra sameinuðust í eitt félag í dag undir nafninu N4. Nýja félaginu er ætlað að styrkja og bæta staðbundna fjölmiðlun á Akureyri.

Krefst 20 milljóna króna í skaðabætur

Fyrirtaka í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrum ritstjórum DV, og gegn 365 prentmiðlum var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Skuldir borgarinnar lækkuðu um 1,5 milljarð króna

Hreinar skuldir borgarsjóðs lækkuðu um 1,5 milljarð króna árið 2005. Borgarstjóri segir gott að geta skilað af sér góðu búi en ársreikningar Reykjavíkurborgar voru ræddir í borgarstjórn í dag.

Vefurinn Austurlandið.is kominn í loftið

Nýr fréttavefur, austurlandið.is, var tekinn í gagnið nýverið. Vefurinn er frétta- og upplýsingaveita fyrir Austurland og íbúa þess, sem og aðra. Þar er að finna tengla á öll sveitafélög á Austfjörðum sem og á aðra fréttamiðla á svæðinu.

Ný stjórn hjá SA

Ný stjórn hefur verið kjörin hjá Samtökum atvinnulífsins fyrir starfsárið 2006 til 2007. Nýir koma inn í stjórnina þeir Jón Karl Ólafsson Icelandair hf., Helgi Magnússon Flügger HarpaSjöfn ehf., Bjarni Ármannsson Glitnir hf., Helgi Bjarnason Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Gunnar Karl Guðmundsson Skeljungur hf.

Fækkar um 128 í sveitarstjórnum

Baráttan um sæti í sveitarstjórnum landsins kann að verða öllu harðari nú en í síðustu kosningum. Alla vega eru færri sæti í boði nú en áður.

Menntamálanefnd fundar vegna RÚV-frumvarps

Menntamálanefnd kom saman í morgun til að ræða frumvarp um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Samþykkt var á þingi í gær að vísa málinu til þriðju umræðu en að kröfu stjórnarandstöðunnar var fundað um málið þar sem spurningar vöknuðu meðal stjórnarandstæðinga um ýmislegt sem lýtur að höfundarétti og eignum RÚV.

Svartolían verður hagstæðari

Það kostar nú fjórum milljónum meira að fylla á tankinn á meðal frystitogara fyrir eina veiðiferð, en það kostaði um áramót. Útgerðarmenn eru því aftur farnir að líta svartolíu hýru auga, þar sem hún er ódýrari.

Samningafundur í dag ráði miklu um framhaldið

Samningafundur í kjaradeilu starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sem hefst klukkan eitt í dag, ræður miklu um framhaldið og hvort til setuverkfalls og jafnvel uppsagna starfsmanna kemur. Formaður Eflingar er ekki bjartsýnn eftir að deilan hljóp í hnút á fundi í gærkvöldi.

Fyrirtaka í máli Friðriks á hendur Sigurði í morgun

Í morgun var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, meiðyrðamál Friðriks Þórs Guðmundssonar á hendur Sigurði Líndal lagaprófessor vegna ummæla Sigurðar í tengslum við rannsókn flugslyssins í Skerjafirði.

Rennslið þriðjungur þess sem mest var

Mjög hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá og er rennsli hennar nú aðeins rúmlega þriðjungur þess sem það var þegar hlaupið náði hámarki. Stærsta Skaftárhlaup sem mælst hefur er nú í rénun og má gera ráð fyrir að rennsli verði komið í meðallag eftir viku eða svo.

Segir bjarta tíma fram undan í efnahagsmálum

Bjartir tímar eru framundan í efnahagsmálum, samkvæmt nýrri skýrslu fjármálaráðuneytis um þjóðarbúskapinn. Hratt mun draga úr spennu í hagkerfinu, meðal annars vegna lækkunar krónunnar, og hraðvaxandi álútflutningur mun snúa við viðskiptahalla og leiða hagvöxtinn á næstu árum.

Varnarviðræðum haldið áfram

Varnarviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda verður haldið áfram á morgun. Fundir verða haldnir í Reykjavík á morgun og fimmtudag.

Samræmist ekki jafnræðisreglunni

Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, efast um að það standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja hlutafélag um Ríkisútvarpið reglum, sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum á hinum almenna markaði.

Skelfdur ferðamaður í Skaftafellssýslu

Erlendur ferðamaður sem var á ferð á bílaleigubíl í Skaftafellssýslum þegar hlaupið hófst í Skaftá, fékk tvöfalt áfall vegna hlaupsins. Við fyrstu fregnir af því snaraðist hann upp í bílinn og ók allt hvað af tók til að komast sem lengst frá því, en var þá mældur á allt of miklum hraða.

Aldrei fleiri leikskólabörn

Nær sautján þúsund börn eru í leikskólum landsins og þau hafa aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum fjölgaði um 0,65 prósent á síðasta ári og er það nokkru meiri en næstu ár á undan.

Vatnsflaumurinn sjatnar hratt

Hratt dregur nú úr vatnsflaumnum í Skaftá, eftir hlaupið sem hófst fyrir helgi, en rennslið er þó enn margfalt meira en það var fyrir hlaupið. Jarðvísindamenn hafa ekki enn getað kannað sigketillinn í jöklinum úr lofti, vegna erfiðra flugskilyrða, en reynt verður að fljúga yfir svæðið í dag.

Óvæntir tónleikar

Það eru ekki allir sem fá óvænta tónleika með þekktustu söngvurum þjóðarinnar í afmælisgjöf. Leynitónleikar til heiðurs Margréti Pálmadóttur söngkonu, voru haldnir í Austurbæ í gærkvöldi. Það var fjölskylda Margrétar, vinir, vandamenn og aðrir velunnarar sem skipulögðu tónleikanna í tilefni 50 ára afmælis hennar.

Samningaviðræður í hnút

Kjaraviðræður starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hlupu í hnút í gærkvöldi, að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, talskonu viðræðunefndar starfsmanna. Hún segir að starfsfólk sé nú farið að leggja drög að uppsögnum.

Kjaradeilan í hnút

Álfheiður Bjarnadóttir, talskona viðræðunefndar starfsmanna á dvalar- og hjúrkunarheimilum, segir kjaradeiluna í hnút og starfsfólk sé farið að leggja drög að uppsögnum. Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu funduðu í dag en án árangurs.

Vegstyttingu framhjá Blönduósi hafnað

Umhverfisráðherra hefur fallist á sjónarmið Austur-Húnvetninga um að hafna einhverri arðbærustu framkvæmd sem völ er á hérlendis; þrettán kílómetra styttingu hringvegarins fram hjá Blönduósi. Einkahlutafélagið Leið hefur hins vegar óskað eftir umhverfismati til að fá að leggja veginn sem einkaframkvæmd.

Var Alþingi blekkt?

Beittu menn vísvitandi blekkingum? spurði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag, þegar hún rifjaði upp rök sem færð voru fyrir því að ekki væri unnt að skilja grunnnetið frá þegar Landssíminn var einkavæddur. Forsætisráðherra svaraði að allir ráðgjafar hefðu eindregið mælt með því að fyrirtækið yrði selt í heilu lagi og þannig hefði mest verð fengist fyrir Símann.

Tillögur um Löngusker steyta á skeri

Fáránlega vitlaus hugmynd segir bæjarstjóri Kópavogs um tillögur framsóknarmanna í Reykjavík um að flytja flugvöllinn á Löngusker. Bæjarstjórum nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, sem hlut eiga að máli, ber saman um að tillögur framsóknarmanna í Reykjavík, um flutning á flugvelllinum úr Vatnsmýrinni á Löngusker, séu óraunhæfar. Benda þeir á að sveitarfélög þeirra eigi lögsögu yfir skerjunum og að ekki verði flugvöllur færður þangað nema með samþykki þeirra.

RÚV hf. skref til einkavæðingar

Frumvarpið um Ríkisútvarpið er ákveðið skref til einkavæðingar þess, sagði Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við atkvæðagreiðslu í þinginu nú síðdegis. Pétur sagði að menn yrðu jafnhissa á því í framtíðinni að opinberir starfsmenn stunduðu fréttamennsku eins og menn væru hissa á því í dag að opinbera starfsmenn hefði þurft til að stunda bankastarfsemi.

Engin rök fyrir sölu grunnnetsins hafa staðist

Engin rök ríkisstjórnarinnar fyrir því að selja grunnnet Símans með fyrirtækinu hafa staðist. Þessu hélt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fram á Alþingi í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að allir þeir ráðgjafar sem leitað hafi verið til við söluna hafi verið sammála um að réttast væri að selja Símann og grunnetið saman.

Sýknaðir vegna banaslyss að Kárahnjúkum

Héraðsdómur Austurlands sýknaði í dag fimm yfirmenn að Kárahnjúkum vegna ákæru um að þeir bæru ábyrgð á því að ungur maður lést í vinnslysi við Kárahnhjúkastíflu í mars 2004.

Skipulagsstofnun leggst gegn efnistöku úr Ingólfsfjalli.

Í tilkynningu frá Skipulagsstofnun segir að álit hennar byggi á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það sé álit stofnunarinnar að fyrirhuguð efnistaka úr Ingólfsfjalli eins og hún sé kynnt í matsskýrslu, sé ekki ásættanleg vegna verulega neikvæðra, varanlegra og óafturkræfra sjónrænna áhrifa og áhrifa á landslag sem hún mun óhjákvæmilega hafa í för með sér.

Stór áfangi í ökukennslumálum landsmanna

Ökukennarafélag Íslands og Akraneskaupstaður hafa tekið upp formlegt samstarf um undirbúning að stofnun fyrirtækis sem mun sjá um rekstur sérhannaðs aksturskennslusvæðis er staðsett verður á Akranesi. Aksturskennslusvæði þetta tekur mið af væntanlegri reglugerð samgönguráðuneytisins um aksturskennslusvæði og mun þjóna öllum landsmönnum.

Ökukennslusvæði byggt á Akranesi

Ökukennslusvæði verður byggt á Akranesi en þar munu ökunemar og þeir sem vilja auka ökuleikni sína geta æft sig á sérútbúnu svæði. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í dag.

Húsnæðisvelta virðist á niðurleið

Húsnæðisveltan á höfuðborgarsvæðinu virðist vera á hraðri niðurleið og var minni í síðustu viku en í lægðinni miklu í janúar.

Tveir jeppar rákust saman á Kringlumýrabraut

Árekstur varð á Kringlumýrabraut rétt fyrir klukkan þrjú í dag þegar tveir jeppar rákust saman. Engan sakaði í ósköpunum en svo virðist sem ökumaður jeppans hafi ekið í veg fyrir fólksbílinn með fyrrgreindum afleiðingum og eru báðir bílarnir mikið skemmdir.

Segir LN hafa slitið kjaraviðræðum við náttúrufræðinga

Félag íslenskra náttúrufræðinga segir launanefnd sveitarfélaga hafa slitið kjaraviðræðum við sig á dögunum en samningar hafa verið lausir frá því í nóvember 2004. Um er að ræða náttúrufræðinga sem starfa að skipulagsmálum, heilbrigðiseftirliti og hjá náttúrustofum.

Telur skuggagjald vænlegri leið en veggjald fyrir ný göng

Stjórnarformaður Spalar segir að ráðist verði í ný Hvalfjarðargöng á næstu fjórum til fimm árum til að anna þeirri auknu umferð sem hefur verið um göngin. Hann telur skuggagjald vænlegri leið en veggjald fyrir hin nýju göng. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari lækkun veggjalda í núverandi göng.

Halldór hitti Anders Fogh Rasmussen

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í morgun fund með Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur en Rasmussen millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Grænlands.

Ólíklegt að RÚV-frumvarpi verði frestað fram á haust

Formaður menntamálanefndar telur ólíklegt að orðið verði við þeim kröfum stjórnarandstöðunnar að frumvarpið um Ríkisútvarpið verði ekki samþykkt á þessu þingi heldur frestað fram á haust. Þingflokksformaður Vinstri - grænna segir nauðsynlegt að gera það vegna nýrra gagna sem fram hafi komið í málinu.

Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra á elliheimilum

Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefst klukkan tvö hjá ríkissáttasemjara. Það eru fulltrúar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem sitja fundinn en þeir reyna að ná sáttum fyrir föstudag til að koma í veg fyrir að vikulangt setuverkfall skelli á og í framhaldinu fjöldauppsagnir.

Skólastarf miðpunktur Reykjavíkur

Skólastarf í byggingum Menntaskólans við Sund og Vogaskóla er miðpunktur búsetu í Reykjavík. Fyrir skemmstu var sagt frá því í fréttum að þungamiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu væri í Fossvogi. Nú hefur verið reiknað út með sömu líkönum hvar miðþunkturinn er innan borgarmarka Reykjavíkur eingöngu, vegna fjölda fyrirspurna.

Sjá næstu 50 fréttir