Innlent

Samræmist ekki jafnræðisreglunni

Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, efast um að það standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að undanskilja hlutafélag um Ríkisútvarpið reglum, sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum á hinum almenna markaði.

Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Sigurð, en í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um eignarhald á fjölmiðlum, sem samþykkt hefur verið í þingflokkum stjórnarflokkanna, segir að ákvæði um eignarhald í fjölmiðlum gildi ekki um eignarhald ríkisins á Ríkisútvarpinu. Án þessa ákvæðis mætti ríkið ekki eiga nema fjórðung í Ríkisútvarpinu eftir hlutafjélagsvæðingu þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×