Innlent

Forsetahjónin í opinberri heimsókn á Hornafirði

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson og kona hans Dorrit Moussaieff komu í tveggja daga opinbera heimsókn til Hornafjarðar í dag. Fjölbreytt dagskrá bíður forsetans og konu hans en þau munu, ásamt fyrlgdarliði sínu, heimsækja skóla á Höfn, heilsa upp á eldri borgara og fara í fyrirtæki í dag. Í kvöld verður fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu til heiðurs forsetanum og konu hans. Þau munu einnig koma víða við á morgun og heimsækja fleiri staði í Austur-Skaftafellssýslu en heimsókn þeirra hjóna líkur annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×