Innlent

Óvæntir tónleikar

Það eru ekki allir sem fá óvænta tónleika með þekktustu söngvurum þjóðarinnar í afmælisgjöf. Leynitónleikar til heiðurs Margréti Pálmadóttur söngkonu, voru haldnir í Austurbæ í gærkvöldi. Það var fjölskylda Margrétar, vinir, vandamenn og aðrir velunnarar sem skipulögðu tónleikanna í tilefni 50 ára afmælis hennar.

Það má með sanni segja að Margrét hafi ekki átt von á þessu en lét sér þó hvergi bregða og naut þess að sitja í áhorfendasal að þessu sinni í stað þess að vera sjálf á sviðinu. Páll Óskar Hjálmtýsson, Diddú, Monika Abendroth og Egill Ólafsson voru meðal þeirra listamanna sem heiðruðu Margréti og gesti hennar í tilefni afmælisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×