Innlent

Aldrei fleiri leikskólabörn

Börn á leikskóla í Kópavogi.
Börn á leikskóla í Kópavogi.

Nær sautján þúsund börn eru í leikskólum landsins og þau hafa aldrei verið fleiri. Leikskólabörnum fjölgaði um 0,65 prósent á síðasta ári og er það nokkru meiri en næstu ár á undan.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.

Börnum með annað móðurmál en íslensku hefur einnig fjölgað. Þau eru nú orðinn 1.250 talsins eða 7,4 prósent allra leikskólabarna og er það rúmlega tvöfalt hærra hlutfall en í grunnskólum. Algengustu móðurmál leikskólabarna fyrir utan íslensku eru pólska og enska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×