Vildu fresta afgreiðslu RÚV-frumvarps vegna nýrra upplýsinga 25. apríl 2006 16:12 MYND/GVA Stjórnarandstæðingar kröfðust þess á Alþingi í dag að afgreiðslu á bæði frumvarpi um Ríkisútvarpið og um eignarhald á fjölmiðlum yrði frestað fram á haust og þau rædd í samhengi vegna athugasemda fræðimanna við þau. Stjórnarliðar sögðu hins vegar enga ástæðu til þess enda hefði þegar verið haft mikið samráð við stjórnarandstöðu vegna beggja frumvarpa. Mörður Árnason kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar. Hann trekaði boð stjórnarandstöðunnar um að fresta afgreiðslu frumvarps um hlutafélagavæðingu RÚV í ljósi nýrra upplýsinga í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið. Vísaði hann til orða Sigurðar Líndals, fyrrverandi lagaprófessors, sem efaðist um að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja hlutafélag um Ríkisútvarpið reglum, sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sigurður kom á fund menntamálanefndar í morgun og þá lýsti hann því yfir að honum hefði ekki verið kunnugt um breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu á þá leið að RÚV væri óheimilt að eiga hlut í öðrum fyrirtækjum sem stæðu í fjölmiðlarekstri. Mörður sagði ákvæði þar að lútandi hafa verið bætt inn í fjölmiðlafrumvarpið í gær og það bæri vott um vond vinnubrögð. Því ætti að fresta afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Formaður menntamálanefndar sagði ekkert nýtt hafa komið fram sem leiddi til þess að fresta þyrfti afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu tækju af allan vafa um Ríkisútvarpið. Hann vísaði til álits Páls Hreinssonar lagaprófessors, formanns fjölmiðlanefndarinnar sem hefði talið að stoppað hefði verið upp í þann lekja sem hugsanlega hefði verið gagnvart jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstæðingar bentu þá á að áfram yrði ófriður um málið vegna málaferla tengdum lögum um RÚV og eignarhald fjölmiðla. Mörður sagði að það væri væntanlega það sem menn vildu til þess að sölumönnunum Sigurði Kára Kristjánssyni og Birgi Ármannssyni tækist að lokum að eyðileggja Ríkisútvarpið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Stjórnarandstæðingar kröfðust þess á Alþingi í dag að afgreiðslu á bæði frumvarpi um Ríkisútvarpið og um eignarhald á fjölmiðlum yrði frestað fram á haust og þau rædd í samhengi vegna athugasemda fræðimanna við þau. Stjórnarliðar sögðu hins vegar enga ástæðu til þess enda hefði þegar verið haft mikið samráð við stjórnarandstöðu vegna beggja frumvarpa. Mörður Árnason kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar. Hann trekaði boð stjórnarandstöðunnar um að fresta afgreiðslu frumvarps um hlutafélagavæðingu RÚV í ljósi nýrra upplýsinga í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið. Vísaði hann til orða Sigurðar Líndals, fyrrverandi lagaprófessors, sem efaðist um að það stæðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja hlutafélag um Ríkisútvarpið reglum, sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sigurður kom á fund menntamálanefndar í morgun og þá lýsti hann því yfir að honum hefði ekki verið kunnugt um breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu á þá leið að RÚV væri óheimilt að eiga hlut í öðrum fyrirtækjum sem stæðu í fjölmiðlarekstri. Mörður sagði ákvæði þar að lútandi hafa verið bætt inn í fjölmiðlafrumvarpið í gær og það bæri vott um vond vinnubrögð. Því ætti að fresta afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Formaður menntamálanefndar sagði ekkert nýtt hafa komið fram sem leiddi til þess að fresta þyrfti afgreiðslu RÚV-frumvarpsins. Breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu tækju af allan vafa um Ríkisútvarpið. Hann vísaði til álits Páls Hreinssonar lagaprófessors, formanns fjölmiðlanefndarinnar sem hefði talið að stoppað hefði verið upp í þann lekja sem hugsanlega hefði verið gagnvart jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstæðingar bentu þá á að áfram yrði ófriður um málið vegna málaferla tengdum lögum um RÚV og eignarhald fjölmiðla. Mörður sagði að það væri væntanlega það sem menn vildu til þess að sölumönnunum Sigurði Kára Kristjánssyni og Birgi Ármannssyni tækist að lokum að eyðileggja Ríkisútvarpið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira