Innlent

Ný stjórn hjá SA

Ný stjórn hefur verið kjörin hjá Samtökum atvinnulífsins fyrir starfsárið 2006 til 2007. Nýir koma inn í stjórnina þeir Jón Karl Ólafsson Icelandair hf., Helgi Magnússon Flügger HarpaSjöfn ehf., Bjarni Ármannsson Glitnir hf., Helgi Bjarnason Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Gunnar Karl Guðmundsson Skeljungur hf. Úr stjórninni ganga fimm manns, þau Ragnhildur Geirsdóttir Promens hf., Þorgeir Baldursson Prentsmiðjan Oddi hf., Óskar Magnússon Tryggingamiðstöðin hf., Hreiðar Már Sigurðsson KB banki hf. og Hjörleifur Jakobsson Egla ehf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×