Innlent

Skelfdur ferðamaður í Skaftafellssýslu

Erlendur ferðamaður sem var á ferð á bílaleigubíl í Skaftafellssýslum þegar hlaupið hófst í Skaftá, fékk tvöfalt áfall vegna hlaupsins. Við fyrstu fregnir af því snaraðist hann upp í bílinn og ók allt hvað af tók til að komast sem lengst frá því, en var þá mældur á allt of miklum hraða.

Eftir að lögreglan hafði róað hann niður og sannfært hann um að hann væri ekki í bráðri lífshættu, sektaði hún hann um 22.500 krónur vegna hraðaksturs, og var honum þá öllum lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×